Afkast ritgerðar

Þar sem ég sit og skrifa ritgerð í “Theology and Human Sexuality”, sé ég að á glósublaði sem ég hafði krotað á þegar ég var að undirbúa ritgerðina hef ég skrifað texta á íslensku. Þar sem ég mun ekki notast við hann í ritgerðinni, þá ætla ég að setja hann hér.

Orðsifjafræði er ekki verkefni KIRKJUNNAR. Ef hjónabandið er ekki sakramenti heldur fyrirbæn og blessunarathöfn á kirkjan ekki að vera að eyða tíma og púðri í að ræða merkingu orðsins hjón. Það skiptir einfaldlega ekki máli.

Sérfræðingur

Ég sá á heimasíðu Healthy Congregations að starfstitill minn er sérfræðingur. Það lítur ekki illa út á ferilskránni að hafa verið Project Specialist hjá Healthy Congregations.

Rétt er að taka fram að ég ber ekki ábyrgð á hljóðinu sem heyrist á heimasíðunni. Ég hef reynt að nota áhrif mín hjá fyrirtækinu til að fjarlægja hljóðvídusana, en var borinn ofurliði af jákvæðum viðbrögðum viðskiptavina.

Skólinn framundan – að finna fínu fötin

Í kvöld verður “orientation” fyrir MBA námið hérna í Capital University en ég verð í einum MBA-kúrsi í haust, sem ber heitið Organisational Behavior. Það þýðir að ég þarf að grafa upp skyrtur og snyrtileg föt, enda MBA nemarnir væntanlega mun fínni í tauinu en guðfræðinemar sem margir klæða sig eins og þeir séu nýkomnir úr sumarbúðum. Annars líður heil vika í viðbót þangað til tímar hefjast í MBA-náminu, og síðan ein vika til þar til Trinity-kúrsarnir hefjast. Námskeiðin í Trinity að þessu sinni eru í fjölbreyttari kantinum. Ég verð í kúrsi um leiðtogahlutverk í safnaðarstarfi, ég sit námskeið hjá James Childs um kynlífssiðfræði, tek kúrs um fermingarstörf og loks mun ég sitja námskeið í Nýja testamentisfræðum.
Þá verð ég í skrifstofuvinnu hjá Healthy Congregations, en þar er boðið upp á fræðsluefni byggt á hagnýtingu Family System Theory í safnaðaruppbyggingu.

(Upphaflega birt á hrafnar.net) 

Kenýa kallar

Heitasti staðurinn í janúar 2008, er án nokkurs vafa Kenýa. Reglulega berast mér fréttir af undibúningi fyrir ferðir þangað, ýmist frá Prestley United sem verður þar í keppnisferð 14.-30. janúar eða frá skólanum mínum sem býður upp á kúrs í Austur afrískri guðfræði dagana 4.-20. janúar.

Ég er reyndar ekki mjög fyrir heita staði og býð því spenntur eftir hvort Wartburg Seminary bjóði upp á Íslandskúrs í janúar 2008. Það væri aldrei að vita nema það gæti verið spennandi.

Veikindi

Það fara fljótlega að safnast upp vísar að bloggfærslum á skjáborðinu mínu, þannig bíða nú þegar punktar um Sköpunarsafnið og þar sem ég er búin að kaupa mér miða á Sicko í kvöld bætast væntanlega vísar að færslum um heilbrigðiskerfið við á morgun. Sér í lagi þar sem ég mun eyða næstu viku í að skrifa ritgerð í Bioethics, sem ber vinnuheitið “How to prioritize?” En samspil þess sem ég mun lesa og þess sem ég mun sjá í kvöld má ætla að kalli fram nokkur skrif hér. En ekki núna, væntanlega seinna!

