Fyrir nokkrum árum settist ég niður með fyrrverandi eiginkonu kynferðisbrotamanns úr prestastétt á kaffihúsi. Þar sagði hún mér hluta af sögu sinni. Það var lærdómsríkt að heyra hana tala um barnaskap sinn, hvernig hún dýrkaði þennan frábæra mann og trúði honum í einu og öllu. Continue reading Ofbeldismaður í prestastétt
Að takast á við áhyggjur
Fyrir nokkrum árum endaði ég fyrir tilviljun á aðalsafnaðarfundi í lútherskri kirkju. Fyrir fundinum lá að samþykkja eða synja hugmynd um að leyfa félagasamtökum í bænum að nýta lítinn skikka af kirkjulóðinni fyrir ákveðið verkefni. Enginn á fundinum var í sjálfu sér mótfallinn verkefninu, en margskonar áhyggjur voru viðraðar. Continue reading Að takast á við áhyggjur
Vefsabbatical
Enn einu sinni mun ég taka mér vef-sabbatical. Vefnotkun er mjög mikilvægur þáttur í lífi mínu. Hins vegar er líka hollt að skipta reglulega um gír og endurskoða lífsmynstur sitt. Af þeim sökum hef ég ákveðið að taka mér vef-sabbatical fram til 11. janúar 2011 eða í 42 daga. Þar sem stór hluti lífs míns snýst um samskipti get ég að sjálfsögðu ekki lokað á alla netnotkun, enda í sjálfu sér ekki markmiðið, heldur mun ég á meðan vef-sabbaticalinu stendur takmarka netnotkun við ákveðna þætti.
- Ég mun ekki lesa fréttamiðla á vefnum, tvít, blogg-síður eða almenna vefi. Þetta felur í sér að ég mun ekki notast við Google-Reader-inn minn eða notast við video-vefi líkt og google video, youtube.com eða ESPN360.
- Ég mun ekki skrifa færslur á bloggsíður eða svara ummælum.
- Ég mun ekki fara inn á Facebook, ekki svara athugasemdum á veggjum, skrifa á síðuna eða bæta við efni á þessum tíma.
- Ég mun notast við vefi fjármálastofnanna bæði hér í BNA og á Íslandi ef þörf krefur.
- Ég mun notast við Flight Track smáforritið til að halda utan um ferðaplön fjölskyldunnar.
- Ég mun nota vefinn til að fá upplýsingar um sýningartíma kvikmynda og sjónvarpsdagskrá.
- Ég mun einungis notast við Netflix til að horfa á kvikmyndir/sjónvarpsþætti með fjölskyldunni.
- Ég mun nota gCal og Toodledo til að skipuleggja og samræma dagatal fjölskyldumeðlima.
- Ég mun nota vefinn til að kaupa jólagjafir á Amazon.com og panta pizzur ef nauðsyn krefur.
- Ég mun nota Skype til að hafa samskipti við Ísland.
- Ég mun lesa tölvupóst að jafnaði daglega, en mun ekki fá hann sendan samstundis inn á símann minn.
Sabbatical-ið hefst á miðnætti 1. desember 2010 (kl. 5 að íslenskum tíma) og lýkur á hádegi 11. janúar 2011.
Differentiated Leadership Made Simple
http://www.youtube.com/watch?v=RgdcljNV-Ew
via Margaret Marcuson.
Stutt athugasemd um aðalnámskrá
Strax í upphafi er rétt að taka fram að ég hef ekki lesið nýja aðalnámskrá leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla í heild og vel má vera að um gott plagg sé að ræða. Athygli mín var hins vegar vakin á öðrum kaflanum þar sem gerð er grein fyrir hugtakinu almenn menntun. Þar er haldið á lofti fullyrðingum um eldri skilgreiningar á almennri menntun og án þess að ég sé sagnfræðingur eða sérfræðingur í menntunarfræðum get ég fullyrt að svona framsettar fullyrðingar yrðu seint samþykktar sem vitneskja á Wikipedia.
Þannig kemur fram einstaklega barnaleg söguskoðun og grunnur skilningur á miðaldasamfélaginu og stöðu kirkjunnar á miðöldum í Evrópu. Það að setja svona inn í nýja aðalnámskrá leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er fráleitt, nema ef ætlunin sé að námskráin endurspegli hugmyndaheim grunnskólaritgerða.
