Jeremía 9. kafli

Upplifun Jeremía er af samfélagi vantrausts, lyga og blekkinga. Sannleikurinn hefur orðið eiginhagsmunum að bráð. Ekki er hægt að treysta bræðrum, vinir hafa gerst rógberar. Jeremía sér kúgun og svik gegnsýra samfélagið sem hann tilheyrir. Hrunið er yfirvofandi, óumflýjanlegt og væl þeirra sem sviku, prettuðu og lugu í kjölfar hrunsins er jafn fyrirsjáanlegt. Af hverju ég, spyrjum við, eftir að hafa kallað yfir okkur hremmingarnar.

Hinn vitri hrósi sér ekki af visku sinni, hinn sterki hrósi sér ekki af afli sínu og og hinn ríki hrósi sér ekki af af auði sínum. Nei, sá sem vill hrósa sér hrósi sér af því að hann sé hygginn og þekki mig.

Því að ég Drottinn, iðka miskunnsemi, rétt og réttlæti á jörðinni, á því hef ég velþóknun, segir Drottinn.

Það að þekkja Guð í huga Jeremía er að láta sjálfsmynd sína skína af miskunnsemi, rétti og réttlæti.

Jeremía 8. kafli

Konungsríkið, hús Davíðs, sem átti að ríkja um aldir eins og stendur í 2Sam 7, á sér ekki mikla framtíð í spádómi Jeremía. Þjóðinni er ómögulegt að horfast í augu við gjörðir sínar, iðrunin er enginn, blygðunin er engin. Sjálfhverfan og sjálfseyðileggingarhvötin ræður ríkjum. Getuleysið er algjört þegar kemur að því að laga það sem hefur misfarist.

Guð grætur þjóð sína sem lætur ekki segjast.

Okurlánaviðskipti Múla

Þær eru trendí auglýsingarnar hjá Múla þessa dagana. Þeir bjóða lán til þeirra sem eru í klemmu og fyrsta 10 daga lánið er vaxtalaust. Ef ég geng út frá 10.000 króna láni í 10 daga reynist reyndar lánstökukostnaðurinn 4,5% sem reiknast sem 490% kostnaður á ársgrundvelli. Ef við hins vegar ákvæðum/þyrftum að framlengja lánið um 30 daga, þá myndu 10.450 krónurnar sem við skuldum eftir dagana 10, fyrst byrja að kosta okkur. Miðað við upplýsingar sem ég tók saman á vefsíðu Múla má reikna út að vextirnir af upphæðinni ásamt kostnaði yrði 3.404% á ársgrundvelli.* Continue reading Okurlánaviðskipti Múla

Jeremía 6. kafli

Engin(n) vill hlusta. “Þeir skopast að orði Drottins, þeim fellur það ekki í geð.” Loforðin um betri tíð, þegar engin framtíð liggur fyrir. Skjótur gróði er markmið þeirra sem segjast hafa lausnir, hegðunin er viðurstyggileg samkvæmt Jeremía, en loforðaspámennirnir hafa enga blygðunarkennd.

Hamingja samfélagsins skiptir engu, hvíld, sátt og friður skipta engu fyrir þá sem vilja hagnast. Engin spyr um “gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin.” Ógæfan er afleiðing hugarfarsins, hrunið er óumflýjanlegt.

Jeremía 4. kafli

Uppgjör, ákall til að snúa frá villu vega, ákall um að endurvekja traustið á Dorttin. Jeremía kallar landa sína til að opna sig gagnvart Guði, koma fram fyrir Drottin án feluleiks. Framundan er innrás, auðn og eyðilegging. Vanmátturinn að horfast í augu við sjálfan sig, ganga inn í eigin sjálfhverfu, illsku og eigingirni gerir okkur bitur og leiðir til þess að við gerum illt.

En mitt í aðkomandi eyðileggingu, klæðist sjálfumhverft fólkið skarlati, skreytir sig með gulli og faðrar augun, láta sem ekkert sé fyrr en það er of seint.

Ferðasaga dagsins

Ég sem sé var að koma til landsins rétt í þessu eftir að hafa átt góðar stundir með fjölskyldunni í Norður Karólínufylki. En alla vega.

Ég mætti á flugvöllinn í Raleigh rúmlega 12:00 á hádegi að staðartíma og til að “check-a” mig inn. Ég gerði reyndar tilraun til þess á netinu daginn áður en fékk villumeldingu um að hringja í US Airways sem ég og gerði. Þeir sögðu mér að tala við Icelandair og ég hringdi þangað líka. Þar var mér sagt að hætta þessari vitleysu, það væri lang auðveldast að bóka sig inn á flugvellinum.

