Já, ekki yngist maður

Ég er að skrifa pappír í Ministry in Worship, þar sem ég geri grein fyrir aðkomu minni að trúarlegu helgihaldi. Ég að sjálfsögðu lít á barnamessurnar í Laugarneskirkju, þegar Jesús í rauða sloppnum gnæfði yfir altarinu. Ég geri grein fyrir uppbyggingu KFUM/KFUK og síðar KSS funda sem helgihalds með ofuráherslu á orðið og orðið eitt. Hins vegar var mest sjokkerandi vangaveltan um hlutverk bænastunda í kapellunni í Vatnaskógi, en þar kemur fram að ég fór í fyrsta skipti í flokk í Vatnaskógi fyrir 26 árum. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri svona gamall. Það sem verra er, ég gæti séð fram á möguleika á að koma kannski til Íslands í sumar í 10 daga, og það fyrsta sem ég hugsaði um var hvort það passaði við flokkaskrána í Skóginum.

2 thoughts on “Já, ekki yngist maður”

  1. Frábært að fá tækifæri til að líta yfir farinn veg, þvílíkur reynslubrunnur að hafa tengst barna- og unglingastarfi í svona langan tíma. Hjó eftir því að í fyrstu setningunni skrifar þú ,,trúarlegu helgihaldi” – og ég spyr: er gerður greinarmunur á tegundum helgihalds í náminu hjá þér þar sem trúarlegt helgihald er einn liður, hverjir eru hinir? Kveðja úr kafaldsbyl norðan heiða.

  2. Ég sá líka að ég hafði notað þetta hugtak “trúarlegt helgihald” þegar ég las þetta yfir í gær. Hér í skólanum er ekki mikil áhersla á trúarlífsfélagsfræði, þannig að það er einvörðungu fjallað hér um “worship” í tengslum við trúarlegt athæfi. Hins vegar útiloka ég persónulega ekki annars konar helgihald og ákvað því að láta orðin standa.

Comments are closed.