Lokið, en þó aldrei lokið

Í kvöld var lokahluti námskeiðsins um viðbrögð kirkjunnar við stóráföllum. Við sem vorum í New Orleans stóðum að fjáröflunarkvöldverði í Trinity Lutheran Seminary, þar sem við fluttum stutt erindi, sýndum myndir og stóðum að uppboði. Rúmlega 130 manns mættu og borðuðu spagettí, með kjötbollum og sósu. Alls söfnuðust $3249 til styrktar Lutheran Disaster Response og $1627 sem renna til safnaða á svæðinu. Stuðningsaðilar málsverðarins voru m.a. Bexley Monk, Cosí, Panera og Kroger. Nú er þessum hluta lífsins formlega lokið, en reynslan hefur breytt mér mikið.