Við eigum ekki trúna á Krist vegna þess að við höfum staðið okkur svo vel, vegna þess að við höfum gert góða hluti. Trúin á Krist byggir ekki á því að við séum góð, hvað þá að við séum betri en aðrir.
Continue reading Galatabréfið 3. kafli
Category: Lestur
Ágætur vinur minn sem starfar sem prestur í Texas í BNA, ákvað nýverið að lesa í gegnum Biblíuna á tveimur árum og blogga um það sem hann les. Hann nálgast textann ekki endilega á fræðilegum nótum, heldur einfaldlega skrifar þær hugsanir sem koma upp við lesturinn.
Mér finnst hugmyndin frábær, hún kallar á aga í reglulegum Biblíulestri og getur hjálpað til við að glíma við texta sem e.t.v. eru misþægilegir aflestrar.
Galatabréfið 2. kafli
Kaflinn virðist byrja á lýsingu Páls á Postulafundinum og hvernig hann sættist við lykilmenn í hópi gyðingkristinna um skilning á fagnaðarerindinu. Hann segir þá sammála um að lykilatriðið í boðun kirkjunnar sé að minnast hinna fátæku, sem andsvar við náðargjöf Guðs. Hins vegar má líka vera að hér sé ekki um hinn formlega fund að ræða sem átti sér stað 48 e.Kr. Fullyrðingin um einkafund bendir til þess að hér sé jafnvel um að ræða samtal sem Páll tók þátt í fyrir árið 48 e.Kr.
Continue reading Galatabréfið 2. kafli
Galatabréfið 1. kafli
Galatabréfið er málsvörn Páls, uppgjör við hugmyndir sumra gyðingkristna að einvörðungu þeir sem fylgja lögmálinu, láta umskerast og fylgja hreinleikalögum Leviticusar geti verið kristnir.
Continue reading Galatabréfið 1. kafli
Bréf Páls
Lestur Biblíunnar kallar á margskonar vangaveltur eins og ég hef nefnt áður hér á vefnum. Að mörgu leiti eru bréf Páls einföldustu og aðgengilegustu textarnir í ritsafninu. Hér er um að ræða sendibréf frá einstaklingi til einstaklinga eða hópa. Í mörgum tilfellum kemur nafn sendanda og nafn viðtakenda fyrir í bréfinu. Í bréfunum er jafnframt í einhverjum tilfellum tiltekin ástæðan fyrir skrifum viðkomandi bréfs. Tímasetning flestra skrifanna liggur einnig fyrir +/- 10 ár.
Continue reading Bréf Páls
1. Mósebók 50. kafli
Það er áhugavert að þrátt fyrir að Jakob hafi fengið ósk sína uppfyllta og verið jarðaður í eða við Hebron, þá virðist textinn segja að undirbúningur líksins og útförin hafi farið fram eftir egypskum hefðum. Ef til vill áminning um að réttar útfararhefðir voru minna mál þá enn nú. Þá er mikilvægt að Guð Ísraels (El) eða Jahve eru í engu tengdir þessu jarðarfararstússi. Continue reading 1. Mósebók 50. kafli
1. Mósebók 49. kafli
Jakob ávarpar syni sína, útskýrir fyrir þeim að framtíð afkomenda þeirra sé misbjört. Það er að sjálfsögðu mest framtíð í lífi Jósefs sem nýtur að sögn Jakobs sérstakrar blessunar Guðs Ísraels. Þá lærum við að ætt Júda á bjarta framtíð. Flestum mun þeim bræðrum reyndar farnast vel, nema þremur elstu sonum hans og Leu, sem að mati Jakobs eru og verða til vandræða. Continue reading 1. Mósebók 49. kafli
1. Mósebók 48. kafli
Hér er enn ein sagan af uppáhaldsbarna-þema 1. Mósebókar, sem reyndar einhver gæti túlkað sem þemað um hverfugleika feðraveldisins. En sögurnar um uppáhaldsbarnið eru oft í og með sögur um að hefðir feðraveldisins og hefðbundna stöðu frumburðarins eru brotnar. Continue reading 1. Mósebók 48. kafli
1. Mósebók 47. kafli
Faraó tekur vel á móti fjölskyldu Jakobs, jafnvel þó Jakob tali um sig sem hjarðmann og segi flutninginn bara vera tímabundinn. Það er sagt að Jósef hafi þurft að styðja við fjölskylduna þrátt fyrir að þau fengu gott land og vinnu hjá Faraó, enda hópurinn stór og kreppan byrjuð að hafa áhrif í Egyptalandi þrátt fyrir undirbúninginn á góðæristímanum. Continue reading 1. Mósebók 47. kafli
1. Mósebók 46. kafli
Hópurinn heldur af stað til móts við nýja tíma í nýju landi. Það fara ekki allir afkomendur Jakobs í ferðina, eins og upptalningin í þessum kafla ber með sér. Continue reading 1. Mósebók 46. kafli
1. Mósebók 45. kafli
