Í ágætu trúarljóði er sagt: “Afsakanir æði margar er mér tamt að tína til, en orsökin er afarljós, sú ein að ég ei vil.” Eftir að hafa skoðað þær röksemdir sem voru bornar á borð af fulltrúum flestra ríkustu þjóða heims í tengslum við ályktun um réttindi til vatns er kýrskírt að ástæða hjásetunnar er afarljós. Þörf vestræna landa fyrir að móta ákvarðanir um þetta efni eftir sínu höfði. Continue reading “Af hverju drekka þau ekki bara kók?”
Tag: blog.is
Ísland sat hjá
Sú ákvörðun Íslands að sitja hjá við afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um rétt til aðgangs að hreinu vatni er sorgleg og þjóð minni til minnkunar. Ákvörðun nokkurra ríkustu þjóða heimsins að sitja hjá, byggir á engu öðru en græðgi og voninni um að geta grætt á neyð þeirra sem verr standa. Mikil er skömm okkar.
Nokkrar stærðir úr Excel-inu mínu
Þar sem ég fer á morgun til að greiða utankjörstaða um Icesave lögin, ákvað ég í gær að finna til nokkrar tölur sem setja Icesave skuldina í samhengi við hrunkostnað ríkisins. Continue reading Nokkrar stærðir úr Excel-inu mínu
Smá leiðrétting
Vissulega er auðvelt að álykta að tweet-ið sem ég skrifaði um ástand hótelsins hafi verið vísun í jarðskjálftann en svo var þó alls ekki. Enda skrifað 3 tímum áður en hörmungarnar dundu yfir. Hins vegar er nauðsynlegt að það komi fram að íbúar hér hafa sýnt einstakt æðruleysi og hafa kennt okkur sem hér ferðumst heilmikið um mikilvægi samkenndar, góðvildar og gæsku í ömurlegum aðstæðum.
Skrifað í Jacmel.
20% af veltu
Mér er rétt og skylt að benda á að Grýla og Skyrgámur Leppalúðason færa Hjálparstarfi kirkjunnar 20% af veltu starfseminnar en ekki einvörðungu hagnaði, á þessu tvennu er nokkur munur.
Lánaniðurfelling
Grunnskólakennarinn minn Guðrún Olga Clausen hefur bent á að það skorti eyðublað til að fara fram á lánaniðurfellingu hjá bönkunum. Vegna þess að það á alltaf að hlusta á kennarana sína hef ég útbúið drög að slíku bréfi sem fólk getur nýtt sér ef það hefur áhuga. Continue reading Lánaniðurfelling
Sorg
Þar sem ég ók eftir Broad Street nú í kvöld á leiðinni heim úr bíó með 10 ára dóttur minni, tók ég eftir að búið var að leggja tveimur sendibifreiðum fyrir utan eitt einbýlishúsið við götuna. Á bifreiðunum var áróður gegn fóstureyðingum og fremur óhugnanlegar myndir af fóstrum. Continue reading Sorg
Við erum ekki þá
Röksemdafærsla Sigrúnar Jónsdóttur um annað umhverfi nú en þá gengur því miður ekki upp lengur. Fortíðin sem Sigrún er að verja, er forsenda þess ástands sem við glímum við núna. Án vitneskju um þá fortíð er ómögulegt að takast á við daginn í dag. Continue reading Við erum ekki þá
Af hverju gengumst við við þessu?
Spurning Ingibjargar er röng eða alla vega ótímabær. Það er gagnslaust að glíma við af hverju þjóðin féll fyrir þessu sem heild, án þess fyrst að svara spurningunni af hverju við, bæði ég, Halldór Elías, og hún, Ingibjörg Sólrún tókum þátt í þessu.
Það er auðvelt að tala í alhæfingum um stóra hópa, en iðrunin og raunverulegt uppgjör felst í að ávarpa sjálfan sig.
