Einhverju sinni sagði góður maður í ummælum að ég væri fremur hrifnæmur og það má til sanns vegar færa. Ég tel það ekki eftir mér að skipta um skoðun og hrífast með, jafnvel skrifa um þær skoðanir hér á annál. Continue reading Afsakaðu Óskar
Author: Halldór Guðmundsson
Veffríi lýkur
Nú hef ég lokið vef-sabbatical-inu mínu. Það varð ekki eins agað og ég hafði ætlað enda margt sem gerðist á þessum tíma í vefheimum. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir hvernig ég tókst á við einstaka þætti.
- Ég mun nota netið við leitir í upplýsingagagnagrunnum í tengslum við rannsóknir á vegum Healthy Congregations. Ég mun einungis notast við tölvur Trinity Lutheran Seminary í þessu skini, en mun ekki leita frá tölvum heima hjá mér.
- Ég mun nota netið við að sækja efni sem kennarar í námskeiðum sem ég er að taka óska eftir að ég nálgist eða benda á. Til að nálgast slíkt efni mun ég að öðru jöfnu notast við tölvur skólans.
Ég stóð við þessi markmið að öllu leiti, notaðist við tölvur skólans og bókasafna.
- Ég mun notast við vefi fjármálastofnanna bæði hér í BNA og á Íslandi ef þörf krefur.
- Ég mun notast við Blackboard síður Capital og Trinity Lutheran Seminary eins og þarf til að uppfylla kröfur námsins. Það á eins við um síðu kennsluskrár Trinity.
- Ef dóttir mín óskar þess mun ég aðstoða hana í WebKinz eða öðrum veftengdum búnaði sem hún notar.
- Ef konan óskar mun ég setja inn fjölskyldumyndir inn á hrafnar.net.
Það reyndi takmarkað á þetta.
- Ég mun ef kennarinn í námskeiðinu “Urban Ministry in Detroit” óskar eftir því, taka þátt í að skrifa námstengt blogg á tímabilinu 12.-22. janúar 2008. Að öðru leiti mun ég ekki skrifa færslur, svara ummælum eða skrifa ummæli á vefsíðum á þessum tíma.
Við notuðum ekki bloggsvæði í námskeiðinu og ég skrifaði ekki neinar færslur eða ummæli á tímabilinu ef frá er talið færsla í gærdag með vísun í Jim Wallis og birting prédikunar úr Grensáskirkju.
- Ég mun nota vefinn til að fá upplýsingar um sýningartíma kvikmynda og ef þarf upplýsingar um sjónvarpsdagskrá.
Hér gleymdi ég að setja inn veðurvefi sem ég nota töluvert. En annars reyndi lítið á þetta.
- Ég mun nota gCal til að samræma dagatal fjölskyldumeðlima, þó hyggst ég takmarka þá notkun og notast ef kostur er við útprentun.
Ég notaðist einnig við dagatal í símanum mínum sem ég “sync-aði” við gCal.
- Ég mun nota vefinn til að kaupa jólagjafir á Amazon.com ef nauðsyn krefur.
Ég gerði það nokkuð.
- Ég mun nota Skype til að hafa samskipti við Ísland. Eðli málsins vegna verður þó að öllu jöfnu ekki kveikt á Skype nema þegar ég þarf að hafa samband. Þeir sem þurfa að ná á mig, geta samt sem áður hringt með hugbúnaðinum og símtalið færist þá sjálfvirkt í farsímann minn.
Ég gerði það.
- Ég mun hins vegar ekki lesa fréttamiðla á vefnum, blogg-síður eða almenna vefi. Þetta felur í sér að ég mun ekki notast við Google-Reader-inn minn eða notast við video-vefi líkt og google video, youtube.com eða ESPN360.
Ég stóð við þetta fram í janúarbyrjun, að mestu leiti. Meðan ég var í Detroit fylgdist ég nokkuð með fréttum í gegnum símann minn. Eins hreinsaði ég nokkrum sinnum Google Reader-inn minn.
- Ég mun ekki setja inn ný Application á FaceBook, ekki svara athugasemdum á veggjum, skrifa á síðuna eða bæta við efni á þessum tíma. Ég mun hins vegar samþykkja/synja vinabeiðnum sem ég fæ tilkynningar um í tölvupósti.