US Airways er með sjálfvirkar bókunarvélar og þar fékk ég villumeldingu. Ég fór því að þjónustuborði og eftir að afgreiðslukonan hafði reynt hitt og þetta til að bóka mig komst hún að niðurstöðu. Icelandair hafði einfaldlega ekki gengið endanlega frá bókuninni minni og flugmiðinn minn væri ekki til. Konan hringdi því næst í einhvern þjónustufulltrúa US Airways, sem hringdi í Icelandair á Íslandi, en þar var búið að loka. Þá var mér einfaldlega tilkynnt að ef ekki næðist í Icelandair, þá væri ekkert hægt að gera. Ég benti þeim á það væri söluskrifstofa í BNA og ég hefði einhvern tíma fundið símanúmerið þeirra á icelandair.us í stað .is. Það tókst fyrir rest og eftir að starfsmaður Icelandair hafði loksins ýtt á “confirm” á skjánum sínum, gekk þetta í gegn eftir rúmar 30 mínútur. Þegar ég var að fara í gegnum öryggishliðið kom síðan tölvupóstur frá Icelandair um 10.000 króna breytingagjald. Ef starfsmaðurinn sem ég talaði við daginn áður hefði hlustað á mig, þegar ég sagði að eitthvað væri að, þá hefði þetta ekki gerst.

Jæja, hvað um það. Þessu næst fór ég að hliðinu fyrir 45 mínútna flugið mitt frá Raleigh til Charlotte, en þar átti ég að vera með 45 mínútna “stop-over” og fara síðan frá Charlotte til Washington-Dulles. Allt leit út eins og best var á kosið, vélin var á áætlun og allir farþegar komnir í sæti vel áður en flugvélin átti að fara frá hliðinu. Nema hvað, vélin fór ekki af stað. Flugstjórinn tilkynnti um vélarbilun sem tæki að minnsta kosti 30 mínútur að laga, flugfreyjan sagði að unnið væri að því að laga tengiflug allra farþega sem á þyrftu að halda og engin ástæða til annars en að bíða róleg, vélin kæmist í loftið og öllu yrði reddað í Charlotte. Nema hvað eftir rúmar 60 mínútur frá áætlaðri brottför og hálftíma áður en tengiflugið mitt átti að fara í loftið í Charlotte, komust flugvirkjarnir að því að vélin færi ekkert í loftið og við vorum öll send út úr vélinni og látin mynda raðir við þjónustuborð. Þar var ég bókaður með öðru flugfélagi, United, beint frá Raleigh til Washington-Dulles, þannig að flugferðum mínum var skyndilega fækkað um eina sem var svo sem ekki slæmt. Hins vegar var augljóst að þjónustufulltrúinn sem breytti fluginu mínu hafði ekki mikla trú á því að taskan mín sem ég hafði bókað myndi birtast. Þetta trúleysi var síðan staðfest af starfsmanni United þegar ég fór um borð í þá vél kl. 17:10 að staðartíma. En alla vega, ég komst til Washington-Dulles, einum og hálfum tíma áður en Icelandair vélin fór í loftið og er mættur til Íslands núna.

Það er líklega óþarfi að taka fram að taskan mín er týnd.

Kreppa og/eða gerjun

Ég hlustaði á mjög áhugavert fræðsluerindi hjá Kristni Ólasyni fyrir nokkru síðan í Hallgrímskirkju um kreppu í kjölfar herleiðingarinnar. Þar kom fram að kreppur leiða til spurninga um hver við séum í raun. Þannig hafi hrunið í kjölfar herleiðingarinnar leitt til alsherjar uppgjörs í Jerúsalem. Textabrotum fortíðar er raðað saman og þjóðin eignast sameiningartákn í margbrotnum/margræðnum/mótsagnakenndum textum fortíðarinnar. Sjálfsmyndarleitin og þörfin fyrir sameiningartákn kallar um leið á aðgreiningu frá þeim sem tilheyra ekki, standa utan við.

Svipað var upp á teningnum á Íslandi og reyndar í keltneska heiminum í upphafi 19. aldar og ég spyr mig hvort að íslensku fornsögurnar og samantektir Snorra um miðja 13. öld séu af sama meiði. Tilraun til að endurskrifa fortíðina, í von um að rísa upp úr eymd og kreppu.

Hvaða texta skyldi íslenska þjóðin á 21. öld leita í. Ef ætlunin væri að endurheimta sjálfsmynd sína?

Hamfarir, reiði, hatur og náð

Flutt á fundi AD KFUM fimmtudaginn 20. október. Fundarefni á fundinum var frásögn af “Hamförunum á Haiti.”

Mig langar að vera tillitssamur, réttsýnn, bjartsýnn, almennilegur, hreinskiptinn, einlægur og ekta. Ég heyrði í vikunni prófessor kvarta undan fjórða boðorðinu á málþingi í Háskólanum, hlustaði á kollega minn í kirkjunni kvarta undan hvað það sé flókið að boða náð Guðs og hlustaði á meðvitaðar vinkonur fordæma syndaskilning kristninnar fyrir að brjóta niður sjálfsmynd ungra stúlkna.

