Jóhannesarguðspjall 17. kafli

Jóhannesarguðspjall er skrifað fyrst og fremst fyrir hina útvöldu, skrifað fyrir þá sem Guð hefur útvalið til að taka við Jesús Kristi. Þannig er bæn Jesús fyrst og fremst ætluð þeim sem trúa. Jesús biður fyrir þeim útvöldu og kallar þá til að bera orðið áfram. Verkefni þeirra sem trúa er að auðsýna kærleika í heiminum. 17. kaflinn er oft kallaður æðstaprestsbæn Jesús, bæn um að þau sem Guð hefur útvalið lifi í einingu. Ef þau sem trúa eru ekki eitt, þá hverfi trúverðugleiki fagnaðarerindisins um náð og kærleika Guðs.

Jóhannesarguðspjall er væntanlega skrifað í lok fystu aldar, og það er alveg ljóst að höfundur ritsins hefur vitað sem var að það var ekki eining um fagnaðarerindið meðal kristinna. Hann hefur sjálfsagt þekkt vel til deilnanna í kringum Postulafundinn 48 e.Kr. og örugglega komist í kynni við margskonar hugmyndir um hlutverk, stöðu og líf Jesús. Það er mikilvægt að skilja æðstuprestsbænina í því ljósi, sem hvatningu eða brýningu til að gera betur, fremur en að horfa til hennar sem einhvers konar óraunsæisdraumóra sem aldrei rætast.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.