Luther-project

Í dag fékk ég til baka verkefni í grunnnámskeiði í Kirkjusögu II við Trinity Lutheran Seminary. Verkefnið fólst í því að kynna líf og starf Luther á aðgengilegan máta fyrir einhverja. Ekki alveg “akademískt” rannsóknarverkefni, en samt sem áður mikilvægt. Samnemendur mínir nálguðust verkefnið á margvíslegan hátt. Einn hannaði “Double Jeopardy” spurningaleik um líf Lúthers, fjölmargir skrifuðu thematískar prédikanir, einhverjir hönnuðu námsefni eða kennsluáætlanir. Einn nemandi útbjó risastórt listaverk á maskínupappír, á síðasta misseri heyrði ég af einum sem útbjó litabók. En hvað um það. Mín nálgun að verkefninu fólst í gerð vefsíðu, þar sem eru birtar stuttar frásagnir af lífshlaupi Lúthers, helstu ritum og guðfræðihugmyndum. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég vanmat tímaþáttinn, þannig að útlistun á lífshlaupi Lúthers varð fremur snubbótt í lokin. En hvað um það verkefnið er að mínu viti áhugavert og einhvern tímann mun ég kannski halda áfram með það.

Hægt er að sjá síðuna á: www.ispeculate.net/luther

E.s. Kennarinn minn gerði reyndar ýmsar athugasemdir um málfar, málfræði og stafsetningarvillur en hugmyndin er góð.

One thought on “Luther-project”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.