Ingibjörg þarf að svara fyrir það hvers vegna hún flutti ræðurnar í Borgarnesi, hún þarf að svara fyrir sig persónulega hvers vegna henni þótti samstarf við Sjálfstæðisflokkinn spennandi kostur. Það er flótti frá veruleikanum að tala þar almennt um Samfylkinguna eða þjóðina sem heild.
Slíkt persónuuppgjör snýst ekki um dóm, heldur möguleikann á upprisu.
Menntun þjóðarinnar í 4,5 ár
Tap Björgólfs á liðnu ári nemur öllum kostnaði við íslenska menntakerfið, rekstur RÚV og menningarstarfsemi ríkisins í 4,5 ár. Ef við lítum á annað viðmið þá er um að ræða rekstur íslenska heilbrigðiskerfisins í ríflega 2 ár.
Það er að mörgu leiti gagnlegt að hafa þessar tölur í huga þegar við metum skaðann af IceSave (menntakerfið 10 ár, heilbrigðiskerfið í 5 ár), hugsum um upphæðina sem vantar upp á í bókhaldi Baugs (heilbrigðiskerfið í 1 ár) eða upphæð lánana sem Jón Ásgeir fékk að leika sér með (heilbrigðiskerfið í 8 ár, menntakerfið í 16 ár).
Miskilningur minn
Nú er ég svo sem ekki sérfræðingur á fjármálasviðinu, enda liggur áhersla mín í lífinu annars staðar. En skil ég það rétt hjá Herra Sigurði að upphæðirnar hafi verið mun lægri því Kaupþing hafi haft veð upp á móti þeim að hluta? Continue reading Miskilningur minn
Óður til Gordon Brown
Þær eru áhugaverðar kenningarnar um hvernig dægurmenning speglar veruleikann. Það virðist vera sem Íslendingar séu í mikilli ástarsorg þessa dagana.
Framtíðarborgin er íslensk
Nokkur ungmenni úr Bexley Middle School hér í Ohio, tóku einnig þátt í þessari árlegu keppni 8. bekkinga um bestu framtíðarborgina. Bexleybæingar unnu að þessu sinni á fylkisvísu og halda nú um miðjan febrúar til Washington, og keppa á landsvísu. Það vakti athygli mína að borgin sem þau hönnuðu og kölluðu “Novo-Mondum” var einmitt sögð vera á Íslandi í fréttabréfi skólahverfisins.
Hafnið þá aðgerðinni
Ef hluthafahópurinn er óánægður með að ríkið leysi bankann til sín, þá er um að gera fyrir þá að hafna aðgerðinni og redda þessu sjálfir. Að gera kröfu um að Seðlabankinn loki augunum og láni þeim peninga til að halda rekstrinum áfram og voni hið besta, er hrokafull afstaða manna sem eru ekki vanir að taka afleiðingum gjörða sinna. Continue reading Hafnið þá aðgerðinni
Bjögun
Það eru því miður ekki allar kannanir jafnar þegar kemur að fræðum um faglegt úrtak. Þannig er hér í BNA yfirleitt notast við landlínusíma við gerð símakannanna, sem veldur því að ólíklegra er að fólk undir þrítugu sé spurt. Það á svo sem einnig við um fólk sem er fátækt. Til að bregðast við svona bjögun eru notaðar ýmsar bakgrunnsspurningar m.a. hvað kosið var í síðustu kosningum og þannig er hugsanlega hægt að leiðrétta skekkjuna í úrtakinu eitthvað, eða með því að spyrja einstaklinga um flokksþátttöku. Continue reading Bjögun
Ekki beint
Sjálfsagt er talan ekki fjarri lagi að 4 milljarðar manna hafi aðgang að sjónvarpi sem sýnir frá setningu Ólympíuleikanna. Hvort allir þessir setjist niður og horfi er önnur saga. Það vekur samt sem áður athygli mína að það er ekki sýnt beint frá athöfninni hér í BNA. Skv. NBC verður athöfnin ekki fyrr en kl. 18:00 í kvöld eða 22:00 að íslenskum tíma.