Svo ég útskýri mál mitt frekar. Í aðalnámskránni er sagt:
Miðaldakirkjan skilgreindi almenna menntun í Evrópu á miðöldum út frá sínum þörfum, …
Og er þessi fullyrðing notuð til að sýna hversu mjög hugmyndir um almenna menntun hefur breyst því að á:
21. öld er almenn menntun skilgreind út frá samfélagslegum þörfum og út frá þörfum einstaklinganna.
Gallinn við þessa framsetningu er auðvitað tvenns konar. Fyrir það fyrsta var einstaklingshyggja upplýsingarinnar óþekkt á miðöldum þannig að réttilega hefur sú áhersla bæst við (í orði að minnsta kosti). En það sem meira er um vert, kirkjan var sá samfélagslegi veruleiki sem allir bjuggu við og mótaði samfélagið. Almenn menntun á miðöldum tók því mið af samfélagslegum þörfum á sama hátt og nú er, en í stað fyrirtækjastyrktra kennslustofa og ríkismiðaðra námsferla, voru samfélagslegu þarfirnar skilgreindar af kirkjunni, enda stærsta og öflugasta samfélagslega stofnunin á þeim tíma.
Nú er ekki svo að ég telji að kirkjan eigi að hafa þetta hlutverk í dag, fjarri fer því, en það er einfaldlega barnalegt að halda því fram að grunnmarkmið almennrar menntunar hafi breyst svo mjög, þ.e. hvað varðar það hlutverk að uppfylla samfélagslegar þarfir.
Vissulega getur verið að höfundur sé einvörðungu að benda á að samfélagslegar þarfir á miðöldum hafi verið skilgreindar af kirkjunni en í dag séu samfélagslegar þarfir “raunverulegar” samfélagslegar þarfir. En það lýsir ekki bara barnaskap heldur hroka, og kallar á upplýsingar í námskránni um hvaða stofnanir og samfélagshópar móta hvaða samfélagslegar þarfir almenn menntun í dag á að mæta.
Þegar opinberir aðilar skrifa stefnumótandi gögn er gífurlega mikilvægt að slík gögn séu gagnrýnd ítarlega til að takast á við og greina rómantískar ranghugmyndir, hvort sem um er að ræða “illu miðaldakirkjuna” eða “kristilegan menningararf íslendinga.” Ef þrátt fyrir allt er ákveðið er að notast við slíkar hugmyndir þarf að gera það á faglegan hátt, þannig að hægt sé að leita í heimildir fyrir hugmyndunum.
Ég er ekki viss um að sagnfræðikennarinn minn í MR hefði orðið sáttur við vinnubrögðin ef ég hefði sett fram fullyrðingar um almenna menntun yfirstétta til forna og kirkjumiðlæga menntun á miðöldum á þann hátt sem gert er í drögum að námskránni sem honum ber að fylgja.
iOs 4.2 og íslenskir stafir
Þar sem iOs 4.2 hefur íslenskt lyklaborð opnast nú auknir möguleikar á færsluskrifum hér á iSpeculate.net. Hvort það tækifæri verði nýtt þarf síðan að koma í ljós.
Efni fyrir unglingastarf kirkjunnar 2001-2002
Fræðsludeild Biskupstofu leitaði til Halldórs Elíasar Guðmundssonar um að ritstýra/skrifa heildarfræðsluefni fyrir unglingastarf kirkjunnar til notkunar veturinn 2001-2002. Áralöng hefð hafði verið fyrir slíku efni í starfi KFUM&KFUK en kirkjan hafði ekki séð ástæðu gerðar slíks efnis um langt skeið.
Ástæða þess að kirkjan hafði ekki ráðist í slíkt verkefni var margþætt. Má þar nefna mjög mismunandi uppbyggingu starfsins á hverjum stað, sem hefur verið talið kalla á mismunandi efni, óskýrar hugmyndir um markmið unglingastarfs kirkjunnar yfirleitt og loks má ekki gleyma að sumir hafa talið að slíkt efni væri heftandi í starfinu og kæmi í veg fyrir að unglingarnir tækju jafn virkan þátt í ákvarðanatöku og annars væri. Við skrif efnisins var reynt að taka tillit til þessara þátta eftir því sem kostur er.
