Jesaja 17. kafli

Áherslan hjá Jesaja er ekki fyrst og fremst kallið til iðrunar líkt og hjá Jeremía, heldur sú staðreynd að stórveldi (og smáríki) munu rísa upp, hnigna niður og hverfa. Vissulega spilar inn í þessa hringrás (ef það er rétta orðið) að fólk gleymir Guði, en það er hluti ferilsins. Í uppsveiflunni og á góðæristímanum gleymist Guð, en þegar herðir að þá… Continue reading Jesaja 17. kafli

Jesaja 16. kafli

Upplausn og endalok Móab er Jesaja hugleikin og áhugavert að endalok Móab kemur einnig fyrir í skrifum Jeremía næstum 150 árum síðar. Hér eru rúsínukökur notaðar sem táknmynd hjáguðadýrkunar, en rúsínukökur Móabíta koma við sögu m.a. í Ljóðaljóðunum (á jákvæðan hátt) og í 3. kafla Hósea. Continue reading Jesaja 16. kafli

Jesaja 15. kafli

Þegar við lesum spámenn Gamla testamentisins er ekki alltaf auðvelt að vita og sjá hvort þeir séu í skrifum sínum að vísa til þess sem er, var eða verður. Þannig velti ég fyrir mér hvort hernaðaraðgerðin gegn Móab sem hér er lýst, sé vitnisburður um það sem hefur gerst, vísun til atburða sem eru í gangi eða framtíðarsýn Jesaja. Continue reading Jesaja 15. kafli

Jesaja 12. kafli

Ríki Guðs mun koma. Jesaja er þess fullviss.

Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins.

Það er skemmtilega sjálfhverft að í lýsingunni á Guðsríkinu í þessum kafla, sé ég Vatnaskóg. Lind hjálpræðisins er í mínum huga bókstaflega í Lindarrjóðri. Þegar ég geng yfir brúna að kapellunni þá er ég í ríki Guðs. Continue reading Jesaja 12. kafli

Jesaja 6. kafli

Köllunarfrásaga Jesaja er megininntak þessa kafla. Ég hef fjallað um muninn á köllunarfrásögn Jeremía og þeirri sem við sjáum hér m.a. á Fræðslukvöldi um Biblíuna. Megineinkenni þessarar sögu er upphafinn, fjarlægur Guð og formlegt helgihald. Guð sem kallar Jesaja er þannig Guð musterisins. Continue reading Jesaja 6. kafli

Jesaja 1. kafli

Spádómsbók Jesaja er eitt af lykilritum Gamla testamentisins, ekki síst fyrir kristna, enda fjölmargar vísanir til frelsarans sem hafa verið lesnar sem spádómar um líf og starf Jesú Krists. Almennt er talið að ritið sé a.m.k. þrískipt og í því samhengi talað um Jesaja, Deutero-Jesaja og Trito-Jesaja. Continue reading Jesaja 1. kafli