Af námsmönnum erlendis

Tilkynning fyrir þá sem gætu hafa velt fyrir sér stöðu okkar hjóna í ljósi frétta undanfarna daga.

Vegna frétta í fjölmiðlum af erfiðleikum námsmanna erlendis þá er rétt að tilkynna að strax fimmtudaginn 2. október byrjuðum við hjónin að gera ráðstafanir til að lágmarka áhrif ástandsins á Íslandi á okkar plön. Þann dag fórum við mjög nákvæmlega yfir fjárþörf okkar hér í BNA og millifærðum frá Íslandi nægt fjármagn til að dekka allan daglegan kostnað fram í miðjan janúar. Næstu mánuði munum við lifa eftir mjög vel skilgreindri fjárhagsáætlun, sem gerir ráð fyrir minna af pöntuðum pizzum og meira af frosnum pizzum -) en áður.
Þegar svo hrunið varð liðna helgi, áttuðum við okkur á að ef við ætluðum okkur að standa við áform um DisneyWorld ferð um jól og áramót, þyrftum við viðbótarfjármagn. En upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að notast við íslensk kreditkort á Florída. Ég hafði því samband við BYR-sparisjóð á þriðjudag og millifærði nægilegt fé á föstu gengi Seðlabankans með Sparisjóðaálagi til að kosta þá ferð. Við höfum því ákveðið að halda öllum áætlunum um ferðalög um jól og áramót óbreyttum.
Þannig hefur ástandið á Íslandi ekki nein teljandi áhrif á líf okkar sem námsmanna erlendis, enn sem komið er. Geir og félagar hafa rúmlega 4 mánuði til að opna á ný fyrir gjaldeyrismillifærslur áður en við þurfum að endurskoða okkar stöðu.
Eða með orðum tónlistarmannanna í REM: “It is the end of the World as we know it. But I fell fine”.

Bækur

Þegar ég útskrifaðist í vor fékk ég að gjafabréf í bókabúð lúthersku kirkjunnar í BNA, annars vegar frá búðinni sjálfri upp á $25 og hins vegar frá skólanum sjálfum upp á rúma $43. Svo sem ekki gífurlega miklir peningar, en enginn ástæða til að kvarta. Ég ákvað að bíða með að nota gjafabréfin fram til haustsins og nota þetta upp í skólabækurnar á þessu misseri. Nú í haust, bauðst hins vegar skólinn til að borga allar bækur sem ég þyrfti að nota í kúrsum á árinu og því var ekki mikil þörf fyrir gjafabréfin að mínu mati. Continue reading Bækur

First thoughts

I attempt to look at various Lutheran theologies about the nature of the church. I will compare and contrast them and try to spell out a usable Ecclesiology for the beginning of the 21st Century. I will then address few contemporary leadership theories and evaluate whether the theories I look at are helpful in a church which is based on the Ecclesiology I spelled out in the first part of the paper.

Another possibility would be to look at evaluation theory like BSC and ask if it is usable for the Ecclesiology I spelled out in the first part.

Míka og hógværðin

Ég hélt ég myndi seint gerast rannsakandi hebreskra sagna, en stundum þarf að gera meira en gott þykir. Þannig ákvað ég að nota fyrsta pappírinn af 10 í Gamlatestamentisfræðum hér í TLS, og skoða orðið “hógværð” í Míka 6.8. Mér til undrunar lærði ég fljót að nafnorðið hógværð er í raun þýðing á sögn í hebresku sem ég treysti mér ekki að skrifa. Þessu næst ákvað ég að skoða hvar þessi ágæta sögn kemur fyrir annars staðar í hebresku og niðurstaðan var 0. Ég hugsaði sem svo að hægverska væri nú varla svo sjaldgæf í GT, svo til að leita annarra hebreskra orða sömu merkingar fór ég öfuga leið og leitaði að orðinu hógværð, demutig, ydmygt, ydmykt og ödmjukhet í GT. Þessi orð koma öll fyrir öðru hvoru, sér í lagi ýmsar útgáfur af demutig, en mér til skelfingar sjaldnast í sömu versum. Þannig að mér varð lítið ágengt í þessari athugun minni, enda hógvær og af hjarta lítillátur og gafst því upp. Ég hins vegar skrifaði um leit án árangurs ágætan pappír sem ég mun skila á eftir.