Stóð við þetta með einni undantekningu sem ég man ekki lengur hver var.
- Ég mun að öllu jöfnu einungis athuga rafpósthólfið mitt tvisvar á dag, í kringum kl. 10 að Austurstrandartíma, kl. 15 á Íslandi og um kl. 15 hér í Ohio, eða kl. 20 á Íslandi. Ég mun ekki notast við gMail notification en sækja þess í stað allan póst með Mail þegar þess er kostur, sem ég hef stillt þannig að póstur er einungis sóttur þegar ég óska eftir því.
Þetta gekk ágætlega að standa við.
Trú og siðgæði
Religion has no monopoly on morality. (Jim Wallis í viðtali við Jon Stewart)
Verkfall handritshöfunda hafði ekki mikil áhrif á The A Daily Show í gærkvöldi. Stórmenni eins og Stefán Pálsson og Jim Wallis létu ljós sitt skína ásamt uppsprettu hláturs og gleði, skemmtikraftinum G.W. Bush. (Þátturinn 22. janúar)
Það hefur alltaf verið svona!
Handrit prédikunar sem var flutt í guðsþjónustu í Grensáskirkju þann 1. janúar 2008.
Áður en ég kom til starfa í Grensáskirkju hafði ég starfað um margra ára skeið í sumarbúðunum í Vatnaskógi og geri svo sem enn viku og viku á hverju sumri. Eitt af því fyrsta sem ég lærði að segja sem starfsmaður í Vatnaskógi var sjálfvirkt svar við hugmyndum um breytingar: En þetta hefur alltaf verið svona! Continue reading Það hefur alltaf verið svona!
Vef-sabbatical
Að gefnu tilefni hef ég tekið þá ákvörðun að taka vef-sabbatical. Vefnotkun er mjög mikilvægur þáttur í lífi mínu og síðustu mánuði og ár hefur upplýsingaöflun og greinalestur tekið sífellt meiri tíma, að ógleymdu fremur tilviljanakenndu vafri sem oft skilar áhugaverðum og á stundum gagnlegum skilningi á mannlegu lífi. Hins vegar er líka hollt að skipta reglulega um gír og endurskoða lífsmynstur sitt. Af þeim sökum hef ég ákveðið að taka mér vef-sabbatical fram til 24. janúar 2008 eða í 55 daga. Þar sem tölvu- og netnotkun er nauðsynleg vegna námsins míns get ég ekki einfaldlega slökkt á tölvunni minni á þessum tíma. Þar af leiðandi hef ég sett mér ákveðnar reglur sem ég mun leitast við að fylgja á þessum tíma.
- Ég mun nota netið við leitir í upplýsingagagnagrunnum í tengslum við rannsóknir á vegum Healthy Congregations. Ég mun einungis notast við tölvur Trinity Lutheran Seminary í þessu skini, en mun ekki leita frá tölvum heima hjá mér.
- Ég mun nota netið við að sækja efni sem kennarar í námskeiðum sem ég er að taka óska eftir að ég nálgist eða benda á. Til að nálgast slíkt efni mun ég að öðru jöfnu notast við tölvur skólans.
- Ég mun notast við vefi fjármálastofnanna bæði hér í BNA og á Íslandi ef þörf krefur.
- Ég mun notast við Blackboard síður Capital og Trinity Lutheran Seminary eins og þarf til að uppfylla kröfur námsins. Það á eins við um síðu kennsluskrár Trinity.
- Ef dóttir mín óskar þess mun ég aðstoða hana í WebKinz eða öðrum veftengdum búnaði sem hún notar.
- Ef konan óskar mun ég setja inn fjölskyldumyndir inn á hrafnar.net.
- Ég mun ef kennarinn í námskeiðinu “Urban Ministry in Detroit” óskar eftir því, taka þátt í að skrifa námstengt blogg á tímabilinu 12.-22. janúar 2008. Að öðru leiti mun ég ekki skrifa færslur, svara ummælum eða skrifa ummæli á vefsíðum á þessum tíma.
- Ég mun nota vefinn til að fá upplýsingar um sýningartíma kvikmynda og ef þarf upplýsingar um sjónvarpsdagskrá.