Óháð úttekt / Kosning
Úttekt Eduniversal er á engan hátt fræðileg, þó e.t.v. sé hún óháð. Þannig eru deildarforsetar Háskóla beðnir um að mæla með skólum í öðrum löndum en sínum eigin (en þó ekki meira en helmingi allra skóla í viðkomandi landi). Út frá meðmælum deildarforsetana er síðan listinn útbúin. Hér er því mun fremur um að ræða fegurðarsamkeppni en úttekt.
Spurningin sem lögð var fyrir var eitthvað á þessa leið. Ef nemandi væri á leið til Íslands í nám í viðskiptafræðum með hvaða skóla mælirðu? Rétt er að taka fram að HR var eini íslenski skólinn á listanum.
En það er samt þörf á að óska HR til hamingju með að vera sætur.
Trúarafstaða mín
Vegna ummæla sem má finna um mig hér á blog.is er rétt að taka fram að ég er vígður djákni en ekki prestur. Þannig er mér ekki ætlað að hafa um hönd sakramenti kirkjunnar, heldur að sinna kærleiksþjónustu við einstaklinga og hópa án tillits til bakgrunns, kyns eða trúar.
Þessi hugmynd um kærleiksþjónustu kirkjunnar byggir á þeirri trú að allar manneskjur séu skapaðar í Guðs mynd og hafi rétt á því að komið sé fram við þær af virðingu og kærleika. Framkoma okkar í garð einstaklinga á þannig ekki að stjórnast af utanaðkomandi þáttum eins og trúarskoðunum, kyni, kynhneigð, móðurmáli eða uppruna.
Um leið hljótum við að viðurkenna og takast á við þá staðreynd að heimurinn er “fallinn”, óréttlætið er til staðar og manneskjur nota stöðu sína og völd til að gera það sem er rangt. Sem einstaklingur sem játar trú á Jesús Krist, hlýt ég að líta til hans, aftöku hans og upprisu í leit að von fyrir óréttlátan heim. Eins hlýt ég að líta til Jesús og viðbragða hans þegar hann mætti óréttlætinu á sinni vegferð í heiminum. Viðbrögð hans voru skýr, okkur ber að standa upp þegar ráðist er á þá sem minna mega sín. Gagnrýni Jesús á ráðandi stétt samtíma síns, er mér sem vígðs þjóns þjóðkirkjunnar, sífelld næstum óleysanleg glíma.
Í þessari glímu trúi ég að Jesús sé með. Verði mér á mistök í tilraun minni til að feta í fótspor Krists, þá veit ég að náðarboðskapur kristninnar, fyrirgefningin er til staðar.
Málfrelsi
Í kvöld setti ég inn ummæli á færslu Salmann Tamimi vegna lokunar blog-síðu á mbl.is, ummælin mín voru þessi: Continue reading Málfrelsi
Sá hlær best sem síðast hlær
Í síðustu viku þegar ég mætti í frístundaknattspyrnuna hér í Bexleybæ, hugsuðu ýmsir liðsmenn mínir honum nágranna okkar Mike Hodge þegandi þörfina. Tveir liðsmenn höfðu enda pantað flug fyrir sig og fjölskylduna til Florida með Skybus og ljóst að sú pöntun var gagnslaus og framundan kærumál til kreditkortafyrirtækis til að fá endurgreiðslu. Mér varð að orði á vellinum að ég væri glaður hafa staðist freistinguna að panta Boston flugið mitt og minnar fjölskyldu hjá Mike, en ég hefði í stað þess kosið að notast við þjónustu Delta.
Það er vonandi að knattspyrnufélagar mínir hlæi ekki að mér næsta sunnudag, ef fara skyldi að Delta tæki upp á að skera niður ferðir.