Candidacy

Nine months ago I looked into what courses I will be lacking if I would decide to become a pastor in the Evangelical Lutheran Church in Iceland. According to Icelandic Laws, only individuals finishing M.Div. or Cand. Theol. degree can become ordained pastors and the degree has to be in line with the Cand. Theol. degree offered in the University of Iceland. I consider the seminar credits at TLS as the same as the credits counted at the University in Iceland.

What I am missing:
Graduate Courses in Old Testament/Hebrew Scriptures – 7,5 credits
Hebrew – 5 credits
Graduate Courses in New Testament – 9,5 credits
Greek – 10 credits

I would need to finish 32 credit hours of Biblical Studies, Greek and Hebrew to be academically qualified as a pastor in ELCI. It might be worth considering or …

Meistaranámi í leikmannafræðum næstum lokið

Í fyrramálið mæti ég í síðustu kennslustundina í meistaranáminu mínu í leikmannafræðum (Master of Lay Ministry). Jafnframt skila ég ritgerð um Sálgæslu sem verkefni safnaðarins alls, sem ég var að ljúka við að skrifa núna kl. 3:19, en geri reyndar ráð fyrir að lesa og leiðrétta í fyrramálið (á eftir). Það er við hæfi að leikmannanámið mitt endi á ritgerð, þar sem ég gagnrýni málefnalega en ákveðið prestamiðlægni kirkjunnar og bendi meðal annars á hvernig Biblíurýni og veikur sakramentisskilningur kirkjunnar, gerði sálgæslu að sérstöku fagi presta, í tilraun til að öðlast hlutverk þegar allt benti til að prédikunarhlutverkið og útdeiling sakramentana hefðu misst gildi sitt. Mér til stuðnings vísa ég í tvo stórkostlega ólíka fræðimenn. Annars vegar anglíkana að nafni A.J. van den Blink, mikinn sálgæslugúru og hins vegar gasprara úr ranni evangelista eða baptista að nafni Reggie McNeal.

[Ég skilaði ritgerðinni rafrænt kl 8:46 í morgun og mætti þar af leiðandi 17 mínútum of seint í tíma sem byrjaði 8:30. Þegar tímanum lauk núna kl. 9:45 er ég því formlega búin með öll verkefni og alla tíma vegna MALM gráðunnar. Nú er bara að bíða fram á laugardaginn 24. og sjá hvort ég fái ekki pappír um afrekið.]

Óháð úttekt / Kosning

Úttekt Eduniversal er á engan hátt fræðileg, þó e.t.v. sé hún óháð. Þannig eru deildarforsetar Háskóla beðnir um að mæla með skólum í öðrum löndum en sínum eigin (en þó ekki meira en helmingi allra skóla í viðkomandi landi). Út frá meðmælum deildarforsetana er síðan listinn útbúin. Hér er því mun fremur um að ræða fegurðarsamkeppni en úttekt.

Spurningin sem lögð var fyrir var eitthvað á þessa leið. Ef nemandi væri á leið til Íslands í nám í viðskiptafræðum með hvaða skóla mælirðu? Rétt er að taka fram að HR var eini íslenski skólinn á listanum.

En það er samt þörf á að óska HR til hamingju með að vera sætur. 

Verkefnaskil og námið mitt

Í dag kl. 13:10 sendi ég með tölvupósti lokaverkefnið í námskeiðinu Transformational Leadership, ritgerð upp á rúmlega 20 síður til kennarans míns í Methodist Theological School of Ohio. Ég fékk tölvupóst frá kennaranum mínum kl. 14:14, þar sem hún var búin að fara yfir verkefnið og tillkynnti mér að einkunnin mín fyrir kúrsinn væri B. Það liðu þannig 64 mínútur frá því að ég skilaði þar til kennarinn hafði lokið við að lesa það yfir, skrifa ábendingar og athugasemdir við ritgerðina og gefa mér einkunn fyrir kúrsinn.
Continue reading Verkefnaskil og námið mitt

“Healthy Congregations” ráðgjafi

Í gær lauk ég ráðgjafanámskeiði hjá “Healthy Congregations, Inc”, en þar með hef ég heimild til að skipuleggja námskeið og kenna námsefni fyrirtækisins. Efnið byggir í grunninn á kenningum Murray Bowen um fjöskyldumynstur eða -kerfi (Family systems theory) og hvernig þau hafa áhrif og móta félagsheildir og leiðtoga.
Það var líklega komin tími til að ég lyki svona námskeiði enda hef ég unnið að sérverkefnum ýmiskonar fyrir HC í næstum eitt ár.