- Ég mun nota gCal til að samræma dagatal fjölskyldumeðlima, þó hyggst ég takmarka þá notkun og notast ef kostur er við útprentun.
- Ég mun nota vefinn til að kaupa jólagjafir á Amazon.com ef nauðsyn krefur.
- Ég mun nota Skype til að hafa samskipti við Ísland. Eðli málsins vegna verður þó að öllu jöfnu ekki kveikt á Skype nema þegar ég þarf að hafa samband. Þeir sem þurfa að ná á mig, geta samt sem áður hringt með hugbúnaðinum og símtalið færist þá sjálfvirkt í farsímann minn.
- Ég mun hins vegar ekki lesa fréttamiðla á vefnum, blogg-síður eða almenna vefi. Þetta felur í sér að ég mun ekki notast við Google-Reader-inn minn eða notast við video-vefi líkt og google video, youtube.com eða ESPN360.
- Ég mun ekki setja inn ný Application á FaceBook, ekki svara athugasemdum á veggjum, skrifa á síðuna eða bæta við efni á þessum tíma. Ég mun hins vegar samþykkja/synja vinabeiðnum sem ég fæ tilkynningar um í tölvupósti.
- Ég mun að öllu jöfnu einungis athuga rafpósthólfið mitt tvisvar á dag, í kringum kl. 10 að Austurstrandartíma, kl. 15 á Íslandi og um kl. 15 hér í Ohio, eða kl. 20 á Íslandi. Ég mun ekki notast við gMail notification en sækja þess í stað allan póst með Mail þegar þess er kostur, sem ég hef stillt þannig að póstur er einungis sóttur þegar ég óska eftir því.
- Sabbatical-ið hefst á hádegi 30. nóvember 2007 (kl. 17 að íslenskum tíma) og lýkur á hádegi 24. janúar 2008.
Ég mun prenta út þessa færslu og skrá inn á það athugasemdir, vangaveltur og vandamál sem upp kunna að koma. Að kvöldi 24. janúar mun ég skrá færslu þar sem ég met verkefnið.
Skýrsla um trúarlega aðkomu í grunnskólum og leikskólum
Vantrú.is bendir á nýútkomna skýrslu um trúarlega aðkomu í grunn- og leikskólum. Um leið og niðurstöður skýrslunnar eru að mörgu leiti áhugaverðar hlýtur kirkjan að taka til alvarlegrar skoðunar þá mikilvægu niðurstöðu fyrir leikskólann að
Forðast skal aðstæður þar sem börn eru tekin út úr hópnum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar- eða lífsskoðunum þeirra.
Ég hef reyndar haldið á lofti þeirri skoðun að ekki sé nauðsynlegt að öll börn geti tekið þátt í öllu starfi, fjölbreytni og viðurkenning á henni sé ekki nauðsynlega slæm, en niðurstaða skýrslunnar er önnur.
Það er mikilvægt að kirkjan gangist við niðurstöðu nefndarinnar og bregðist við á þann hátt að greina skýrt á milli starfs á vettvangi frítímans annars vegar og verkefnum á skólatíma hins vegar. Eins þarf kirkjan að endurskoða alla upplýsingagjöf um starf sitt og finna leiðir til að bjóða upp á öflugt starf á vettvangi frítímans til að mæta nýjum aðstæðum.
Hér er um enn eitt skrefið til aðskilnaðar ríkis og kirkju, og mikilvægt að kirkjan líti á þetta sem tækifæri til endurskoðunar á áherslum en ekki sem árás á farsælt samstarf.
Vinaleiðarummæli
Það virðist tilhneiging sumra hér á vefnum að stela umræðum, þegar það gerist á eigin vefjum kalla þeir það troll. En ég veit ekki hvað það kallast hér, líklega pirrandi.
En ég hef ákveðið að færa umræðu um Vinaleið og síðkölt af færslu um bréf Menntamálaráðuneytisins um bann við fermingarferðalögum hingað: Continue reading Vinaleiðarummæli
What matters?
As part of my studies in Organizational Behavior I created a tag cloud using my Executive Summaries from the readings. A tag cloud will be used by my group in our final project.
