Það hefur verið borið á því í umræðunni um biskupskjör og reyndar í allri umfjöllun um þjóðkirkjuna, hugmyndin um að þjóðkirkjan sé meira en trúfélag. Þessi hugmynd felur í sér að trúfélag sé einhvers konar endanlegur veruleiki og utan trúar sé annar heimur, væntanlega í huga fólks heimurinn sem við lifum í.
Vefsabbatical
Nú er enn einu sinni komið að hinu mjög svo óreglulega vef-sabbatical. Að þessu sinni er slíkt frí nokkuð flóknara en venjulega, enda notast ég við Facebook í vinnunni og vinn að lokahönnun á nýrri vefsíðu KFUM og KFUK sem er væntanleg í loftið innan nokkurra daga. Þess utan er fjölskyldan í annarri heimsálfu og ég notast við Skype og gChat í samskiptum þangað á hverjum degi. Continue reading Vefsabbatical
Neysluviðmið, tjaldborg Péturs og hjónavígsluræða Tómasar
Fyrir mörgum árum fór ég í hjónavígsluathöfn hjá vinafólki þar sem Tómas Sveinsson annaðist athöfnina. Í ræðu sinni til parsins talaði hann um hjónavígsluathöfnina í tengslum við umbreytingarfrásögnina á fjallinu. Í athöfninni stæðu þau á fjallstindinum og allt væri frábært. Hins vegar stæði okkur ekki til boða að vera þar alltaf, það væri ekki valmöguleiki að setja upp tjaldbúð í blissinu. Við þyrftum að stíga niður af fjallinu og takast á við hið daglega. Continue reading Neysluviðmið, tjaldborg Péturs og hjónavígsluræða Tómasar
Kirkjuskipan Stjórnlagaráðs
Trúfrelsisákvæði eru áhugavert fyrirbæri og ekki síður hugmyndir um að kirkjuskipan geti/þurfi að vera á einhvern hátt bundin í lögum. Í hugmyndum stjórnlagaráðs er 19. grein svohljóðandi:
Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins.
Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Continue reading Kirkjuskipan Stjórnlagaráðs
Jeremía 12. kafli
Hvers vegna njóta ranglátir velgengni, af hverju lifa svikarar óhultir?
Jeremía er hótað lífláti vegna prédikunar sinnar og snýr sér því að Guð. Af hverju er lífið ekki gott og einfalt hjá þeim sem treystir Guði, meðan illmenni fá að njóta alls þess besta? Continue reading Jeremía 12. kafli
Jeremía 11. kafli
Guð lofaði þjóð sinni landi sem flyti í mjólk og hunangi, ef þau tækju við sáttmálanum sem Guð gerði við forfeður þeirra, en þau hlustuðu ekki og hlusta ekki. Jeremía bendir á að loforð og heilagt fórnarkjöt sé ekki leið til að sættast við Guð og í orðum Jeremía enduróma orð Amosar í orðastað Guðs.
Ég hata, ég fyrirlít hátíðir yðar.
Ég hef enga ánægju af samkomum yðar.
Jafnvel þótt þér færið mér brennifórnir og kornfórnir
lít ég ekki við þeim,
né heldur matfórnum yðar af alikálfum.
Burt með glamur sálma þinna sem aðeins er hávaði.
Ég vil ekki heyra hörpuleik þinn.
Réttvísi skal streyma fram sem vatn
og réttlæti sem sírennandi lækur.
Jeremía er hótað fyrir viðvörunarorð sín. Honum er sagt að ef hann hætti ekki boðun sinni muni hann deyja.
Jeremía 10. kafli
En Drottinn er hinn sanni Guð, hann er lifandi Guð og eilífur konungur.
Jeremía minnir á að skurðgoð og styttur úr gulli eða silfri, sé bara það, styttur úr gulli og silfri.
Þær geta ekki gert neitt illt og þær geta ekki heldur gert neitt gott.
Drottinn Ísraelsþjóðarinnar sé hins vegar Guð, sá sem skapaði jörðina með krafti sínum, sá sem lifir með okkur. Bæn Jeremía er að Guð miskunni sig yfir sig, þó hann eigi það ekki endilega skilið.
Jeremía 9. kafli
Upplifun Jeremía er af samfélagi vantrausts, lyga og blekkinga. Sannleikurinn hefur orðið eiginhagsmunum að bráð. Ekki er hægt að treysta bræðrum, vinir hafa gerst rógberar. Jeremía sér kúgun og svik gegnsýra samfélagið sem hann tilheyrir. Hrunið er yfirvofandi, óumflýjanlegt og væl þeirra sem sviku, prettuðu og lugu í kjölfar hrunsins er jafn fyrirsjáanlegt. Af hverju ég, spyrjum við, eftir að hafa kallað yfir okkur hremmingarnar.
Hinn vitri hrósi sér ekki af visku sinni, hinn sterki hrósi sér ekki af afli sínu og og hinn ríki hrósi sér ekki af af auði sínum. Nei, sá sem vill hrósa sér hrósi sér af því að hann sé hygginn og þekki mig.
