Græjufærsla

Eftir að skjárinn á fartölvunni minni brotnaði um áramótin, hefur legið ljóst fyrir að ég þyrfti fyrr eða síðar að fjárfesta í nýju tæki. Ég ákvað að hinkra eftir Hlébarðastýrikerfinu, enda var það væntanlegt með vorinu. Nú þegar það er ljóst að hlébarðinn sefur fram á haust var eiginlega ekki eftir neinu að bíða. Apple-búðarstarfsmaðurinn í Easton benti mér á að það væri $175 ódýrara að panta vélina á netinu og því gerði ég það á mánudaginn. Eftir vandamál með VISAkort (þeir samþykkja ekki erlend kort), var vélin send frá Shanghai, í gegnum Alaska og kom með Fedex sendinum hingað heim um kl. 10 í morgun. Ég er búin að færa öll gögn og uppsetningar úr gömlu vélinni og allt er eins og það á að vera.
Nýja tölvan mín er hvít, eins og sú gamla en með minni skjá og 2GB í innra minni.

6 thoughts on “Græjufærsla”

  1. Segir mér ósköp lítið. 1,83 eða 2 gígariða örgjörvi, 60 Gb til 200Gb hd., kombó- eða súperdrif. Það að þú pungaðir út fyrir 2 Gb í minni þegar 1Gb er nóg fyrir flesta fær mig til að velta því fyrir mér hvað þú hafir fengið þér meira (sérstaklega þar sem þú nýtur lægri verðlagningar þarna úti).

    Reyndar kemur í raun ekki einu sinni fram að þú hafir fengið þér macbook — bókstaflega mætti lesa færsluna sem þú hafir keypt þér refurbished 12″ ibook 😉

    Bara 2Gb er ekki nóg “klám” svo færslan fái titilinn “Græjufærsla”.

    Ps. mátt gjarnan fyglja þessari færslu eftir með annarri um hvernig þér líkar við gripinn. Hef verið að velta fyrir mér svipuðum kaupum. Einkum núna eftir að skjákortið á mini-inum mínum (1,4Ghz/G4/1GB/80GB/súper) hætti að virka í gær í framhaldi af því að rafmagninu sló út.

    Pps. Þessi athugasemd eru rituð á lánaðri ibook (800Mhz/G3/384Mb/28GB/kombó) :p

  2. Ég gefst upp. Þetta er 2Ghz MacBook-vél með 80mb diski, 2Gb í minni og SuperDrive. Þetta er miðjuvélin og það eina sem ég gerði var að uppfæra minnið í 2Gb. Harður diskur er alltaf of lítill hvort eð er og ég er með netdisk í kjallaranum til að geyma eldri gögn/afrita líka á CD – í framtíðinni á DVD. Þannig er ég bara með það sem þarf á vélinni sjálfri.

  3. Eg er ánægður með vélina ennþá, skjárinn er lítill, en það þýðir að hún er nett í tösku og tekur ekki í þegar ég labba í skólann. Ég hef notað Apple vélar síðan í kennaraverkfallinu 1984 eða 1985. Fyrsta vélin var Apple IIe með 128kb í stað 64kb í minni. Þannig að ég hef alltaf haft þörf fyrir að mikið innraminni, þó stundum hafi ég ekki haft efni á því. Þessi vél er fimmta Apple-tölvan sem ég hef einkaafnot af. Apple IIe, var sú fyrsta, síðan var ég með Mac 7500i eða eitthvað svoleiðis sem heimatölvu frá vinnu sem ég hafði, seinna keypti ég mér Appelsínugula iBook, ég var með 1,2, 14″ iBook G4 og nú þesssi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.