Sitt eigið

Ég hef undanfarna mánuði notað lítillega sértækan rss-lesara sem ég setti upp á “eigin server” og þannig fylgst með uppfærslum hjá fjölda miðla og bloggara á internetinu. En í stíl við yfirfærslu annála af hinu hreint ágæta kerfi Örvars yfir á WordPress MU, ákvað ég að leggja eigin kerfi, sameina enska bloggið mitt (sem var fremur smátt í sniðum) við annálinn minn og taka upp Google Reader til að vakta náungann.

One thought on “Sitt eigið”

  1. Ég hef notað Google Reader í slíka vöktun lengi, það kerfi hefur batnað mjög mikið upp á síðkastið og mér finnst það virka ótrúlega vel. Hef sannast sagna ekki fundið mikið betri rss-veitulesara. Ekki spillir fyrir sá möguleiki að halda úti tenglabloggi með einföldum hætti (shift+s þegar þú lest færslu) 🙂

Comments are closed.