Fermingarferðalög
Sú niðurstaða Menntamálaráðuneytisins að ekki sé heimilt að veita börnum leyfi frá skóla til að taka þátt í fermingarfræðslu er áhugaverð, en augljóslega röng.
Það er auðvelt og sjálfsagt að samþykkja þá niðurstöðu ráðuneytisins að skólum sé óheimilt að koma að undirbúningi fermingarferðalaga og full ástæða til að ítreka það.
En það er einfaldlega EKKERT sem bannar foreldrum að fá frí í tvo daga í skólanum fyrir börnin sín til að sinna sérstökum verkefnum. Það er réttur foreldra skv. þessari námskrá sem vísað er til í bréfi ráðuneytisins til skólastjórnenda.
Frumábyrgð á uppeldi og menntun hvílir á foreldrum og forráðamönnum. Hlutur grunnskólans felst einkum í því að sjá nemendum fyrir formlegri fræðslu og taka þátt í félagslegri mótun þeirra. Þetta sameiginlega verkefni heimila og skóla kallar á náin tengsl, gagnkvæmt traust, gagnkvæma upplýsingamiðlun, samábyrgð og samvinnu.
Ég skal ekki draga í efa að eitthvað hafi misfarist á tíðum í skrifræðinu þannig að gagnvart einhverjum hafi litið svo út að ferðirnar væru í tengslum við skóla, en það er auðvelt að laga. Þannig mætti bregðast við þessu með stöðluðu bréfi sem foreldrar skila inn í skólann og óska eftir fríi fyrir barn sitt. Þetta kallar á meiri vinnu fyrir sóknarpresta og foreldra en er í sjálfu sér eðlileg þróun. Frumábyrgð í uppeldi er hjá foreldrum og þeim er heimilt að fá frí fyrir barnið sitt úr skóla til að sinna öðrum verkefnum – það gerist t.d. í tengslum við íþróttaferðir og ýmsa aðra viðburði.
Þegar svo skólarnir sjá að 95%-100% nemenda óska eftir fríi einhverja tvo ákveðna daga, þá er það skólans að ákveða hvort þeir kenna nemendunum tveimur sem fara ekki eða gefa þeim frí. Þannig er skólinn fríaður ábyrgð á ákvarðanatöku í málinu og það eina sem breytist er að fermingarferðin er ekki sett inn á dagatal skólans og mun því koma foreldrum barnanna tveggja sem ekki eru í fræðslunni á óvart.
Viðbrögð kirkjunnar ættu því að vera þau að nýta tækifærið, auka tengsl við foreldra og útbúa eyðublað sem foreldrar geta fyllt út og óskað eftir fríi í skólanum fyrir börnin sín þá daga sem fermingarfræðslan stendur. Í námskrá er tekið sérstaklega fram að:
Mikilvægt er að skólinn sýni nærgætni og skilning þegar fjallað er um málefni sem tengjast heimilum, t.d. neyslu- og lífsvenjur. Þetta á sérstaklega við um trúar- og lífsskoðanir.
Ég sé því ekki að skólanum sé unnt að bregðast neikvætt við beiðni foreldra um að barnið fái frí til að taka þátt í trúarlegu starfi eins og fermingarfræðslu um takmarkaðan tíma.
Það er mikilvægt í þessari umræðu að halda á lofti gagnkvæmum skyldum allra í málinu. Foreldrar hljóta að eiga rétt á virðingu í garð trúaruppeldis barna sinna, þó þau tilheyri meirihlutahópi.
Sú fullyrðing í bréfinu frá Menntamálaráðuneytinu um að skólum sé “ekki heimilt að veita nemendum í 8. bekk leyfi til að fara í 1-2 daga ferð á vegum kirkjunnar í tengslum við fermingarundirbúning” er þannig augljóst brot á foreldrarétti og í mótsögn við þá áherslu á virðingu fyrir trúar- og lífsskoðunum sem boðuð er í aðalnámskrá grunnskóla. Eins er niðurstaða ráðuneytisins ekki í samræmi við rétt barna til trúaruppeldis sem er tryggður í mannréttindasáttmála Evrópu.
Rétt er að taka fram að ég er vígður til starfa í þjóðkirkjunni og hef um áratugaskeið starfað á fermingarnámskeiðum í Vatnaskógi.
