“Af hverju drekka þau ekki bara kók?”

Í ágætu trúarljóði er sagt: “Afsakanir æði margar er mér tamt að tína til, en orsökin er afarljós, sú ein að ég ei vil.” Eftir að hafa skoðað þær röksemdir sem voru bornar á borð af fulltrúum flestra ríkustu þjóða heims í tengslum við ályktun um réttindi til vatns er kýrskírt að ástæða hjásetunnar er afarljós. Þörf vestræna landa fyrir að móta ákvarðanir um þetta efni eftir sínu höfði.

Viðbrögð Íslendinga eru spegilmynd orða m.a. Bandaríkjamanna þar sem því er haldið fram að þessi réttindi séu marklaus, og ýjað að því að frekari vinnu á þessu sviði gæti seinkað vegna ályktunarinnar. Niðurstaða sem meirihluti þjóða á þinginu tók EKKI undir. Þá er áberandi þörf þeirra sem sátu hjá að kalla eftir frekari nefndarvinnu, meira tali og færri gjörðum. þetta væri í raun verkefni fyrir undirnefndir Sameinuðu þjóðanna.

Að mati Kanadamanna þarf m.a. að skilgreina nánar hvað fælist í réttinum til hreins vatns og Ástralir bentu á að vandamálið væri það alvarlegt í Suðaustur Asíu, að það sé allsendis ótímabært að taka á því.

Sú tilhneiging að gera hreint vatn að neysluvöru, sem stendur einvörðungu til boða þeim sem greitt getur hæsta verð, er að sjálfsögðu aðlaðandi fyrir þá sem hafa ofgnótt af vörunni. E.t.v. sér Össur í hyllingum möguleikann á því að næsta þenslutímabil á Íslandi verði vegna íslenska vatnsins, fyrst bankabilunin gekk ekki upp, og okkur mistókst að sölsa undir okkur orkuveitur í Suðaustur Asíu, líkt og stefnt var að.

Nú eða kannski er raunverulega ástæðan fyrir hjásetu Íslendinga sú, að Össur hringdi í sendinefndina og spurði í anda Marie Antionette: “Af hverju drekka þau ekki bara kók?”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.