Assýríukonungur mun ekki láta duga að taka norðurríkið í herferð sinni í lok 8. aldar. Jesaja bendir löndum sínum á að flótti til Egyptalands sé til einskis. Assýríukonungur muni ráðast þangað.
Category: Lestur
Ágætur vinur minn sem starfar sem prestur í Texas í BNA, ákvað nýverið að lesa í gegnum Biblíuna á tveimur árum og blogga um það sem hann les. Hann nálgast textann ekki endilega á fræðilegum nótum, heldur einfaldlega skrifar þær hugsanir sem koma upp við lesturinn.
Mér finnst hugmyndin frábær, hún kallar á aga í reglulegum Biblíulestri og getur hjálpað til við að glíma við texta sem e.t.v. eru misþægilegir aflestrar.
Jesaja 19. kafli
Drottinn Ísraels mun einnig með tímanum verða Drottinn Egyptalands. Continue reading Jesaja 19. kafli
Jesaja 18. kafli
Guð Ísraelsþjóðarinnar verður lofsungin af öllum þjóðum. Meira að segja af…
þjóðinni sem allir óttast hvarvetna, þjóðinni sem treður allt niður með ógnarafli og býr í landi sem fljót falla um. Gjafirnar verða færðar til Síonarfjalls þar sem nafn Drottins allsherjar býr.
Jesaja 17. kafli
Áherslan hjá Jesaja er ekki fyrst og fremst kallið til iðrunar líkt og hjá Jeremía, heldur sú staðreynd að stórveldi (og smáríki) munu rísa upp, hnigna niður og hverfa. Vissulega spilar inn í þessa hringrás (ef það er rétta orðið) að fólk gleymir Guði, en það er hluti ferilsins. Í uppsveiflunni og á góðæristímanum gleymist Guð, en þegar herðir að þá… Continue reading Jesaja 17. kafli
Jesaja 16. kafli
Upplausn og endalok Móab er Jesaja hugleikin og áhugavert að endalok Móab kemur einnig fyrir í skrifum Jeremía næstum 150 árum síðar. Hér eru rúsínukökur notaðar sem táknmynd hjáguðadýrkunar, en rúsínukökur Móabíta koma við sögu m.a. í Ljóðaljóðunum (á jákvæðan hátt) og í 3. kafla Hósea. Continue reading Jesaja 16. kafli
Jesaja 15. kafli
Þegar við lesum spámenn Gamla testamentisins er ekki alltaf auðvelt að vita og sjá hvort þeir séu í skrifum sínum að vísa til þess sem er, var eða verður. Þannig velti ég fyrir mér hvort hernaðaraðgerðin gegn Móab sem hér er lýst, sé vitnisburður um það sem hefur gerst, vísun til atburða sem eru í gangi eða framtíðarsýn Jesaja. Continue reading Jesaja 15. kafli
Jesaja 14. kafli
Upphafið hér virðist ekki í samhengi, framtíðarsýn þar sem Ísraelsmenn munu að nýju setjast að í landi sínu og ríkja yfir þeim sem kúguðu þá áður. Continue reading Jesaja 14. kafli
Jesaja 13. kafli
Jesaja spáir fyrir um hrun Babylon af hendi Meda sem voru á þessum tíma hluti af assýríska heimsveldinu. Lýsingar Jesaja á ofbeldinu eru ljóslifandi og enn á ný vísar hann til þess að allt sem gerist sé vegna reiði Drottins alsherjar. Allt sem gerist, gerist vegna vilja Guðs. Continue reading Jesaja 13. kafli
Jesaja 12. kafli
Ríki Guðs mun koma. Jesaja er þess fullviss.
Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins.
Það er skemmtilega sjálfhverft að í lýsingunni á Guðsríkinu í þessum kafla, sé ég Vatnaskóg. Lind hjálpræðisins er í mínum huga bókstaflega í Lindarrjóðri. Þegar ég geng yfir brúna að kapellunni þá er ég í ríki Guðs. Continue reading Jesaja 12. kafli
Jesaja 11. kafli
Enn og aftur vísar Jesaja til lausnarans. Til réttláta leiðtogans sem mun koma, Jesarótarinnar, eins og sungið er í jólasálmunum. Continue reading Jesaja 11. kafli
Jesaja 10. kafli
Guð Jesaja er Guð alsherjar, ekki einvörðungu guð hebrea, útvöldu þjóðarinnar, heldur Guð allra þjóða. Sá Guð sem stjórnar öllu. Það eru ekki bara þau sem tilheyra hinum útvöldu sem hafa brugðist Guði. Continue reading Jesaja 10. kafli
Jesaja 9. kafli
Framtíðin felst í barninu sem hefur fæðst/mun fæðast.
Því að barn er oss fætt,
sonur er oss gefinn.
Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla,
hann skal nefndur:
Undraráðgjafi, Guðhetja,
Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi. Continue reading Jesaja 9. kafli
Jesaja 8. kafli
Þessir Jesaja textar eru líklega þeir torskyldustu af því sem ég hef farið í gegnum til þessa í lestraryfirferðinni minni. Inntakið virðist vera að innrás af hendi Assýríukonungs er yfirvofandi. Continue reading Jesaja 8. kafli
Jesaja 7. kafli
Akasar konungur í Júda óttast innrás, en vill ekki ögra Guði og leita náðar hans. Jesaja lofar tákni um framtíð…
Þess vegna mun Drottinn sjálfur gefa yður tákn. Sjá, yngismær verður þunguð og fæðir son og lætur hann heita Immanúel. Continue reading Jesaja 7. kafli
Jesaja 6. kafli
Köllunarfrásaga Jesaja er megininntak þessa kafla. Ég hef fjallað um muninn á köllunarfrásögn Jeremía og þeirri sem við sjáum hér m.a. á Fræðslukvöldi um Biblíuna. Megineinkenni þessarar sögu er upphafinn, fjarlægur Guð og formlegt helgihald. Guð sem kallar Jesaja er þannig Guð musterisins. Continue reading Jesaja 6. kafli
Jesaja 5. kafli
Guð hefur skapað kjöraðstæður, skapað umhverfi fyrir frábært samfélag en útkoman er önnur.
Hann vonaði að garðurinn bæri vínber
en hann bar muðlinga. Continue reading Jesaja 5. kafli
Jesaja 4. kafli
Afleiðing hrunsins er skortur á karlmönnum. Konur þurfa að bera ábyrgð á eigin framfærslu. Réttlætið mun aftur ríkja, Jerúsalem verður á ný hæli og skjól.
Jesaja 3. kafli
Framtíð Jerúsalem er ekki björt, matur og drykkur af skornum skammti. Unglingar taka völdin, leiðtogarnir óhæfir. Að mati Jesaja er ástæðan augljós, við berum sjálf ábyrgð á örlögum okkar. Continue reading Jesaja 3. kafli
Jesaja 2. kafli
Jesaja gefur í skin að Guð Ísraels sé Guð allra þjóða. Continue reading Jesaja 2. kafli
Jesaja 1. kafli
Spádómsbók Jesaja er eitt af lykilritum Gamla testamentisins, ekki síst fyrir kristna, enda fjölmargar vísanir til frelsarans sem hafa verið lesnar sem spádómar um líf og starf Jesú Krists. Almennt er talið að ritið sé a.m.k. þrískipt og í því samhengi talað um Jesaja, Deutero-Jesaja og Trito-Jesaja. Continue reading Jesaja 1. kafli