Sjálfstýrð teymi
Einn af fjölmörgum bloggurum sem ég les reglulega hefur sérstakan flokk sem kallast dylgjublogg. Þetta gæti flokkast undir það.
Eitt af fjölmörgum verkefnum hér í Organisational Behavior í síðustu viku var að fjalla um “self-managed teams” (e. sjálfstýrð teymi). En slík eru talin allra meina bót. Í verkefninu átti ég að fjalla um reynslu mína af slíkum teymum og bera saman við kenningarnar. Nú má segja að sjálfstýrð teymi einkenni uppbyggingu félagasamtaka eins og KFUM og KFUK. Því leitaði ég í reynslu mína sem æskulýðsfulltrúi þar. Minnistæðasta teymið frá þeim tíma, með fullri virðingu fyrir deildarstarfsteymum, er án vafa undirbúningshópur landsmóts unglingadeilda líklega 2002, en ég bar ábyrgð á þeirri ákvörðun að skipa í nefndina hóp efnilegra leiðtoga og gaf þeim lausan tauminn í skipulagsvinnu, í samræmi við þær kenningar sem þykja bestar þegar kemur að sjálfstýrðum teymum. Alla vega er það svo í minningunni. Ég reyndar vissi ekkert um slík teymi og kenningar á því sviði á þessum tíma, svo ég var ekki nægilega meðvitaður um hætturnar sem gætu skapast.
Ég vona að kennarinn minn hafi hins vegar ánægju og gleði af að lesa um það þegar ung og ábyrg stúlka kom að máli við mig á miðju landsmóti til að segja mér hvað væri framundan þá um kvöldið. Annars verð ég að segja að ég gat hlegið þegar ég skrifaði frásögnina og bar atburðarásina saman við kenningarnar nú meira en 5 árum síðar, en boy child, o, boy child, mér var ekki hlátur í huga þá.
Skírn
Í tíma í Pastor as Leader var ekki bara rætt um kosti og galla Facebook sem hjálpartækis í safnaðarstarfi, heldur var nokkuð rætt um skírnina og guðfræðileg álitamál sem upp kunna að koma. Á Íslandi hefði þessi umræða verið óþörf enda öllum spurningum svarað með lögum frá 27. júlí 1771.
… höfum Vér allramildilegast ákveðið … að foreldrarnir skuli vera sjálfráðir um það, eftir því sem heilsa barnsins og ástæður útheimta, bæði hvort þau láta skíra það heima, en prestur má eigi synja um það, ef hann er þess beðinn, og hvort þau síðan bera það í kirkju, ef það verður gert án þess að lífi barnsins eða heilbrigði sé stofnað í hættu; foreldrunum skal þó eigi vera skylt að gera það innan nokkurs tiltekins tíma …
Ég veit að einhverjum þykir prýði að konungstilskipunum um skírn og fermingu í lagasafninu, e.t.v. voru hæstaréttardómararnir að vísa til þeirra í dómi sínum gegn Ásatrúarfélaginu, en lög sem eru markleysa, enginn fer eftir og eiga ekki við í dag eru engum til gagns.
Að opna
Það er áhugavert að glíma við námið hér í BNA í samanburði við akademíuna í HÍ. Vissulega var ég yngri, en námsaðferðirnar eru að mörgu leiti gjörólíkar. Að einhverju leiti má skýra það með því að í HÍ var ég í grunnnámi en er í framhaldsnámi hér, en þó útskýrir það ekki allt. Lausnarorðið hér felst í Case-Studies. Ég er í sífellu að skrifa reynslusögur úr mínu lífi og tengja þær við kenningarnar sem ég les. Hvort sem það snýst um hvar einhver leggur bílnum sínum, hvernig er best að takast á við uppgjör reikninga eða hvaða stjórnunaraðferð er best að beita í fyrirtæki þegar skipt er um símanúmer, svo fáin dæmi liðina vikna séu tekin.
Þessi aðferð kallar líka á spennandi sjálfskoðun sem vonandi leiðir til þess að ég verði betri/heilbrigðari manneskja. Þessi leið reynslusagna hafnar því um leið að einhver ein rétt þekking sé til. Aðferðir/hugmyndir/kenningar eru einungis leiðir til að takast á við þann veruleika sem við erum stödd í hverju sinni.