Áframhaldandi nám

Í dag fékk ég staðfestingu á áframhaldandi námi við Trinity Lutheran Seminary. En næstu 1-2 árin mun ég vinna að námsgráðu sem heitir Master of Sacred Theology (S.T.M.), en um er að ræða framhaldsgráðu í guðfræði, eftir M.Div. eða hefðbundið meistaranám. Hægt er að nýta S.T.M. gráðuna sem hluta af Ph.D. námi við Lutheran School of Theology in Chicago, en það er þó ekki stefnan eins og er.
Áherslan í rannsóknarverkefninu mínu verður að öllum líkindum samspil kirkjufræða (Ecclesiology) og leiðtogakenninga, en sá annmarki er á fjölmörgum kenningum um leiðtoga og stjórnun sem notaðar eru í kirkjustarfi að þær eru á stundum lítt eða illa tengdar eldri hugmyndum um eðli kirkjunnar. Vissulega eru frasar eins og almennur prestsdómur notaðir í leiðtogatextum og í markmiðsplöggum, en merkingin er ekki alltaf skýr. Þannig mætti spyrja hvort að SVÓT og árangursmiðuð skorkort séu heiti kirkjufræða 21. aldarinnar.

Um námið
Trinity Lutheran Seminary offers a Master of Sacred Theology (S.T.M.) degree program to a limited number of candidates. The program is intended for those persons whose interests lie in pursuing an advanced theological degree with emphasis upon study of an academic nature. The seminary believes that the scholarly vocation is a gift to the ministry of the church. Because theology can never properly be separated from its relationship to mission and ministry, the S.T.M. degree aims at enriching both scholarly and pastoral competency. It is thus an appropriate program for both parish pastors and those whose goals include further graduate study on an advanced level.

Lýtalæknar eða líknardeild

Þetta misserið, það síðasta í MALM-náminu, þarf ég að glíma þónokkuð við ecclesiology (guðfræði kirkjunnar) og líklega er það eftir allt fræðiheitið á því sem ég er að gera hér, þó ég nálgist það meira út frá hagnýtri guðfræði en trúfræði, áhersla sem gæti breyst í STM-náminu ef ég tæki fleiri námskeið í trúfræði. Þörf mín fyrir að fara í svona nám vaknaði fyrir alvöru þegar ég var við störf í Grensáskirkju, mig langaði til að læra um það sem ég var að gera þar. Continue reading Lýtalæknar eða líknardeild

Gleði er ofmetin!

Einn af skrautlegum fræðimönnum sem ég hef hitt stuttlega hér í BNA er Israel Galindo. Nýlega sá hann ástæða til að skrifa bloggfærslu sem ég vil halda til haga. Ég vil jafnframt taka fram að vísunin í færsluna hans merkir ekki að ég sé að fullu sammála öllu sem hann heldur fram, en lokaorðin eru sérlega áhugaverð að mínu mati.

Einfaldur

Eitt af því sem er hvað erfiðast við að stíga út fyrir mörk öryggisins, er að horfast í augu við eigin barnaskap og einfaldleika. Í janúar dvaldi ég í Detroit og var neyddur til að horfast í augu við forréttindi mín og rasisma á algjörlega nýjan hátt. Ég gæti skrifað lærða kafla um ungbarnadauða í fátækrahverfum í BNA, misbeytingu valds af hendi lögreglunnar, spillta stjórnmálamenn, kynþáttamisrétti, sálarmorð á samkynhneigðum og margt fleira sem ég sá með eigin augum þar sem ég heimsótti heilsugæslu, barnaspítala, geðdeildir, skrifstofu borgarstjóra og tók í hendina á einhverjum spilltasta stjórnmálamanni BNA, heimsótti félagsmálaþjónustu, gistiheimili fyrir heimilislausa og ræddi við kirkjugesti og presta í jafnt svörtum og hvítum kirkjum í þessu ríkasta landi heims. Ég var enda reiður fyrstu fjóra dagana, ég kallaði samnemendur mína fífl, fyrir að taka þátt í svona samfélagi og bregðast ekki við. Ég benti þeim á að ungbarnadauði í Detroit væri sjö sinnum meiri en í mínu heimalandi, ég hneykslaðist á misskiptingunni í skólakerfinu sem við heyrðum um frá skólastjórum almenningsskóla í borginni og svo mætti lengi telja.