Hægt er að nálgast efnið af vef Biskupstofu:
Efni fyrir unglingastarf kirkjunnar veturinn 2001-2002
Fræðsluefni fyrir Æskulýðsdag þjóðkirkjunnar 2001
Veturinn 2000-2001 ritstýrði Halldór Elías Guðmundsson og skrifaði að nokkrum hluta fræðsluefni fyrir unglingastarf sem notað var í kirkjum landsins í tengslum við æskulýðsdag þjóðkirkjunnar 2001.
Við gerð efnisins studdist hann við gögn úr ýmsum áttum, m.a. frá Evrópuráðinu (All Different – All Equal), ýmsa hugmyndabanka KFUM&KFUK á Íslandi, kennsluhefti fyrir fermingarfræðslu í Vatnaskógi og enska tímaritið Youthwork. Eins fékk hann upplýsingar og aðstoð frá sr. Sigurði Grétari Sigurðssyni á Hvammstanga, Helga Gíslasyni æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK og Petrínu Mjöll Jóhannesdóttur hjá Fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar. Framsetningin og áherslur voru þó alfarið á ábyrgð Halldórs.
Efnið fjallaði um samskipti á víðum grunni, vináttu, sjálfsmynd og Guðsmynd. Efnið innihélt einnig guðsþjónustuform til notkunar í helgihaldi á æskulýðsdaginn 2001.
Hægt er að nálgast efnið á vef Biskupstofu:
– Samskipti og sátt. Efni til notkunar í tengslum við æskulýðsdag þjóðkirkjunnar, sunnudaginn 4. mars 2001 (pdf)
Fræðsluefni fyrir heimsóknarþjónustu kirkjunnar
Árið 2003 tóku Guðrún Eggertsdóttir, Halldór Elías Guðmundsson og Ragnheiður Sverrisdóttir djáknar saman fræðsluefni um heimsóknarþjónustu safnaða. Þá þegar höfðu margir söfnuðir boðið upp á húsvitjanir eða heimsóknarþjónustu og aðrir sýndu áhuga á að taka upp slíka þjónustu.
Markmið fræðsluefnisins var að samræma skipulag heimsóknarþjónustu kirkjunnar, stuðla að faglegum vinnubrögðum og setja skýr markmið sem auðvelduðu söfnuðum að vinna kerfisbundið og markvisst að öflugri þjónustu.
Efnið var sett fram á aðgengilegan hátt, á glærum með skýringartexta, í forritnu Power Point. Hægt var að prenta út glærur og glósutexta með þeim og notast við þær allar eða velja úr þær sem hentuðu hverju sinni. Einnig gátu notendur bætt inn eigin athugasemdum og þannig lagað efnið að eigin þörfum.
Í efninu var eðli heimsóknarþjónustu skilgreind og þau hugtök sem notuð eru. Þá var fjallað um biblíulegan bakgrunn, upphaf í söfnuðinum, kostnað, ábyrgð sóknarnefndar, umsjónaraðila, samstarfsaðila, markmið kirkjulegrar þjónustunnar og sjálfboðaliða.
Í viðauka voru síðan ýmis skjöl sem hægt var að prenta út og nota óbreytt eða laga að þörfum hvers safnaðar, s.s. eyðublað um þagnarskyldu, samningur við sjálfboðaliða, eyðublað til nota við skráningu upplýsinga um þá sem æskja heimsókna, viðmiðunarreglur fyrir heimsóknarþjónustu og hugmyndir að fræðsluefni á fundum.
Stuðst var við efni sem Halla Jónsdóttir útbjó fyrir starf á vegum Ellimálaráðs og útgefið var af fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar auk ýmiskonar erlends efnis og fylgdi heimildaskrá í viðauka til að auðvelda þeim sem áhuga höfðu á að kynna sér heimsóknarþjónustuna frekar.
