Fjölbreytt verkefni

Það er nóg að gera þessa dagana.

  • <LOKIÐ>Gerð kennsluplana þriggja samvera.</LOKIÐ>
  • Kennsla í þremur kennslustundum hjá High School nemum í Christ Lutheran Church.
  • <LOKIÐ>Æfingakennsla fyrir fullorðna um 1Kor 12 í kennslustund.</LOKIÐ>
  • <LOKIÐ>Ritgerð um reynslu mína af helgihaldi með hliðsjón af lesefni námskeiðsins Ministry of Worship.</LOKIÐ>
  • <LOKIÐ>Stutt úttekt á lútherskum skírnarskilningi.</LOKIÐ>
  • <LOKIÐ>Stutt úttekt um skilning Ted Peters og Carl Braaten á kennivaldi Biblíunnar og hvernig hægt er að kenna nálgun þeirra í safnaðarstarfi.</LOKIÐ>
  • <LOKIÐ>Ritgerð um skilning minn á hlutverki guðfræðinnar í samtíma sem litast af póst-módernískri heimssýn, þar sem ég leitast við að útskýra minn útgangspunkt í guðfræði sérstaklega í ljósi skrifa áðurnefnds Ted Peters.</LOKIÐ>
  • <LOKIÐ>Stutt greinargerð um tákn, myndir og líkingar í Hvítasunnutextum, textaraðar C í ELW, nýju handbók ELCA.</LOKIÐ>
  • <LOKIÐ>Gerð kynningarefnis fyrir helgihald í Trinity Lutheran Seminary 29. janúar – 1. febrúar.</LOKIÐ>
  • <LOKIÐ>Þátttaka og stjórnun í ofangreindu helgihaldi.</LOKIÐ>
  • Gerð kynningarefnis og ljósmyndasýningar fyrir fjáröflunarkvöldverð “ReNew Orleans”.
  • 3ja mínútna fyrirlestur um “Coping” í ljósi stórhamfara, til flutnings á fjáröflunarkvöldverðinum.

Og þetta eru bara stóru verkefnin sem þarf að skila inn frá fimmtudeginum síðasta og út janúar.

<SENT>E.s. Ég gleymdi að setja hér inn frágang á Kærleiksþjónustubókinni. Hún þarf að fara í yfirlit á fimmtudaginn. Gaman að því.</SENT>