2. Mósebók 8. kafli

Það er enda svo að fúla vatnið og froskarnir eru töfrabrögð sem spáprestar Egyptalands eru sagðir geta framkvæmt ekki síður en YHWH gerir fyrir hönd Ísraelsmannanna tveggja. Samt sem áður lofar Faraó þeim bræðrum að ef þeir fjarlægi froskana, fái Ísraelsmenn fararleyfi, en jafnskjótt og froskarnir drepast eru gleymir Faraó loforði sínu.

Continue reading 2. Mósebók 8. kafli

2. Mósebók 7. kafli

Faraó er Guð, svo krafan um að Ísraelsþjóðin eigi fyrst og fremst að lúta YHWH og fylgja fulltrúa YHWH, Móse verður augljóslega hafnað. Ef til vill má horfa á þetta líkt og Spielberg gerði, sem baráttu tveggja manna sem ólust upp í konungshöllinni og báðir gera kröfu um guðlega stöðu.  Continue reading 2. Mósebók 7. kafli

2. Mósebók 5. kafli

Réttindabarátta Móse og Arons virðist ekki bera mikinn árangur. Afleiðingar þess að þeir bræður óska eftir réttindum til handa Ísraelsmönnum er mætt af fullkomnu tillitsleysi. Faraó kannast ekki við YHWH og sér enga sérstaka ástæðu til að taka tillit til guðs sem er honum ókunnur. Continue reading 2. Mósebók 5. kafli

2. Mósebók 2. kafli

Sagan af drengnum sem var haldið leyndum í þrjá mánuði, áður en móðirin lagði hann í sefkörfu út í fljótið, sagan um Móse, er vel þekkt. Við þekkjum líka myndirnar af Miriam systur hans sem hleypur niður með ánni og fylgist með hvernig karfan vaggar fallega í ánni, nú eða kastast til og frá og er næstum étin af krókódílum. Útfærslurnar eru nokkrar.

Continue reading 2. Mósebók 2. kafli

2. Mósebók 1. kafli

Hræðslan við hina er ekki ný. Hina sem kannski stela á endanum landinu okkar. Árlega er skrifað um endalok hvítra Bandaríkja, nú eða fjallað um spár um mannfjöldaþróun sem benda til þess að hinir verði bráðum fleiri en við. Markmiðið er ekki alltaf neikvætt með slíkum fréttaflutningi, en rasíski undirtóninn er óumflýjanlegur. Continue reading 2. Mósebók 1. kafli

Esterarbók 1. kafli

Þær eru ekki sparaðar lýsingarnar á veisluhöldum Xerxes konungs, fyrir karlmenn í borginni Súsa. Þar er allt til alls og öllum boðið að drekka að vild. Vínið var í sérhönnuðum gullbikurum, þar sem engir tveir voru eins. Það eina sem vantar í frásögnina er að gestir hafi borðað gullflögur. Þetta byrjar sem frásaga af fráleitum munaði og firringu. En um leið kallast hún á við Íslendingasögur í upphafi 21. aldar, og þær voru víst sannar. Continue reading Esterarbók 1. kafli

Jónas 2. kafli

Eg man þegar mér var í fyrsta sinn bent á að hvalurinn sem gleypti Jónas væri ekki í sögunni, enda hefði Jónas verið gleyptur af risafisk og allir vita sem er að hvalir eru ekki fiskar. Þá var því og haldið fram að ástæða þessa ruglings væri að Gosi (e. Pinocchio) úr sögu Carlo Collodi hefði verið gleyptur af hval og þessar sögur hefðu runnið saman. Continue reading Jónas 2. kafli