Continue reading Hamfarir, reiði, hatur og náð

Heiður, hefnd og sæmd

Ég sat í Laugarársbíó á laugardagskvöld og velti fyrir mér hvort að þjóðgildi þjóðfundarins í Laugardalshöll fyrir tveimur árum hefðu e.t.v. verið blekking. Þar sem ég horfði á Borgríki, sá heiftina, reiðina og hefndina, þar sem ég horfði á menn leggja allt í sölurnar fyrir heiður og sæmd. Þá hugsaði ég samtímis um Gísla með innyflin úti og öskureiða eggjakastara á Austurvelli. Continue reading Heiður, hefnd og sæmd

1. Mósebók 49. kafli

Jakob ávarpar syni sína, útskýrir fyrir þeim að framtíð afkomenda þeirra sé misbjört. Það er að sjálfsögðu mest framtíð í lífi Jósefs sem nýtur að sögn Jakobs sérstakrar blessunar Guðs Ísraels. Þá lærum við að ætt Júda á bjarta framtíð. Flestum mun þeim bræðrum reyndar farnast vel, nema þremur elstu sonum hans og Leu, sem að mati Jakobs eru og verða til vandræða. Continue reading 1. Mósebók 49. kafli

Er hægt að kaupa vellíðan?

Grein Steindórs J. Erlingssonar í tímariti Félagsráðgjafafélagsins er til umfjöllunar í Smugunni í dag. Steindór gagnrýnir í grein sinni ofuráherslu geðlæknasamfélagsins á kenningar um að flestir geðrænir kvillar stafi af efnaójafnvægi í heila. Í greininni á Smugunni er komið stuttlega inn á pólítískar afleiðingar þessara hugmynda.

„ef við setjum mannlega þjáningu, eymd og sorg inn í lífvísindareiknilíkan,þá er engin ástæða til að breyta samfélagsgerðinni, því að okkur nægir að koma reglu á taugaboðefnin“

Hér er hægt er að nálgast grein Steindórs í heild.

1. Mósebók 18. kafli

Sagan úr síðasta kafla er endurtekin hér. Hér er Guð reyndar, Guð kvöldsvalans, sá sem gengur um meðal fólksins síns, Guð J-hefðarinnar, Jahve. Jahve mætir að tjaldi Abrahams í fylgd tveggja manna, Abraham virðist þekkja hann og býr til veislu, biður Söru um að baka flatkökur, lætur slátra kálfi og býður upp á mjólk og skyr (skv. íslensku þýðingunni alla vega). Jahve vill ekki bara ræða við Abraham líkt og El áður, hann vill að Sara heyri einnig erindið. Nú, er það Sara sem hlær og meðan hlátur Abrahams í 17. kaflanum var vegna þess að hann efaðist um að 100 ára karlmenn gætu getið börn og níræð kona alið það, þá hlær Sara fyrst og fremst að tilhugsuninni að sofa hjá gamla karlinum. Continue reading 1. Mósebók 18. kafli

1. Mósebók 16. kafli

Biblían er uppfull af sögum um misnotkun og kúgun. Saga Hagar er ein af þeim. Kona sem hefur verið hreppt í þrældóm er notuð til að ala eigendunum barn, vegna ófrjósemis eiginkonunnar. Þegar Hagar verður ólétt, kemur upp afbrýðissemi hjá Saraí, og í kjölfarið flýr Hagar með barn undir belti inn í eyðimörkina, flýr frá kvölurum sínum. Continue reading 1. Mósebók 16. kafli

1. Mósebók 14. kafli

Við lesum hér um átök milli mismunandi ættflokka við botn Miðjarðarhafs. Við lærum að borgirnar Sódóma og Gómorra hafi verið rændar og íbúar hnepptir í þrældóm, m.a. Lot frændi Abram. Þegar Abram heyrir tíðindin safnar hann liði og ræðst að sigurvegurunum að næturþeli, bjargar Lot og endurheimtir eigur fólksins (konungana sem töpuðu orustunni í upphafi). Continue reading 1. Mósebók 14. kafli

1. Mósebók 12. kafli

Frásagnirnar af Abram og Saraí eru um margt óþægilegar. Textinn í 1. Mósebók er eins og oft áður ofinn saman úr tveimur mismunandi heimildum, þannig virðast atburðir endurtaka sig, þegar farið er frá einni frásagnarhefðinni til annarrar. Jafnframt neyðir lestur textans mig til að takast á við stöðu Hagar og sonar hennar Ísmael. Síðast en ekki síst kallar textinn okkur til að velta fyrir okkur hvað það merkir að njóta sérstakrar blessunar Guðs. Hvort að mér takist gera þessu góð skil þegar ég skrifa mig í gegnum næstu 11-12 kafla verður síðan að koma í ljós.
Continue reading 1. Mósebók 12. kafli

1. Mósebók 11. kafli

Sagan um turninn í Babel er sagan um tilraun mankyns til að taka sæti Guðs. Þannig lærði ég hana alla vega í sunnudagaskóla. Þegar ég les hana í dag, þá les ég um menn sem ætla að byggja sér minnismerki til að verða frægir eins og stendur í íslensku þýðingunni, eða “make a name for ourselves” í NRSV. Ísland á síðasta tug tuttugustu aldar og fyrsta tug þeirrar tuttugustu og fyrstu var fullt af svona fólki. Continue reading 1. Mósebók 11. kafli