Ekki alltaf “inn”
Fyrir nokkrum dögum ákvað ég að kíkja á Facebook, enda skylst mér að það sé búið að vera málið um nokkra hríð. Og það virðist vera rétt, kerfið er einfaldlega snilld í alla staði og virðist virka, annað en MySpace-conceptið, sem allir tóku þátt í en mér mistókst algjörlega að skilja, þrátt fyrir nokkrar tilraunir.
Facebook býður upp á endalausa möguleika til tenginga, upplýsingamiðlunar og skilaboðadreifingar sem á væntanlega eftir að þróast enn frekar. Einfaldlega snilld! En þar sem ég er búin að uppgötva og skilja dæmið, er ljóst að ekki er lengur um trend að ræða, enda er ágætt að miða við það að þegar ég er orðin hluti af einhverju, er það ekki lengur “inn”.
Misjafnt hafast menn að
Meðan Egill Helgason heldur áfram að sýna hroka í garð þeirra sem ekki eru eins og hann setur Gauti B Eggertsson endurútgáfu “Tíu lítilla negrastráka” í nauðsynlegt samhengi, bæði sögulega og persónulega. Eigi Gauti kærar þakkir fyrir.
Áhugaverður gærdagur
Matti bendir á áhugaverðan flöt á gærdeginum. Sú staðreynd að sóknarprestar eru ríkisstarfsmenn og lúta réttindum og skyldum sem slíkir, veldur því að líklegt er að frelsið sem þeim var tryggt í Kirkjuþingsályktun 8. máls haldi ekki. Ríkisstarfsmenn hafa einfaldlega ekki frelsi til að meina einhverjum um lögbundna þjónustu.
Ég hafði rangt fyrir mér
Ég verð að viðurkenna að dómsorð í Hæstaréttardómi 109/2007 vekja hjá mér takmarkaða gleði. Ég hef ekki lesið rökstuðning dómaranna, en renndi hratt yfir sératkvæði Hjördísar Hákonardóttur. Þessi dómur kemur til með í framtíðinni að verða eitt af grundvallarskjölum í umræðunni um aðskilnað ríkis og kirkju og því mikilvægt að hafa vísun í hann hér.
Fyrir þau/þá sem hafa viljað nota hugtakið ríkiskirkja um stöðu Þjóðkirkjunnar á Íslandi þrátt fyrir mótmæli mín. Dómur Hæstarétts er fallinn, ég hafði rangt fyrir mér. Eftir allt erum við ríkiskirkja og spurning hvort að ég noti ekki tækifærið og geri kröfu á kirkjuna um leiðrétt lífeyrisréttindi.
Kirkjan uppfærð í samræmi við gildandi lög
Ákvörðun Kirkjuþings um málefni samkynhneigðra færir kirkjuna á par við núgildandi lög í landinu. Kirkjan gengur inn í það fyrirkomulag sem ríkir um staðfesta samvist og “óskar” eftir heimild fyrir þá sem eru vígslumenn að lögum til að staðfesta samvist. Jafnframt stendur kirkjuþing áfram við hefðbundin skilning á hjónabandinu sem sáttmála karls og konu.
Allt orðalag og sér í lagi framsetning á tillögunum hefur verið milduð. Þannig er ekki lengur talað um ályktun um hjónabandið líkt og þegar málið var lagt fram. Eins hefur hugtakið vígslumenn verið sett inn í tillöguna til að mynda hugrenningatengsl við vígslu staðfestrar samvistar þó það sé ekki sagt berum orðum. Þá er áherslan á heimildarákvæði veikari enn áður, ekki er talað um samviskufrelsi presta til að neita um athöfn en á móti lögð áhersla á að frelsi presta sé virt.
Vangaveltur sem vakna við lestur þessara breytinga og við þessa samþykkt eru nokkrar:
- Ef frumvarp VG um ein hjúskaparlög nær fram að ganga, er ljóst að málið þarf að fara aftur fyrir Kirkjuþing vegna orðalagsins í þessari samþykkt.