Fyrra/fyrsta árinu lokið

Nú hef ég lokið fyrsta vetrinum mínum í Trinity Lutheran Seminary. Ég hef lokið 44,5 einingum af 84 og því 2,5 einingu á undan áætlun (leiðrétt). Ég mun reyndar bæta í nú í sumar en ég hyggst taka námskeið um Contemporary Issues in Bioethics og Educating for Global Mission, alls 5 einingar. Annars liggja ýmis verkefni fyrir næstu fjórar vikur, þangað til námskeiðið um Bioethics hefst. Helstu verkefnin eru:

  • Frágangur á efni fyrir kærleiksþjónustusvið Biskupsstofu, en skiladagur á efninu var settur í október 2006.
  • Uppsetning á hver veit hvaða útgáfu af Pétrísk-íslensku orðabókinni.
  • Skrif á greinargerð um mat á safnaðarstarfi.
  • Skutla Jennýju, Tómasi og Önnu til Baltimore, til að ná flugvél.
  • Sækja Tómas og Jennýju til Baltimore.
  • Útbúa herbergi fyrir Tómas, þannig að hann hafi sitt eigið herbergi.

Muslims in Europe – Called to be Neighbors

This text was originally written for a course in World Religion. It is pasted here if someone is interested. In my teacher’s remarks he pointed out that it is far from flawless, mostly due to my fragile English, and is uneven in quality at times. But I think it has some relevance anyway. Continue reading Muslims in Europe – Called to be Neighbors

Trinity Lutheran Seminary

Nú þegar ég á aðeins eftir tvo daga í skólanum þetta fyrsta misseri er ástæða til að velta fyrir sér hvað það er sem skiptir mig mestu máli við Trinity. Í umræðum við ágætan prófessor við skólann fyrir nokkrum dögum, fórum við að ræða um hvers vegna Trinity. Mér flugu í hug nokkrar ástæður, sem skipta mig og fjölskyldu mína máli. Continue reading Trinity Lutheran Seminary

Þakkargjörð

Í tíma hjá Dr. Dahill var umræða um kvöldmáltíðarsakramentið og kenningar einhvers um tengingu við sérstakt máltíðarsamfélag gyðinga. Í kjölfarið spruttu upp hugmyndir um útfærslu á samfélagi þar sem brauðið og vínið móta umgjörð um hefðbundna máltíð, sem hæfist á brotningu brauðsins og endaði á því að allir dreyptu á sameiginlegum bikar. Dr. Dahill virtist ekki jafnspennt yfir þessu og sumir aðrir, án þess að hún hafnaði hugmyndinni.
En kannski væri ástæða til að leggjast í Didache og útfæra þetta nánar. Síðan er bara að plata einhvern af ungu prestunum á Íslandi til að taka þátt í þessu í sumar. 🙂

Leikið við Guð

Í fjölskyldunámskeiðinu hérna í Trinity hefur nokkuð verið rætt um hugmyndafræði Godly play. En þeir byggja kennsluhugmyndir sínar á Montessori kennsluhugmyndum. Ég hef ekki kynnt mér málið sjálfur, en á http://www.godlyplay.org.uk/whatisgodlyplay.html er kynning á sumum hugmyndunum. Það sem greip mig er það sem kallað er “parable boxes”, en ég þarf að líta á þetta við tækifæri.

Vefsíður um Islam í Evrópu og reyndar fleira

Ég var spurður fyrir nokkrum dögum um heimildir og texta sem ég notaði í ritgerðinni minni um Islam í Vestur-Evrópu. Ég hyggst ekki birta efni úr henni eða heimildaskrá fyrr en að lokinni yfirferð kennarans, en hér eru hins vegar nokkrar vefsíður sem ég gluggaði í, meðan á vinnunni stóð. Sumar eru gagnlegar en aðrar minna. Continue reading Vefsíður um Islam í Evrópu og reyndar fleira

Tölvukennarinn minn missir vinnuna

Einn af minnistæðustum kennurum mínum í MR, kenndi mér tölvufræði í 4. bekk. Hann var í sjálfu sér litlu eldri en við, var nemandi í tölvunarfræði í HÍ og kenndi okkur pínulítið í Pascal forritun og ef ég man rétt DOS-bókina hans Davíðs Þorsteinssonar eðlisfræðikennara. Tölvuverið var svo sem ekki mikið til að hrópa húrra fyrir, málið var grænir skjáir og Word for Dos sem var reyndar hluti af kennsluefninu. Continue reading Tölvukennarinn minn missir vinnuna