Vefsabbatical

Enn einu sinni mun ég taka mér vef-sabbatical. Vefnotkun er mjög mikilvægur þáttur í lífi mínu. Hins vegar er líka hollt að skipta reglulega um gír og endurskoða lífsmynstur sitt. Af þeim sökum hef ég ákveðið að taka mér vef-sabbatical fram til 11. janúar 2011 eða í 42 daga. Þar sem stór hluti lífs míns snýst um samskipti get ég að sjálfsögðu ekki lokað á alla netnotkun, enda í sjálfu sér ekki markmiðið, heldur mun ég á meðan vef-sabbaticalinu stendur takmarka netnotkun við ákveðna þætti.

  • Ég mun ekki lesa fréttamiðla á vefnum, tvít, blogg-síður eða almenna vefi. Þetta felur í sér að ég mun ekki notast við Google-Reader-inn minn eða notast við video-vefi líkt og google video, youtube.com eða ESPN360.
  • Ég mun ekki skrifa færslur á bloggsíður eða svara ummælum.
  • Ég mun ekki fara inn á Facebook, ekki svara athugasemdum á veggjum, skrifa á síðuna eða bæta við efni á þessum tíma.
  • Ég mun notast við vefi fjármálastofnanna bæði hér í BNA og á Íslandi ef þörf krefur.
  • Ég mun notast við Flight Track smáforritið til að halda utan um ferðaplön fjölskyldunnar.
  • Ég mun nota vefinn til að fá upplýsingar um sýningartíma kvikmynda og sjónvarpsdagskrá.
  • Ég mun einungis notast við Netflix til að horfa á kvikmyndir/sjónvarpsþætti með fjölskyldunni.
  • Ég mun nota gCal og Toodledo til að skipuleggja og samræma dagatal fjölskyldumeðlima.
  • Ég mun nota vefinn til að kaupa jólagjafir á Amazon.com og panta pizzur ef nauðsyn krefur.
  • Ég mun nota Skype til að hafa samskipti við Ísland.
  • Ég mun lesa tölvupóst að jafnaði daglega, en mun ekki fá hann sendan samstundis inn á símann minn.

Sabbatical-ið hefst á miðnætti 1. desember 2010 (kl. 5 að íslenskum tíma) og lýkur á hádegi 11. janúar 2011.