Þá kemur að því. Jósef missir andlitið. Hann passar sig á að senda hirðmenn sína úr herberginu, enda mikilvægt að þjónustufólkið sjái ekki veikleikamerki. Það kemur þó fyrir ekki. Grátur Jósefs heyrist um allt Egyptaland. Bræðurnir vita skiljanlega ekki hvernig þeir eiga að bregðast við, en þegar Jósef hefur sannfært þá um að allt þetta sé hluti af plani Guðs, þá róast þeir. Continue reading 1. Mósebók 45. kafli
1. Mósebók 44. kafli
Jósef plottar á þann veg að Benjamín verði eftir hjá honum í Egyptalandi, en hinir bræðurnir haldi heim á leið. Í því skini lætur Jósef planta silfurbikar í sekk Benjamíns og þegar hann finnst þar, gerir Jósef kröfu um að Benjamín verði skilinn eftir sem þræll sinn. Continue reading 1. Mósebók 44. kafli
1. Mósebók 43. kafli
Kornið endist ekki endalaust og þegar fjölskylda Jakobs hefur étið upp birgðirnar, þarf að kaupa meira. Jakob lendir í rökræðum við syni sína um aðgerðir og finnur sig tilneyddan til að senda Benjamín með hópnum til Egyptalands. Continue reading 1. Mósebók 43. kafli
1. Mósebók 42. kafli
Víkur nú sögunni aftur til Ísrael. Jakob sendir 10 af sonum sínum á stað til Egyptalands til að freista þess að kaupa korn, en heldur eftir yngsta syninum Benjamín. Continue reading 1. Mósebók 42. kafli
1. Mósebók 41. kafli
Tveimur árum eftir draumaráðningu Jósefs fyrir yfirbyrlarann dregur til tíðinda. Konung Egyptalands, faraó, dreymir draum. Spásagnarmenn faraósins hafa enginn svör þegar kemur að merkingu draumanna og þá skyndilega rifjast upp fyrir byrlaranum, hebreinn ungi sem hafði spáð réttilega um framtíðina. Jósef er sóttur, klæddur upp og klipptur. Continue reading 1. Mósebók 41. kafli
Community Writing
When studying Biblical texts, one of the obstacles I constantly have to deal with is the notion that an indicated author is not neccesary the author in a modern understanding of the word. We don’t know if it was Mark that wrote Mark, and if it was there are probably some add-ons that are not his or hers. For some this sounds like we are dealing with fraud or forgery, someone claiming to be something that he is not. The reality is more complicated than that though.
Continue reading Community Writing
1. Mósebók 40. kafli
Við lásum í síðasta kafla að fangelsið þar sem Jósef var haldið, var einnig notað til að geyma fanga konungsins. Það kemur í ljós hér af hverju það er mikilvægt. Continue reading 1. Mósebók 40. kafli
1. Mósebók 39. kafli
Eins og bent var á í ummælum við fyrri kafla, þá reisti Jakob altari til heiðurs El eftir glímu sína við Guð. Það er hins vegar Jahve sem fylgir Jósef í ánauðina í Egyptalandi og lætur “honum heppnast allt sem hann tók sér fyrir hendur.” Það er líka athygli vert að Jahve blessar ekki bara afkomendur Abrahams í þessum kafla, heldur og hinn egypska húsbónda Jósefs. Þessi blessun sem húsbóndinn tengir við Jósef leiðir til þess að Jósef er falin mikil ábyrgð. Continue reading 1. Mósebók 39. kafli
1. Mósebók 38. kafli
Þessi kafli brýtur upp söguna af Jósef og beinir sjónum okkar annað. Júda, sonur Jakobs og Leu, flytur burtu frá bræðrum sínum og giftist inn í kanverska fjölskyldu. Elsti sonur Júda deyr ungur stuttu eftir að hafa gengið að eiga konu að nafni Tamar og segir frásagan að ástæða andlátsins hafi verið að hann hafi vakið andúð Drottins (Jahve). Continue reading 1. Mósebók 38. kafli
1. Mósebók 37. kafli
Það einkennir “hetjur” Gamla testamentisins, a.m.k. hetjur fyrstu Mósebókar að þær eru ekki beinlínis skemmtilegir karakterar. Þannig er sjálfhverfa Jósefs eins og henni er lýst í fyrri hluta þessa kafla fremur óþolandi. Enda finnst jafnvel föður hans nóg um. Það er jafnvel nefnt að hann hafi baktalað þá bræður sína sem hann hékk þó mest með. Continue reading 1. Mósebók 37. kafli
1. Mósebók 36. kafli
Svæðið er ekki nógu stórt fyrir þá báða, Jakob (aka Ísrael) og Esaú, svo Esaú flytur á brott. Kaflinn gerir grein fyrir ætt Esaú, virðist hálft í hvoru gera ráð fyrir að eitthvað af nöfnunum séu þekkt og ekki er ósennilegt að einhverjar sögur hafi fylgt þessu fólki, eins og t.d. sagan um hverina í óbyggðinni. Continue reading 1. Mósebók 36. kafli