Því að ég Drottinn, iðka miskunnsemi, rétt og réttlæti á jörðinni, á því hef ég velþóknun, segir Drottinn.
Það að þekkja Guð í huga Jeremía er að láta sjálfsmynd sína skína af miskunnsemi, rétti og réttlæti.
Biskupsframtíð og tvíþætt köllun
Fyrir þremur árum sat ég með tveimur ungum guðfræðingum í Bandaríkjunum og við ræddum vítt og breytt um framtíðina í kirkjunni. Þegar talið barst að prestsembættinu nefndi annar þeirra hugtak sem ég hafði aldrei heyrt áður, talaði um “bivocational” presta og sagði framtíðina verða afturhvarf til fortíðar. Presta í ELCA (Evangelical Lutheran Church in America) biði það hlutskipti á næstu 30-40 árum að þurfa á ný að verða bivocational, hafa tvíþætta köllun. Fjárhagslegar forsendur yrðu einfaldlega ekki til staðar til að söfnuðir gætu greitt boðleg laun fyrir presta og þeir þyrftu því að sinna prestsskyldum sínum meðfram öðrum störfum. Continue reading Biskupsframtíð og tvíþætt köllun
Jeremía 8. kafli
Konungsríkið, hús Davíðs, sem átti að ríkja um aldir eins og stendur í 2Sam 7, á sér ekki mikla framtíð í spádómi Jeremía. Þjóðinni er ómögulegt að horfast í augu við gjörðir sínar, iðrunin er enginn, blygðunin er engin. Sjálfhverfan og sjálfseyðileggingarhvötin ræður ríkjum. Getuleysið er algjört þegar kemur að því að laga það sem hefur misfarist.
Guð grætur þjóð sína sem lætur ekki segjast.
Okurlánaviðskipti Múla
Þær eru trendí auglýsingarnar hjá Múla þessa dagana. Þeir bjóða lán til þeirra sem eru í klemmu og fyrsta 10 daga lánið er vaxtalaust. Ef ég geng út frá 10.000 króna láni í 10 daga reynist reyndar lánstökukostnaðurinn 4,5% sem reiknast sem 490% kostnaður á ársgrundvelli. Ef við hins vegar ákvæðum/þyrftum að framlengja lánið um 30 daga, þá myndu 10.450 krónurnar sem við skuldum eftir dagana 10, fyrst byrja að kosta okkur. Miðað við upplýsingar sem ég tók saman á vefsíðu Múla má reikna út að vextirnir af upphæðinni ásamt kostnaði yrði 3.404% á ársgrundvelli.* Continue reading Okurlánaviðskipti Múla
Jeremía 7. kafli
Zion guðfræði musterisins, um fyrirheitnu þjóðina sem hefur byggt sér hús þar sem Guð býr, musterið í Jerúsalem, þar sem Guð býr sama hvað. Hugmynd sem við sjáum t.d. í áætlunum Davíðs og væntingum um ævarandi konungsdóm í Annarri Samúelsbók 7. kafla og bregður víða fyrir hjá fyrsta Jesaja, fær harkalega útreið hér hjá Jeremía.
Treystið ekki lygaræðum þegar sagt er: “Þetta er musteri Drottins, musteri Drottins, musteri Drottins.”
Trúarskilningur Jeremía byggir ekki á húsinu glæsilega í Jerúsalem, heldur á afstöðunni til Torah, til lögmálsins. Guð býr þar sem aðkomumenn búa við frelsi, munaðarleysingjar og ekkjur hafa réttindi, þar sem saklausu blóði er ekki úthellt. Guð er þar sem sanngirni ríkir, á slíkum stað finnur Guð sér bústað.
Það að byggja hallir og skrauthýsi þar sem gengið er fram fyrir Guð, eftir að hafa svikið og prettað náungann er ekki þóknanlegt fyrir Guði. Slíkt hús er ræningjabæli. Fórnarþjónustan í musterinu er hluti af þessum blekkingarleik að mati Jeremía. Guð kallar ekki eftir fórnargjöfum heldur hlýðni við lögmálið segir spámaðurinn.
Lögmálið sem Jeremía vísar til og við sjáum í skrifum Amosar, er ekki lögmál sem festist í að fylgja í blindni, heldur lögmál sem krefst réttar fyrir hin veika, smáa og jaðarsetta. Lögmálið knýr á um rétt fyrir ekkjur og munaðarlausa, fátæka og útlendinga, það snýst ekki um hárgreiðslu, föt eða fórnaraðferðir, alls ekki.
Jeremía 6. kafli
Engin(n) vill hlusta. “Þeir skopast að orði Drottins, þeim fellur það ekki í geð.” Loforðin um betri tíð, þegar engin framtíð liggur fyrir. Skjótur gróði er markmið þeirra sem segjast hafa lausnir, hegðunin er viðurstyggileg samkvæmt Jeremía, en loforðaspámennirnir hafa enga blygðunarkennd.
Hamingja samfélagsins skiptir engu, hvíld, sátt og friður skipta engu fyrir þá sem vilja hagnast. Engin spyr um “gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin.” Ógæfan er afleiðing hugarfarsins, hrunið er óumflýjanlegt.