Það var ekki fyrr en á fjórða degi að ég þorði að horfast í augu við sjálfan mig og mínar aðstæður í besta landi í heimi. Ég hugsaði til þess að auður sumra Íslendinga er byggður á atvinnulausum símamönnum í Austur-Evrópu, mér varð hugsað til þess hvernig stjórnmálamenn á Íslandi eins og Gunnlaugur M. Sigmundsson hafa selt sjálfum sér ríkiseignir. Mér varð hugsað til þess hvernig stjórnmálamenn á Íslandi sem aðhyllast jöfnuð hafa uppi stórar hugmyndir um að innleysa milljarðahagnað í orkuveitum í fátækustu löndum heims. Vissulega er Detroit Íslendinga ekki staðsett í Norður-Atlantshafi, okkar Detroit er í Búlgaríu. Continue reading Einfaldur

Hinir útvöldu

Ég átti áhugavert samtal milli jóla og nýárs á Íslandi við ungan guðfræðing með BA-gráðu frá Guðfræðideild HÍ sem lýsti fyrir mér hvernig það hefði verið að stunda nám í deildinni. Viðkomandi þekkti engin deili á mér, að ég held, og útskýrði hvernig innan háskóladeildarinnar hefðu verið tvenns konar fólk. Annars vegar ungir strákar sem komu úr kirkjuumhverfinu og/eða KFUM&KFUK, með endalausa reynslu úr starfi kirkjunnar. Strákar sem segðu skemmtisögur af prestunum, vinum sínum, héldu úti korti með upplýsingum um laus prestaköll og hlunnindi og væru uppfullir af sjálfsöryggi og vissu um hvað framtíðin bæri í skauti sér. Þær væru enda sumir með vinnu í kirkjunni með námi og hefðu sterkt tengslanet inn í kirkjustofnunina. Síðan væru það hinir. Continue reading Hinir útvöldu

Sjálfstýrð teymi

Einn af fjölmörgum bloggurum sem ég les reglulega hefur sérstakan flokk sem kallast dylgjublogg. Þetta gæti flokkast undir það.

Eitt af fjölmörgum verkefnum hér í Organisational Behavior í síðustu viku var að fjalla um “self-managed teams” (e. sjálfstýrð teymi). En slík eru talin allra meina bót. Í verkefninu átti ég að fjalla um reynslu mína af slíkum teymum og bera saman við kenningarnar. Nú má segja að sjálfstýrð teymi einkenni uppbyggingu félagasamtaka eins og KFUM og KFUK. Því leitaði ég í reynslu mína sem æskulýðsfulltrúi þar. Minnistæðasta teymið frá þeim tíma, með fullri virðingu fyrir deildarstarfsteymum, er án vafa undirbúningshópur landsmóts unglingadeilda líklega 2002, en ég bar ábyrgð á þeirri ákvörðun að skipa í nefndina hóp efnilegra leiðtoga og gaf þeim lausan tauminn í skipulagsvinnu, í samræmi við þær kenningar sem þykja bestar þegar kemur að sjálfstýrðum teymum. Alla vega er það svo í minningunni. Ég reyndar vissi ekkert um slík teymi og kenningar á því sviði á þessum tíma, svo ég var ekki nægilega meðvitaður um hætturnar sem gætu skapast.

Ég vona að kennarinn minn hafi hins vegar ánægju og gleði af að lesa um það þegar ung og ábyrg stúlka kom að máli við mig á miðju landsmóti til að segja mér hvað væri framundan þá um kvöldið. Annars verð ég að segja að ég gat hlegið þegar ég skrifaði frásögnina og bar atburðarásina saman við kenningarnar nú meira en 5 árum síðar, en boy child, o, boy child, mér var ekki hlátur í huga þá.

Skírn

Í tíma í Pastor as Leader var ekki bara rætt um kosti og galla Facebook sem hjálpartækis í safnaðarstarfi, heldur var nokkuð rætt um skírnina og guðfræðileg álitamál sem upp kunna að koma. Á Íslandi hefði þessi umræða verið óþörf enda öllum spurningum svarað með lögum frá 27. júlí 1771.