- Það virðist augljóst að hugtakið vígslumenn er sett inn til að mynda hugrenningatengsl við vígslu. Hvernig tókst fylgismönnum réttinda samkynhneigðra að fá kirkjuþingsmenn til að samþykkja það?
- Hvers vegna er ekkert um form helgihalds samþykkt, en það var hluti af 15. máli. Nú þegar ný helgisiðahandbók er væntanleg má ekki seinna vænna að ganga frá formi fyrir athafnir, ef ekki á einfaldlega að notast við hjónavígsluformið.
- Hvaða hugmyndir eru uppi um hvernig virða á frelsi presta? Þetta er augljóslega gert til að friða presta sem vilja ekkert með samkynhneigða hafa, en hefur þetta einhverja raunverulega merkingu. Hafa prestar frelsi til að neyta einhverjum um fyrirbæn?
- Hér má segja að skrefið sé stigið til fulls guðfræðilega til jafnrar stöðu gagn- og samkynhneigðra innan kirkjunnar. Boltanum er rúllað yfir til löggjafans að stíga næsta skref, veita vígslumönnum rétt til staðfestingar samvistar og hugsanlega kalla eftir einum hjúskaparlögum.
- Hvernig tekst kirkjunni að spila úr þessari ákvörðun? Ég verð að viðurkenna að ég efast um að það takist vel. Kirkjan tapaði fyrir löngu síðan allri PR-vinnu vegna þessara mála og ég fæ ekki séð að það breytist núna. En hver veit?
Gagnrýni Gunnars
Gunnar Þorsteinsson kom fram í þættinum “Silfri Egils” og gagnrýndi harðlega nýja Biblíuþýðingu og sagðist særður vegna hennar. Gagnrýni hans var að ég held fjórþætt. Continue reading Gagnrýni Gunnars
Á hálum ís
Það er áhugavert hvernig sjálfskipaðir fræðimenn í koine-grísku hafa nýtt tækifærið til að koma visku sinni á framfæri síðustu sólarhringana. Það á sér í lagi við þá sem hafa sterkar skoðanir á þýðingu orðsins Arsenokoitoi og telja að hin eina rétta guðdómlega þýðing feli í sér fordæmingu samkynhneigðra. Continue reading Á hálum ís
Sérverkefni
Á hverju ári tek ég ákvörðun um að draga úr sérverkefnavinnu, sér í lagi á sviði umbrots og hönnunar, en á hverju ári segi ég samt já við fleiri verkefnum en e.t.v. ég ætti að gera. Ein af ástæðum já-anna er að þeir sem leita til mín eru oft að gera svo frábæra hluti að mér finnst gaman að fá að taka þátt. Þar eru Skyrgámur og Jól í skókassa auðvitað í sérflokki enda lít ég á þátttöku í þeim verkefnum sem framlag mitt til betri heims, en ekki er síður gaman að fá að setja mark á Landsmót kirkjunnar á Hvammstanga, skrifa greinargerðir um kirkjuleg málefni, hanna merki fyrir æskulýðsmót, taka þátt í vefmótun frjálsra félagasamtaka eða viðhalda útliti og sjá um hönnun fréttabréfs Grensássafnaðar.
Öll þessi verkefni gera mér mögulegt að hlera hvað er í gangi heima, um leið og ég get réttlætt fyrir sjálfum mér og konunni að ég þurfi að eiga MacBook og viðeigandi hugbúnað. Þegar ég fór að atast í svona verkefnum fyrir rúmum 10-12 árum, þá man ég að mörkin fyrir vsk-skyldan rekstur var í 180.000 krónum og ég reyndi að miða við að halda verkefnatekjum neðan þess ramma. Reyndar var ég um tíma með vsk-númer enda starfaði ég freelance í rúmt ár og verkefnatekjurnar þurftu að duga fyrir meiru en viðhaldi hug- og vélbúnaðar.
Upp á síðkastið hafa dottið inn nokkur verkefni sem eru spennandi eða gætu orðið það og því ákvað ég að fletta upp vsk-mörkunum fyrir einstaklinga. Það er af sem áður var. Nú eru vsk-mörkin orðin 500.000 krónur og ljóst að lítil hætta er á að ég ögri þeim að ráði verandi í námi í BNA.