Jeremía 5. kafli
“Engin ógæfa mun koma yfir oss, … Spámennirnir eru loftið tómt, orðið er ekki í munni þeirra, það kemur þeim í koll.”
Skeytingar- og andvaraleysið leiðir til glötunar. Þegar viðvörunarraddirnar eru hunsaðar og spámennirnir niðurlægðir, þá er endirinn nærri. Þá styttist í að samfélagið leysist upp. Þá taka völdin þeir sem svíkja og hunsa munaðarleysingjana, fátæklingana og ekkjurnar í leit að skjótum gróða. Í landi skeytingarleysisins og sjálfhverfunnar, kenna prestarnir að eigin geðþótta það sem fellur í kramið hjá þjóðinni. Sannleikurinn verður afstæður og notaður í þágu hins sterka.
Jeremía 4. kafli
Uppgjör, ákall til að snúa frá villu vega, ákall um að endurvekja traustið á Dorttin. Jeremía kallar landa sína til að opna sig gagnvart Guði, koma fram fyrir Drottin án feluleiks. Framundan er innrás, auðn og eyðilegging. Vanmátturinn að horfast í augu við sjálfan sig, ganga inn í eigin sjálfhverfu, illsku og eigingirni gerir okkur bitur og leiðir til þess að við gerum illt.
En mitt í aðkomandi eyðileggingu, klæðist sjálfumhverft fólkið skarlati, skreytir sig með gulli og faðrar augun, láta sem ekkert sé fyrr en það er of seint.
Biskupsstofnun
Hér held ég áfram með stutta þanka mína um biskup og biskupsembættið.
Í yfirlitinu hér fyrr á iSpeculate má sjá vísbendingar um að í tíð síðustu biskupa hafi orðið þróun í átt til aukinnar miðstýringar, þar sem “völd” biskups hafa aukist og staða Biskupsstofu hefur styrkst. Þessi þróun er að sjálfsögðu ekki óumdeild, en í raun má segja að með Þjóðkirkjulögunum 1997 hafi Biskupsstofa orðið að Biskupsstofnun, þar sem sífellt meiri áhersla hefur verið lögð á utanumhald og eftirlit, en þjónustuhlutverkið gagnvart söfnuðunum á sviði safnaðarstarfs hafi ekki þróast á sama hátt. Continue reading Biskupsstofnun
Jeremía 3. kafli
Áfram heldur gagnrýnin á hegðun landa sinna. Hann bendir á hvernig Norðurríkið, Ísrael, leystist upp en það hafi ekki dugað til. Suðurríkið, Júdea, hafi haldið áfram að sniðganga Guð. Líkingin um ótrúu eiginkonuna er notuð í 3. kaflanum, líking sem er mun þekktari í meðförum annars spámanns, Hósea. Continue reading Jeremía 3. kafli
Fortíðarbiskuparnir, og svo…
Hér á iSpeculate hyggst ég velta fyrir mér biskupsmálum á næstu vikum. Ekki vegna þess að það skipti neinu máli, heldur vegna þess að það er hollt að hugsa upphátt. Fyrsta færslan horfir afturábak (rétt er að taka fram að það eru 15 ár síðan ég stúderaði íslenska kirkjusögu í kjölfar iðnbyltingar). Continue reading Fortíðarbiskuparnir, og svo…
Jeremía 2. kafli
Guð er gleymdur, nema á degi neyðarinnar. Íbúar Jerúsalem hafa snúið baki við skapara sínum. Sjálfhverfan og fullvissan um eigið ágæti hefur leyst af hólmi auðmýkt gagnvart Guði. Sagan og traustið til Guðs er gleymt, guðirnir sem eru dýrkaðir eru sjálfgerðir, hver borg hefur gert guði eftir eigin mynd.
Sektin felst í því að neita að horfast í augu við misgjörðirnar. Að fullyrða, “ég hef ekki syndgað.” Að neita að horfast í augu við óréttlætið meðan blóð fátæklinganna litar klæðafald okkar.
Jeremía 1. kafli
Spádómsbók Jeremía lýsir viðvörunum spámannsins og áminningu til landa sinna, en ekki síður fjallar hún um glímu spámannsins við sjálfan sig og köllun sína. Þannig sér spámaðurinn þörfina á að boðskapurinn sem hann telur sig hafa frá Guði heyrist, en óskar sér þess að hann þurfi ekki að sjá um flutninginn. Jeremía telur sannleikann mikilvægari en eigin velferð, þó það sé alls ekki alltaf auðvelt.
Eftir að ritari tímasetur líf Jeremía Hilkíasonar á tímabilinu milli fyrri og síðari Herleiðingarinnar, eða á árabilinu 597-587 f.Kr. hefst glíma Jeremía.
Hann veit sem er að hann á að fara og benda á misgjörðir samfélagsins, hann upplifir köllun sína sem Guðs útvalningu, en Jeremía upplifir sig takmarkaðan, “ég er enn svo ungur.” Guð lofar Jeremía ekki auðveldu lífi, fullyrðir að á hann verði ráðist, en hlutverk hans sé að tala sannleikann og hjálpa þjóð sinni að horfast í augu við stöðu sína.