… höfum Vér allramildilegast ákveðið … að foreldrarnir skuli vera sjálfráðir um það, eftir því sem heilsa barnsins og ástæður útheimta, bæði hvort þau láta skíra það heima, en prestur má eigi synja um það, ef hann er þess beðinn, og hvort þau síðan bera það í kirkju, ef það verður gert án þess að lífi barnsins eða heilbrigði sé stofnað í hættu; foreldrunum skal þó eigi vera skylt að gera það innan nokkurs tiltekins tíma …

Ég veit að einhverjum þykir prýði að konungstilskipunum um skírn og fermingu í lagasafninu, e.t.v. voru hæstaréttardómararnir að vísa til þeirra í dómi sínum gegn Ásatrúarfélaginu, en lög sem eru markleysa, enginn fer eftir og eiga ekki við í dag eru engum til gagns.

Að opna

Það er áhugavert að glíma við námið hér í BNA í samanburði við akademíuna í HÍ. Vissulega var ég yngri, en námsaðferðirnar eru að mörgu leiti gjörólíkar. Að einhverju leiti má skýra það með því að í HÍ var ég í grunnnámi en er í framhaldsnámi hér, en þó útskýrir það ekki allt. Lausnarorðið hér felst í Case-Studies. Ég er í sífellu að skrifa reynslusögur úr mínu lífi og tengja þær við kenningarnar sem ég les. Hvort sem það snýst um hvar einhver leggur bílnum sínum, hvernig er best að takast á við uppgjör reikninga eða hvaða stjórnunaraðferð er best að beita í fyrirtæki þegar skipt er um símanúmer, svo fáin dæmi liðina vikna séu tekin.

Þessi aðferð kallar líka á spennandi sjálfskoðun sem vonandi leiðir til þess að ég verði betri/heilbrigðari manneskja. Þessi leið reynslusagna hafnar því um leið að einhver ein rétt þekking sé til. Aðferðir/hugmyndir/kenningar eru einungis leiðir til að takast á við þann veruleika sem við erum stödd í hverju sinni.

Á hálum ís

Það er áhugavert hvernig sjálfskipaðir fræðimenn í koine-grísku hafa nýtt tækifærið til að koma visku sinni á framfæri síðustu sólarhringana. Það á sér í lagi við þá sem hafa sterkar skoðanir á þýðingu orðsins Arsenokoitoi og telja að hin eina rétta guðdómlega þýðing feli í sér fordæmingu samkynhneigðra. Continue reading Á hálum ís

Sérverkefni

Á hverju ári tek ég ákvörðun um að draga úr sérverkefnavinnu, sér í lagi á sviði umbrots og hönnunar, en á hverju ári segi ég samt já við fleiri verkefnum en e.t.v. ég ætti að gera. Ein af ástæðum já-anna er að þeir sem leita til mín eru oft að gera svo frábæra hluti að mér finnst gaman að fá að taka þátt. Þar eru Skyrgámur og Jól í skókassa auðvitað í sérflokki enda lít ég á þátttöku í þeim verkefnum sem framlag mitt til betri heims, en ekki er síður gaman að fá að setja mark á Landsmót kirkjunnar á Hvammstanga, skrifa greinargerðir um kirkjuleg málefni, hanna merki fyrir æskulýðsmót, taka þátt í vefmótun frjálsra félagasamtaka eða viðhalda útliti og sjá um hönnun fréttabréfs Grensássafnaðar.

Öll þessi verkefni gera mér mögulegt að hlera hvað er í gangi heima, um leið og ég get réttlætt fyrir sjálfum mér og konunni að ég þurfi að eiga MacBook og viðeigandi hugbúnað. Þegar ég fór að atast í svona verkefnum fyrir rúmum 10-12 árum, þá man ég að mörkin fyrir vsk-skyldan rekstur var í 180.000 krónum og ég reyndi að miða við að halda verkefnatekjum neðan þess ramma. Reyndar var ég um tíma með vsk-númer enda starfaði ég freelance í rúmt ár og verkefnatekjurnar þurftu að duga fyrir meiru en viðhaldi hug- og vélbúnaðar.

Upp á síðkastið hafa dottið inn nokkur verkefni sem eru spennandi eða gætu orðið það og því ákvað ég að fletta upp vsk-mörkunum fyrir einstaklinga. Það er af sem áður var. Nú eru vsk-mörkin orðin 500.000 krónur og ljóst að lítil hætta er á að ég ögri þeim að ráði verandi í námi í BNA.