Eftir áþján og ógn í valdatíð Hiskía konungs, er komið að rólegri tíð. Ógn frá Assýríukonungi er ekki lengur til staðar. Hiskía er í góðum tengslum við nýjasta stórveldið, Babýlóníu. Skrifum Jesaja Amotssonar (proto Jesaja) er lokið. Það sem nú fylgir eru skrif sem oftast eru kennd við Deutoro Jesaja, skrif sem eiga uppruna sinn í útlegðinni til Babýlóníu sem Jesaja spáði um í 39. kaflanum. Continue reading Jesaja 40. kafli
Category: Lestur
Ágætur vinur minn sem starfar sem prestur í Texas í BNA, ákvað nýverið að lesa í gegnum Biblíuna á tveimur árum og blogga um það sem hann les. Hann nálgast textann ekki endilega á fræðilegum nótum, heldur einfaldlega skrifar þær hugsanir sem koma upp við lesturinn.
Mér finnst hugmyndin frábær, hún kallar á aga í reglulegum Biblíulestri og getur hjálpað til við að glíma við texta sem e.t.v. eru misþægilegir aflestrar.
Jesaja 39. kafli
Hiskía jafnaði sig á veikindunum og við heyrum af því að Babýlóníukonungur sýni Jerúsalem aukin áhuga. Jesaja spáir því að
Sá tími mun koma að allt sem er í húsi þínu og allt sem forfeður þínir hafa safnað til þessa dags verður flutt til Babýlonar. Ekkert verður eftir, segir Drottinn. Nokkrir af sonum þínum, niðjum þínum, sem þú átt eftir að eignast, verða teknir og gerðir að herbergisþjónum Babýloníukonungs.
Jesaja 38. kafli
Líkt og í 37. kaflanum erum við hér með helgihaldsljóð, eða öllu heldur harmljóð. Umgjörðin eru veikindi Hiskía konungs. Lokaorð ljóðsins eftir harmakveinin eru:
Sá einn sem lifir þakkar þér
eins og ég nú í dag.
Feður munu segja börnum sínum
frá trúfesti þinni.
Drottinn, þér þóknaðist að hjálpa mér,
því skulum vér leika á strengi
við hús Drottins
alla ævidaga vora.
Jesaja 37. kafli
Ekkert verður af hernaði gegn Jerúsalem í bili, en Jesaja flytur varnaðarorð frá Guði sem kallast á við Davíðsálm 139, það er sama hvað við hömumst og reynum. Við losnum ekki undan Guði.
Jesaja 36. kafli
Spurningunni um hvort skrif Jesaja eru fréttaskrif eða spádómar er svarað skýrt í lýsingum þessa kafla, sem segir frá því að fulltrúi Assýríukonungs kemur að borgarmúrum Jerúsalem til að fá Hiskía konung til að láta af völdum. Continue reading Jesaja 36. kafli
Jesaja 35. kafli
Eyðingin og vonin kallast á í gegnum texta Jesaja, vissulega er Edóm útrýmt, en
Hinir endurkeyptu Drottins hverfa aftur
og koma fagnandi til Síonar,
eilíf gleði fer fyrir þeim,
fögnuður og gleði fylgja þeim
en sorg og mæða flýja.
Jesaja 34. kafli
Gangið nær, þjóðir, svo að þér heyrið,
hlýðið á, lýðir.
Jörðin heyri og allt sem á henni er,
heimurinn og allt sem í honum býr. Continue reading Jesaja 34. kafli
Jesaja 33. kafli
Með því að gera gott og lifa vel, Continue reading Jesaja 33. kafli
Jesaja 32. kafli
Það færi ágætlega á því að lesa spádómsbók Jesaja samhliða og í tengslum við Kroníku- og Konungabækur, til þess að sjá betur inn í hvaða aðstæður er talað. Góðæri og eymd skiptast á, þjóðin fær góða konunga og aðra slæma. Eyðimörk verður að aldingarði, Jesaja vísar til skógarins sem hverfur og borga sem hrynja. Stefið hér virðist yfirvofandi hrun borgarveldisins og upprisa sveitasamfélagsins.
Jesaja 31. kafli
Að leita til Egypta lýsir að mati Jesaja vantrú á krafti YHWH, að leita hjálpar annarra þjóða er brot á fyrsta boðorðinu. Það er tilraun til að leita guða þar sem engir eru. Vantraust til Guðs leiðir alltaf til eyðileggingar og hruns.
Jesaja 30. kafli
Enn á ný er mikilvægt að spyrja sig um hlutverk spámannanna í Gamla testamentinu. Hvernig skiljum við samtímasögu Jesaja og hvernig notum við hana til að túlka textann sem við lesum. Hér varar Jesaja við bandalögum sem eru Guði á móti skapi, vísar til samningaviðræðna Ísraelsmanna við Faraó og segir Continue reading Jesaja 30. kafli
Jesaja 29. kafli
Hrun Jerúsalem er óumflýjanleg, enda hefur þjóðin engan skilning á áætlan Guðs. Continue reading Jesaja 29. kafli
Jesaja 28. kafli
Lýsingarnar eru ekki glæsilegar á leiðtogunum í Samaríu. Þeir eru fyrst og fremst drykkjurútar. Continue reading Jesaja 28. kafli
Jesaja 27. kafli
Þjóðirnar sem lifa í kringum Ísrael munu hverfa samkvæmt spádómum Jesaja, en þrátt fyrir að Jerúsalem verði rústir einar mun Ísrael verða reist við á ný. Continue reading Jesaja 27. kafli
Jesaja 26. kafli
Hann hefur lítillækkað þá sem bjuggu á hæðum,
steypt hinni háreistu borg,
steypt henni til jarðar
og varpað henni í duftið.
Hún var troðin fótum,
fótum fátækra,
tröðkuð iljum umkomulausra. Continue reading Jesaja 26. kafli
Jesaja 25. kafli
Að lokinni heimsendaspá 24. kaflans hefst lofsöngurinn. Í kjölfar hörmunga þá upplifum við Guð á nýjan hátt. Guð sem brýtur niður „hallir hrokafullra“ en lofsöngurinn um Guð er sunginn… Continue reading Jesaja 25. kafli
Jesaja 24. kafli
Heimsendalýsing Jesaja er hrein og bein. Sömu örlög bíða allra. Continue reading Jesaja 24. kafli
Jesaja 23. kafli
Sýn Jesaja nær lengra en margra annarra spámanna Gamla testamentisins. Hann sér allan hin þekkta heim sem viðfangsefni Guðs Ísraelsþjóðarinnar. Stefið er áfram um stórveldin sem rísa og hnigna, hann vísar til Tarsis og Sídon, Kanverja og Kaldea. Allar þjóðir eiga sinn blómatíma áður en hrunið kemur og það kemur.
Jesaja 22. kafli
Fall Jerúsalem var fyrirséð, þegar Guð kallaði til iðrunar var ekki hlustað. Continue reading Jesaja 22. kafli
Jesaja 21. kafli
Áfram er áherslan á að stórveldi komi og fari. Elamítar gera árás, Medar sitja um borgina. Eina stundina er Babýlon stórveldi, þá næstu er hún fallin. Í texta um hrun og styrjaldarástand fáum við að vita að
Morguninn kemur og þó er nótt.