Bingóbannið

Í kirkjusögutíma í morgun, vísaði Dr Huber til mismunandi skilnings katólikka og lútherana í BNA á bingói. Þannig rifjaði hann upp hvernig auglýsingar um bingó á kirkjuskiltum, fengu foreldra hans til að fussa og sveia yfir þessum bingóspilandi katólsku villutrúarmönnum. Ég að sjálfsögðu greip þetta á lofti og nefndi við hann bingóspilandi villutrúarmennina á Austurvelli og lofaði að leggjast í rannsóknarvinnu hvort bingó-ákvæði laganna um helgidagafrið ætti sér rætur í hatri á pápísku. Continue reading Bingóbannið

Trúaruppeldi

Það er áhugavert hvernig umræðan hér á annálnum mínum opnar áhugaverðar hliðar á námsbókunum sem ég hef á skrifborðinu. Þannig var áhugavert fyrir mig rétt í þessu að sjá hvernig kirkjan í BNA, “kristnasta landi heims” hefur fært allt helgihald af heimilunum og inn í Guðshúsið (e. the Godbox). Þannig er bænahald einungis reglulegur þáttur í heimilishaldi tæpra 9% hefðbundina mótmælenda, og tölurnar virðast svipaðar fyrir katólikka, kannski rétt aðeins hærri. Kirkjan hefur þannig orðið eini vettvangur trúarlífsins. Continue reading Trúaruppeldi

Ellimerki

Það var hálfkómískt i Helgisiðafræðum hér í Trinity Lutheran Seminary, hvernig besserwisser-fræðin höfðu mismunandi áhrif á fólk. Einhverjum fundust skilaboðin ekki nægilega sterk en öðrum þótti nóg um. Sér í lagi þótti mér skemmtilegt að síðari hópurinn var það fólk sem ég hef náð mestum tengslum við hér í náminu, og e.t.v. ekki undarlegt þar sem einhverjum varð á að tala um þau sem gítarglamrandi sumarbúðafólkið. Þannig er að í námi með mér er nokkur hópur af ungu fólki sem virðist eiga það sameiginlegt að hafa verið í sumarbúðastarfi lengi, vera lágkirkjulegt og fókusera á fræðslu og boðun. Þannig eru allir MALM-nemarnir í skólanum í hópi sumarbúðafólksins (nema ein eldri kona, sem er að mestu í fjarnámi) og eru flest að taka kúrs í Outdoor Ministry á þessu misseri. Kúrs sem var ekki í námskrá en þau fengu einn prófessorinn til að móta með sér. En nóg um það, ég samsama mig með þessum krökkum enda bakgrunnurinn svipaður og ég hélt að hugmyndir okkar um kirkjuna og helgihald væru ekki svo frábrugðnar, en stundum kemur innri maðurinn í ljós.

Eftir að hafa lesið póstinn minn í dag, sá ég mig tilneyddan til að gera alvarlega athugasemd við misnotkun á skrúðanum í íslensku þjóðkirkjunni, við verkefnastjóra helgisiðasviðs þjóðkirkjunnar, og biðja hann um að kanna málið. Ef sumarbúðaliðið í skólanum mínum vissi af því að ég sé að klaga vitlaust framkvæmt helgihald til helgisiðalöggu kirkjunnar þá yrði ég líklega grýttur eða alla vega kastað á varðeld.

Hvort það sé kennsla Dr. Dahill, vígsla mín sem djákni eða einfaldlega aldurinn sem hefur þessi áhrif á mig, er ekki gott að segja. Hins vegar er ljóst að ef ég held þessu áfram, endar með því að svartstakkarnir þurfa að vara sig. Kannski get ég orðið helgisiðaofurhetja – Halldór helgisiðahetja – eða kannski ekki.

The Saints-video

Það er alltaf gaman að setja sig inn í nýja hluti. Þetta gerði ég fyrir hópinn sem var með mér í New Orleans meðan ég var að dunda mér við að læra á iMovie. Ástæðan fyrir því að ég hendi þessu inn hér, er að Árni var að kenna mér á WP-kerfið og hvernig má setja inn myndskeið.

Lokið, en þó aldrei lokið

Í kvöld var lokahluti námskeiðsins um viðbrögð kirkjunnar við stóráföllum. Við sem vorum í New Orleans stóðum að fjáröflunarkvöldverði í Trinity Lutheran Seminary, þar sem við fluttum stutt erindi, sýndum myndir og stóðum að uppboði. Rúmlega 130 manns mættu og borðuðu spagettí, með kjötbollum og sósu. Alls söfnuðust $3249 til styrktar Lutheran Disaster Response og $1627 sem renna til safnaða á svæðinu. Stuðningsaðilar málsverðarins voru m.a. Bexley Monk, Cosí, Panera og Kroger. Nú er þessum hluta lífsins formlega lokið, en reynslan hefur breytt mér mikið.

Að mæta Jesú – Meeting Jesus

Ég var rétt í þessu að ljúka við fyrstu drög að kennslustund sem ég mun nota í Christ Lutheran, sunnudaginn 3. febrúar. Hún er núna í yfirlestri hjá kennaranum mínum í Ministry of Educating. Þetta er þriðja stundin af þremur í kennsluröð en hinar tvær voru sóttar í Æskulýðsefni þjóðkirkjunnar 2001-2002 og staðfærðar að aðstæðum hér í BNA. Áhugasömum til gagns og yndisauka þá er stundin hér, á ensku:
Continue reading Að mæta Jesú – Meeting Jesus

Glósukrot

Ég var að taka til í glósunum mínum, nokkrar setningar á annars óskiljanlegu krotblaði, líklega úr nokkrum ólíkum kúrsum.