Hægt er að nálgast efnið af vef Biskupstofu:
– Heimsóknarþjónusta kirkjunnar (2003)-PPT
– Heimsóknarþjónusta kirkjunnar – fylgiskjöl (2003) – doc
Meira af tillögum Mannréttindaráðs
Það er jákvætt að sjá lagfærðar tillögur Mannréttindaráðs sem voru kynntar í byrjun nóvember, en þar hefur verið tekið tillit til mjög margra ef ekki allra málefnalegra ábendinga sem fram komu vegna upphaflegu tillagnanna, sér í lagi varðandi framsetningu og orðalag. Continue reading Meira af tillögum Mannréttindaráðs
A new status and vangaveltur.net
I am now back in the US, after 15 days in Iceland were I met all kinds of fun and interesting people. More importantly I got a F2 visa in the US embassy in Reykjavik. It is kind of awkward that the interview I had to go to, took approx. 2 minutes, and contained two questions. “How is your wife doing in her studies?” and “Did you study in the US?” I answered both questions very thoroughly and explained how I tried to find a job while on OPT but did not succeed. I had the feeling that both the question were just an attempt to be polite, because the employee actually said that they had already decided to accept my application. Continue reading A new status and vangaveltur.net
Landvistarleyfið og vangaveltur.net
Þegar þetta er skrifað er ég kominn aftur til BNA eftir rúmlega tveggja vikna dvöl á Íslandi, þar sem ég hitti fjölmargt skemmtilegt fólk og það sem ekki er síður um vert, fékk F2 vegabréfsáritun hjá bandaríska sendiráðinu. Það hljómar reyndar næstum fáránlegt en viðtalið sem ég þurfti að fara í tók varla 2 mínútur, en starfsmaður sendiráðsins spurði hvernig konunni miðaði í náminu, og hvort ég hefði ekki verið í námi í BNA sjálfur. Ég svaraði báðum spurningum fremur ítarlega og útskýrði að ég hefði ætlað mér að starfa á OPT eftir námið en ekki fundið vinnu, en ég hafði samt á tilfinningunni að starfsmanninum væri næstum sama um það, enda sagði konan eitthvað á þá leið að það væri nú þegar búið að samþykkja umsóknina. Continue reading Landvistarleyfið og vangaveltur.net
Réttlaus
Þegar þessi færsla birtist, 26. október, er ég án réttarstöðu í Bandaríkjunum og rétt í þann mund að lenda á Toronto Pearson International Airport á leið til Íslands. Ég ákvað að taka saman á einn stað helstu upplýsingar um reynslu mína af landvistarreglum í BNA. Annars vegar fyrir sjálfan mig og hins vegar ef fjölskylda/vinir hefur áhuga á að setja sig inn í málið. Continue reading Réttlaus
Out of Status
When this is published on October 26, I am just about to land at Toronto Pearson International Airport on my way to Iceland. being officially without a status in the USA. I decided to write this blog to gather in one place informations about my recent experiences, and in case some friends and/or family are interested in what has actually been going on in my visa-status adventure. Continue reading Out of Status
Stuttir þankar um tillögur mannréttindaráðs
Ég hef verið beðin um að skrifa um tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur um trúar- og lífsskoðunarmál. Það eru mismunandi leiðir til að nálgast svona texta, en upphafsspurningin er hvort hér sé um að ræða altækt eða sértækt skjal. Er skjalinu ætlað að vera leiðbeinandi um hvernig skólastjórnir nálgast svona mál almennt eða er verið að ávarpa sértæk vandamál? Það sem hér fer á eftir eru pælingar mínar meðan ég horfi á House og svíkst undan að brjóta þvott og það er alls ekki ósennilegt að ég geti ekki staðið við allt sem fylgir hér að neðan. Continue reading Stuttir þankar um tillögur mannréttindaráðs
Greinargerð Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg og trúar- og lífsskoðunarmál
Á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að ýmsum réttindamálum á vegum Reykjavíkurborgar. Réttindum innflytjenda hefur verið sinnt af alúð meðal annars í samstarfi við félagasamtök. Verulegur árangur hefur náðst á sviði kynjajafnréttis og réttindi samkynhneigðra hafa færst til hins betra með aukinni fræðslu. Þess hefur jafnframt verið gætt í starfi borgarinnar að fólki sé ekki mismunað vegna efnahagsstöðu, stjórnmálaskoðanna eða fötlunar. Continue reading Greinargerð Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar
Þetta er alvöru
Fyrir nokkrum mánuðum, næstum ári var ég að lesa mér til um kirkjulegt starf með ungu fólki og rakst á sögu frá Bandaríkjunum sem hafði veruleg áhrif á mig. Þannig var að móðir kom mjög æst til fundar við æskulýðsfulltrúann og prestinn í kirkjunni sinni. Hún hafði verulegar áhyggjur af syni sínum á háskólaaldri og taldi það sök kirkjunnar. Presturinn og æskulýðsfulltrúinn ákváðu að kalla soninn til fundarins til að fá botn í málið. Continue reading Þetta er alvöru
Tækifæri til endurskoðunar
Ákvörðun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar að greina betur á milli kirkju- og skólastarfs er um margt áhugaverð og skapar spennandi tækifæri fyrir kirkjuna til að endurskoða aðferðafræði barna- og æskulýðsstarfs kirkjunnar. Á undanförnum árum hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á sérfræðistarf í kirkjunni, þar sem sérfræðingar eru ráðnir til starfa af söfnuðunum til að mynda tengsl og bjóða upp á dagskrá fyrir börn og unglinga. Þetta starf hefur verið áberandi, líklega hafa aldrei fleiri börn og unglingar tekið þátt í kirkjustarfi og dagskráin er hönnuð og sett upp af mjög hæfileikaríku fólki.
