Jesaja 40. kafli

Eftir áþján og ógn í valdatíð Hiskía konungs, er komið að rólegri tíð. Ógn frá Assýríukonungi er ekki lengur til staðar. Hiskía er í góðum tengslum við nýjasta stórveldið, Babýlóníu. Skrifum Jesaja Amotssonar (proto Jesaja) er lokið. Það sem nú fylgir eru skrif sem oftast eru kennd við Deutoro Jesaja, skrif sem eiga uppruna sinn í útlegðinni til Babýlóníu sem Jesaja spáði um í 39. kaflanum.  Continue reading Jesaja 40. kafli

Jesaja 39. kafli

Hiskía jafnaði sig á veikindunum og við heyrum af því að Babýlóníukonungur sýni Jerúsalem aukin áhuga. Jesaja spáir því að

Sá tími mun koma að allt sem er í húsi þínu og allt sem forfeður þínir hafa safnað til þessa dags verður flutt til Babýlonar. Ekkert verður eftir, segir Drottinn. Nokkrir af sonum þínum, niðjum þínum, sem þú átt eftir að eignast, verða teknir og gerðir að herbergisþjónum Babýloníukonungs.

Jesaja 38. kafli

Líkt og í 37. kaflanum erum við hér með helgihaldsljóð, eða öllu heldur harmljóð. Umgjörðin eru veikindi Hiskía konungs. Lokaorð ljóðsins eftir harmakveinin eru:

Sá einn sem lifir þakkar þér
eins og ég nú í dag.
Feður munu segja börnum sínum
frá trúfesti þinni.
Drottinn, þér þóknaðist að hjálpa mér,
því skulum vér leika á strengi
við hús Drottins
alla ævidaga vora.

Jesaja 32. kafli

Það færi ágætlega á því að lesa spádómsbók Jesaja samhliða og í tengslum við Kroníku- og Konungabækur, til þess að sjá betur inn í hvaða aðstæður er talað. Góðæri og eymd skiptast á, þjóðin fær góða konunga og aðra slæma. Eyðimörk verður að aldingarði, Jesaja vísar til skógarins sem hverfur og borga sem hrynja. Stefið hér virðist yfirvofandi hrun borgarveldisins og upprisa sveitasamfélagsins.

Jesaja 23. kafli

Sýn Jesaja nær lengra en margra annarra spámanna Gamla testamentisins. Hann sér allan hin þekkta heim sem viðfangsefni Guðs Ísraelsþjóðarinnar. Stefið er áfram um stórveldin sem rísa og hnigna, hann vísar til Tarsis og Sídon, Kanverja og Kaldea. Allar þjóðir eiga sinn blómatíma áður en hrunið kemur og það kemur.