  • Heresies are luxury of a bored church.
  • Skoða tengsl Nestorianisma og kristinna í Kúrdistan samtímans.
  • Word of God í skilningi Luthers er fjórþættur a.m.k. Logos, Message about Jesus, Kerygma of Jesus og The Holy Scriptures. Hvernig við nálgumst þessa þætti og forgangsröðum þeim hefur áhrif á the Authority of the Bible.

Já, ekki yngist maður

Ég er að skrifa pappír í Ministry in Worship, þar sem ég geri grein fyrir aðkomu minni að trúarlegu helgihaldi. Ég að sjálfsögðu lít á barnamessurnar í Laugarneskirkju, þegar Jesús í rauða sloppnum gnæfði yfir altarinu. Ég geri grein fyrir uppbyggingu KFUM/KFUK og síðar KSS funda sem helgihalds með ofuráherslu á orðið og orðið eitt. Hins vegar var mest sjokkerandi vangaveltan um hlutverk bænastunda í kapellunni í Vatnaskógi, en þar kemur fram að ég fór í fyrsta skipti í flokk í Vatnaskógi fyrir 26 árum. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri svona gamall. Það sem verra er, ég gæti séð fram á möguleika á að koma kannski til Íslands í sumar í 10 daga, og það fyrsta sem ég hugsaði um var hvort það passaði við flokkaskrána í Skóginum.

Besserwisser

Ég er um þessar mundir í Ministry of Worship og þarf að lesa mikið magn fræðigreina og bóka á sviði helgihalds. Af þeim sökum hefur hugtakið “besserwisser” verið ofarlega í huga mínum. Það er hins vegar gaman að segja frá því að hugtakið er ekki enskt og því lítið gagn í að nota það í samræðum hér, til að útskýra afstöðu mína. Það hef ég nú fengið að reyna.

Tvíhyggja: til minnis og skoðunar

Í vangaveltum um tvíhyggju hér á vefnum fyrir nokkrum mánuðum gerði ég mig sekan um naivisma, svo sem ekki í fyrsta sinn. Aðgreining í “objectivan” og mælanlegan veruleika annars vegar og ómælanlegan fullkomlega afstæðan hins vegar, t.d. tilfinningar, viðhorf og mat (e. evaluation) er að sjálfsögðu ekkert annað en birtingarmynd tvíhyggjunnar í hugmyndum Descartes. Þegar kemur að veruleikanum, einstaklingunum, aðstæðunum, kemur síðan glögglega í ljós að svona hugmyndir eru marklausar, nema sem hluti af þörf mannsins til flokkunar og greiningar.

Skókassajól í New Orleans

Síðasta sólarhringinn okkar í New Orleans, gafst tækifæri til að hjálpa Peace Lutheran Church í Slidell við að koma út jólapökkum, sem hafa streymt þangað í skókössum síðustu vikur. En kassarnir koma frá kirkjum vítt og breitt í Bandaríkjunum sem hafa það sem hefð að útbúa jólagjafir handa börnum sem búa við erfiðar aðstæður og hefðu að öðrum kosti ekki tækifæri til að fá gjafir þessi jól. Við tókum skókassana til Common Ground Relief í Lower Ninth Ward, en á því svæði var fátæktin hvað mest fyrir Katrínu og ástandið er síst skárra í dag. Þar var kössunum, fatapokum og þrifefnum fagnað mjög, og vonandi að þeim gangi vel að deila út pökkunum til skjólstæðinga sinna.

Hope

All who believed were together and had all things in common; they would sell their possessions and goods and distribute the proceeds to all, as any had need. Day by day, as they spent much time together in the temple, they broke bread at home and ate their food with glad and generous hearts, praising God and having the goodwill of all the people. And day by day the Lord added to their number those who were being saved. (Acts 2) Continue reading Hope

Hann kom (og fór)

Hún er hvít, miðaldra lögfræðingur í góðu starfi. Hún slapp úr húsinu sínu, á sundi, vatn upp í handarkrika. Vegna sjúkdóms gat hún ekki keyrt burtu. Á laugardeginum þegar hún áttaði sig á umfangi veðursins, byrjaði að hringja í kunningja til að snapa sér far. Það tókst ekki. Hún hélt til heima hjá sér en áttaði sig á því á þriðjudagsmorgni snemma, deginum eftir storminn sjálfan, að vatnið var byrjað að hækka ískyggilega. Continue reading Hann kom (og fór)

Shit!

Þau voru búin að vera par í 3-4 ár, keyptu sér hús í byrjun árs 2005. Gerðu það upp, settu barborð í stofuna á móti arninum, endurgerðu timbrið í kringum hurðir, settu nýja útidyrahurð, nýtt teppi í stofuna. Einbýlishúsið þeirra í hverfinu þar sem hann ólst upp var geggjað. Reyndar ekki sundlaug í garðinum eins og hjá nágrannanum, en samt. Þrjú svefnherbergi, einfaldur bílskúr, flott sjónvarp. Continue reading Shit!