Veruleikinn er samt sá að þetta faglega og vandaða starf virðist hafa haft mjög lítil áhrif á safnaðarstarfið sem heild, það hefur sem dæmi sé tekið, ekki skilað sér í meiri þátttöku í safnaðarstarfi almennt, aukið traust til kirkjunnar, fjölgað í guðsþjónustum eða dregið úr úrskráningum úr þjóðkirkjunni. Rannsóknir m.a. í BNA benda til þess að sérhæft barna- og unglingastarf og aðskilnaður aldurshópa, leiði þvert á móti til hnignunar í safnaðarstarfi þegar horft er til lengri tíma. Reynsla kynslóðana, minningar og trúarreynsla þeirra sem eldri eru, skili sér nefnilega ekki í gegnum veggina sem eru byggðir utan um mismunandi sérhópa. Nýjasta útgáfa Connect – Journal of Youth and Family Ministry (áskrift) er einmitt tileinkuð þessum vanda.
The criticism here is not that young adults are unimportant ministers to youth; they were just never intended to be the only—or even primary—ministers to youth. The research repeatedly points out the importance of parents and other adults in the faith lives of children and youth. The Pied-Piper model of one young person taking the youth away to meet in their own space, at their own time, and with their own leaders is contrary to the Bible, most of church history, and to the overwhelming data from recent research. (The Power of Cross Generational Communities of Faith)
Þetta er auðvitað líka reynslan á Íslandi, áhrifavaldar og fyrirmyndir í lífi barna og unglinga eru fyrst og fremst foreldrar og nær fjölskylda, allir aðrir koma þar langt fyrir neðan.
Nú er tækifæri fyrir kirkjuna. Starf með börnum og unglingum þarfnast rótækrar endurskoðunar, tímabilið þar sem foreldrar þurftu ekki annað en að skrifa nafnið sitt á leyfisbréf er liðið. Kirkjan hefur möguleika á að nálgast starf með börnum og unglingum sem fjölskyldustarf, virkja foreldrana á nýjan hátt. Afsökunin fyrir þátttökuleysi/afskiptaleysi fjölskyldna með vísan til hagræðis vegna samspils skólans og kirkju er ekki lengur gild. Spurningin er hvernig við nýtum tækifærið.
Tækifæri til nýrrar hugsunar
Ákvörðun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar að greina betur á milli kirkju- og skólastarfs er um margt áhugaverð og skapar spennandi tækifæri fyrir kirkjuna til að endurskoða aðferðafræði barna- og æskulýðsstarfs kirkjunnar. Á undanförnum árum hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á sérfræðistarf í kirkjunni, þar sem sérfræðingar eru ráðnir til starfa af söfnuðunum til að mynda tengsl og bjóða upp á dagskrá fyrir börn og unglinga. Þetta starf hefur verið áberandi, líklega hafa aldrei fleiri börn og unglingar tekið þátt í kirkjustarfi og dagskráin er hönnuð og sett upp af mjög hæfileikaríku fólki. Continue reading Tækifæri til nýrrar hugsunar
Um tölur
Nú hafa samtök fjármálafyrirtækja tekið saman upplýsingar um stöðu skuldara á Íslandi. Ef við gefum okkur að 51% skuldara séu alls 46.395 einstaklingar þá fáum við að skuldarar á Íslandi séu 90.971 talsins, sem gæti rýmað ágætlega við fjölda heimila á Íslandi. Við fáum líka upplýsingar um að:
- 2.384 einstaklingar á aldrinum 18-29 ára séu í vanskilum.
- 3078 einstaklingar á aldrinum 30-39 ára séu í vanskilum.
- 4560 einstaklingar á aldrinum 40-59 ára séu í vanskilum.
- 839 einstaklingar eldri en 60 ára séu í vanskilum.