Afram heldur þetta stef um að ástæða þess að Guð velji pláguleiðina gegn Faraó, sé einhvers konar „Publicity Stunt.“ Continue reading 2. Mósebók 10. kafli
Tag: injustice
2. Mósebók 9. kafli
Barátta Faraó og Móse heldur áfram. Móse hótar frekari eymd af hendi YHWH ef faraó gefur ekki eftir Ísraelsþjóðina. Textinn byggir á endurtekningum, með tilbrigðum. Continue reading 2. Mósebók 9. kafli
2. Mósebók 8. kafli
Það er enda svo að fúla vatnið og froskarnir eru töfrabrögð sem spáprestar Egyptalands eru sagðir geta framkvæmt ekki síður en YHWH gerir fyrir hönd Ísraelsmannanna tveggja. Samt sem áður lofar Faraó þeim bræðrum að ef þeir fjarlægi froskana, fái Ísraelsmenn fararleyfi, en jafnskjótt og froskarnir drepast eru gleymir Faraó loforði sínu.
2. Mósebók 7. kafli
Faraó er Guð, svo krafan um að Ísraelsþjóðin eigi fyrst og fremst að lúta YHWH og fylgja fulltrúa YHWH, Móse verður augljóslega hafnað. Ef til vill má horfa á þetta líkt og Spielberg gerði, sem baráttu tveggja manna sem ólust upp í konungshöllinni og báðir gera kröfu um guðlega stöðu. Continue reading 2. Mósebók 7. kafli
2. Mósebók 5. kafli
Réttindabarátta Móse og Arons virðist ekki bera mikinn árangur. Afleiðingar þess að þeir bræður óska eftir réttindum til handa Ísraelsmönnum er mætt af fullkomnu tillitsleysi. Faraó kannast ekki við YHWH og sér enga sérstaka ástæðu til að taka tillit til guðs sem er honum ókunnur. Continue reading 2. Mósebók 5. kafli
2. Mósebók 2. kafli
Sagan af drengnum sem var haldið leyndum í þrjá mánuði, áður en móðirin lagði hann í sefkörfu út í fljótið, sagan um Móse, er vel þekkt. Við þekkjum líka myndirnar af Miriam systur hans sem hleypur niður með ánni og fylgist með hvernig karfan vaggar fallega í ánni, nú eða kastast til og frá og er næstum étin af krókódílum. Útfærslurnar eru nokkrar.
2. Mósebók 1. kafli
Hræðslan við hina er ekki ný. Hina sem kannski stela á endanum landinu okkar. Árlega er skrifað um endalok hvítra Bandaríkja, nú eða fjallað um spár um mannfjöldaþróun sem benda til þess að hinir verði bráðum fleiri en við. Markmiðið er ekki alltaf neikvætt með slíkum fréttaflutningi, en rasíski undirtóninn er óumflýjanlegur. Continue reading 2. Mósebók 1. kafli
Esterarbók 10. kafli
Sögunni um Ester lýkur á lofræðu um Mordekaí, því við þurfum að muna að það sem mestu skiptir og allt miðast við er frami og virðing sem karlmenn hljóta. 🙂
Esterarbók 5. kafli
Ester er greinilega glæsileg kona, því þegar konungur sér hana gefur hann henni merki um að koma. Einfeldni konungs er tvítekin þar sem hann, uppnuminn af fegurð drottningar sinnar segist myndi veita henni hálft konungsríkið, ef hún bara bæði um það. Continue reading Esterarbók 5. kafli
Esterarbók 4. kafli
Viðbrögð Mordekaí við tilskipuninni voru viðbrögð iðrunar og afturhvarfs, ekki þó sjálfum sér til handa heldur borginni eða öllu heldur ríkinu. Á sama hátt brugðust aðrir gyðingar í ríkinu við. Continue reading Esterarbók 4. kafli
Esterarbók 3. kafli
Ester kemur upp um tilræði við Xerxes, svo að sjálfsögðu fær Haman, sonur Hamdata stöðuhækkun. Það segir sig eiginlega alveg sjálft, eða… Continue reading Esterarbók 3. kafli
Esterarbók 2. kafli
Lausnin á vanda Xerxesar er að leita að ungum og fögrum meyjum. Hlutverk drottningar Xerxesar er að þegja, hlýða og vera sæt. Ein þeirra sem er kölluð til konungshallarinnar er Hadassa, munaðarlaus stúlka af gyðingaættum sem bjó hjá frænda sínum Mordekaí, en þau eru sögð tvímenningar. Continue reading Esterarbók 2. kafli
Esterarbók 1. kafli
Þær eru ekki sparaðar lýsingarnar á veisluhöldum Xerxes konungs, fyrir karlmenn í borginni Súsa. Þar er allt til alls og öllum boðið að drekka að vild. Vínið var í sérhönnuðum gullbikurum, þar sem engir tveir voru eins. Það eina sem vantar í frásögnina er að gestir hafi borðað gullflögur. Þetta byrjar sem frásaga af fráleitum munaði og firringu. En um leið kallast hún á við Íslendingasögur í upphafi 21. aldar, og þær voru víst sannar. Continue reading Esterarbók 1. kafli
Jónas 4. kafli
Það eru margar Biblíusögur sem kalla á ranga túlkun, vegna þess að innihald þeirra pirrar okkur. Ein af þessum sögum er í Matteusarguðspjalli 20.1-16. Réttlæti Guðs getur nefnilega virkað sem óréttlæti. Það er upplifun Jónasar hér. Continue reading Jónas 4. kafli
Jónas 2. kafli
Eg man þegar mér var í fyrsta sinn bent á að hvalurinn sem gleypti Jónas væri ekki í sögunni, enda hefði Jónas verið gleyptur af risafisk og allir vita sem er að hvalir eru ekki fiskar. Þá var því og haldið fram að ástæða þessa ruglings væri að Gosi (e. Pinocchio) úr sögu Carlo Collodi hefði verið gleyptur af hval og þessar sögur hefðu runnið saman. Continue reading Jónas 2. kafli
Hebreabréfið 13. kafli
Drottinn er minn hjálpari,
eigi mun ég óttast.
Hvað geta mennirnir gert mér?
Enn er komið inn á mögulegar ofsóknir og erfiðleika koma fram í lokakaflanum á bréfinu. Continue reading Hebreabréfið 13. kafli
Hebreabréfið 12. kafli
Túlkun mín á frásögunni um Jakob og Esaú í 27. kafla 1. Mósebókar er öðruvísi en höfunda(r) Hebreabréfsins. Að mati höfunda(r) var það skammsýni Esaú sem svipti hann frumburðarréttinum.
Unemployment
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=pLmmJxr41gM]
UNEMPLOYED er heimildamynd eftir Önnu Halldórsdóttur og Claire Zhu.
UNEMPLOYED is a documentary by Anna Halldorsdottir and Claire Zhu.
Hebreabréfið 6. kafli
Enda er bréfið ekki „byrjendafræðsla“ heldur fyrir lengra komna. Það er ekki fyrir hvern sem er að vera hluti af hópnum og þeir sem einu sinni falla frá eiga ekki mikinn séns. Það
er ógerlegt að láta þá snúa við og iðrast. Continue reading Hebreabréfið 6. kafli
Hebreabréfið 4. kafli
Ef við höfnum orðunum sem okkur eru boðuð, þá missum við af hvíldinni sem felst í fagnaðarerindinu. Ef aðeins Hebrear hefðu fylgt Guði á göngunni inn í fyrirheitna landið, ef lögmálinu hefði verið fylgt, hefði ekki þurft annan dag. Continue reading Hebreabréfið 4. kafli