1. Mósebók 49. kafli

Jakob ávarpar syni sína, útskýrir fyrir þeim að framtíð afkomenda þeirra sé misbjört. Það er að sjálfsögðu mest framtíð í lífi Jósefs sem nýtur að sögn Jakobs sérstakrar blessunar Guðs Ísraels. Þá lærum við að ætt Júda á bjarta framtíð. Flestum mun þeim bræðrum reyndar farnast vel, nema þremur elstu sonum hans og Leu, sem að mati Jakobs eru og verða til vandræða. Continue reading 1. Mósebók 49. kafli

1. Mósebók 47. kafli

Faraó tekur vel á móti fjölskyldu Jakobs, jafnvel þó Jakob tali um sig sem hjarðmann og segi flutninginn bara vera tímabundinn. Það er sagt að Jósef hafi þurft að styðja við fjölskylduna þrátt fyrir að þau fengu gott land og vinnu hjá Faraó, enda hópurinn stór og kreppan byrjuð að hafa áhrif í Egyptalandi þrátt fyrir undirbúninginn á góðæristímanum. Continue reading 1. Mósebók 47. kafli

1. Mósebók 45. kafli

Þá kemur að því. Jósef missir andlitið. Hann passar sig á að senda hirðmenn sína úr herberginu, enda mikilvægt að þjónustufólkið sjái ekki veikleikamerki. Það kemur þó fyrir ekki. Grátur Jósefs heyrist um allt Egyptaland. Bræðurnir vita skiljanlega ekki hvernig þeir eiga að bregðast við, en þegar Jósef hefur sannfært þá um að allt þetta sé hluti af plani Guðs, þá róast þeir. Continue reading 1. Mósebók 45. kafli

Er hægt að kaupa vellíðan?

Grein Steindórs J. Erlingssonar í tímariti Félagsráðgjafafélagsins er til umfjöllunar í Smugunni í dag. Steindór gagnrýnir í grein sinni ofuráherslu geðlæknasamfélagsins á kenningar um að flestir geðrænir kvillar stafi af efnaójafnvægi í heila. Í greininni á Smugunni er komið stuttlega inn á pólítískar afleiðingar þessara hugmynda.

„ef við setjum mannlega þjáningu, eymd og sorg inn í lífvísindareiknilíkan,þá er engin ástæða til að breyta samfélagsgerðinni, því að okkur nægir að koma reglu á taugaboðefnin“

Hér er hægt er að nálgast grein Steindórs í heild.

1. Mósebók 41. kafli

Tveimur árum eftir draumaráðningu Jósefs fyrir yfirbyrlarann dregur til tíðinda. Konung Egyptalands, faraó, dreymir draum. Spásagnarmenn faraósins hafa enginn svör þegar kemur að merkingu draumanna og þá skyndilega rifjast upp fyrir byrlaranum, hebreinn ungi sem hafði spáð réttilega um framtíðina. Jósef er sóttur, klæddur upp og klipptur. Continue reading 1. Mósebók 41. kafli

Community Writing

When studying Biblical texts, one of the obstacles I constantly have to deal with is the notion that an indicated author is not neccesary the author in a modern understanding of the word. We don’t know if it was Mark that wrote Mark, and if it was there are probably some add-ons that are not his or hers. For some this sounds like we are dealing with fraud or forgery, someone claiming to be something that he is not. The reality is more complicated than that though.
Continue reading Community Writing

Að endurheimta sjálfsmynd þjóðar

Dóttir mín sagði mér í morgun þegar ég keyrði hana í skólann, að Osama Bin Laden væri dáinn. Ég hafði að sjálfsögðu heyrt fréttirnar, sat yfir CBS News í nótt, fylgdist með fréttum á NPR og CNN og hafði hlustað á ávarp Barack Obama í gærkvöldi. Hins vegar hafði þetta ekki komið til tals fyrr um morguninn og ég vissi sem var að 12 ára dóttir mín hafði ekki hlustað á fréttir síðan í gærdag.
Continue reading Að endurheimta sjálfsmynd þjóðar

The ability to articulate what you believe

At Faith and Theology: Rowan Williams: a letter to a six-year-old there is a story about an answer Rowan Williams sent to a 6 year old.

They discovered me when they looked round at the world and thought it was really beautiful or really mysterious and wondered where it came from. They discovered me when they were very very quiet on their own and felt a sort of peace and love they hadn’t expected. Then they invented ideas about me – some of them sensible and some of them not very sensible.

 

1. Mósebók 39. kafli

Eins og bent var á í ummælum við fyrri kafla, þá reisti Jakob altari til heiðurs El eftir glímu sína við Guð. Það er hins vegar Jahve sem fylgir Jósef í ánauðina í Egyptalandi og lætur “honum heppnast allt sem hann tók sér fyrir hendur.” Það er líka athygli vert að Jahve blessar ekki bara afkomendur Abrahams í þessum kafla, heldur og hinn egypska húsbónda Jósefs. Þessi blessun sem húsbóndinn tengir við Jósef leiðir til þess að Jósef er falin mikil ábyrgð. Continue reading 1. Mósebók 39. kafli

Samtal um guðfræði, skírnir og Barnaland

Ég sá athugasemd á Facebook áðan sem endurspeglaði gífurlegan guðfræðilegan misskilning á stöðu og hlutverki vígðra þjóna þjóðkirkjunnar á Íslandi. Um leið áttaði ég mig á að misskilningurinn sem kom fram í athugasemdinni byggðist fyrst og fremst á því hvernig hlutverk vígðra þjóna birtist í samfélaginu, en ekki á guðfræðilegum forsendum og hugmyndafræðilegu hlutverki. Continue reading Samtal um guðfræði, skírnir og Barnaland

1. Mósebók 38. kafli

Þessi kafli brýtur upp söguna af Jósef og beinir sjónum okkar annað. Júda, sonur Jakobs og Leu, flytur burtu frá bræðrum sínum og giftist inn í kanverska fjölskyldu. Elsti sonur Júda deyr ungur stuttu eftir að hafa gengið að eiga konu að nafni Tamar og segir frásagan að ástæða andlátsins hafi verið að hann hafi vakið andúð Drottins (Jahve). Continue reading 1. Mósebók 38. kafli