Bingóbannið

Í kirkjusögutíma í morgun, vísaði Dr Huber til mismunandi skilnings katólikka og lútherana í BNA á bingói. Þannig rifjaði hann upp hvernig auglýsingar um bingó á kirkjuskiltum, fengu foreldra hans til að fussa og sveia yfir þessum bingóspilandi katólsku villutrúarmönnum. Ég að sjálfsögðu greip þetta á lofti og nefndi við hann bingóspilandi villutrúarmennina á Austurvelli og lofaði að leggjast í rannsóknarvinnu hvort bingó-ákvæði laganna um helgidagafrið ætti sér rætur í hatri á pápísku.
Ég fór af stað af alkunnri atorku og skoðaði lögin frá 1997 (10 ára gömul löggjöf), sá að þau áttu rætur sínar í annarri eldri frá 1926 og var því komin á sporið. Hvenær skyldi bingó-ið hafa komð til sögunnar sem djöfullegt athæfi. Forvitni mín var vakin. Eftir smá erfiðleika, fann ég lögin frá 1926, las í gegnum ítarlegar útskýringar um hvernig og hvenær mætti afferma skip, en EKKERT bingó. Þar sem ég er ekki mjög áhugasamur fræðimaður, þá læt ég gott heita. Niðurstaða mín er því sú, bingóbannið á föstudeginum langa er viðbót við helgidagafriðinn. Sett inn í lögin 1997, án nokkurrar umræðu, en með vísun til þess að um fjárhættuspil sé að ræða. Hugmyndir mínar um árásir á pápískt atferli voru algjörlega skotnar í kaf. Kenning mín reyndist röng.

One thought on “Bingóbannið”

  1. En skemmtileg engu að síður og gaman að geta þess að ég googlaði síðu með sögunni á bak við bingóið, hvernig það varð til og velgengni sína á það meðal annars ( samkvæmt þeirri heimild ) kirkju nokkurri að þakka sem fjármagnaði viðgerðir sínar með því að bjóða upp á bingó!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.