Veffríi lýkur

Nú hef ég lokið vef-sabbatical-inu mínu. Það varð ekki eins agað og ég hafði ætlað enda margt sem gerðist á þessum tíma í vefheimum. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir hvernig ég tókst á við einstaka þætti.

  • Ég mun nota netið við leitir í upplýsingagagnagrunnum í tengslum við rannsóknir á vegum Healthy Congregations. Ég mun einungis notast við tölvur Trinity Lutheran Seminary í þessu skini, en mun ekki leita frá tölvum heima hjá mér.
  • Ég mun nota netið við að sækja efni sem kennarar í námskeiðum sem ég er að taka óska eftir að ég nálgist eða benda á. Til að nálgast slíkt efni mun ég að öðru jöfnu notast við tölvur skólans.

Ég stóð við þessi markmið að öllu leiti, notaðist við tölvur skólans og bókasafna.

  • Ég mun notast við vefi fjármálastofnanna bæði hér í BNA og á Íslandi ef þörf krefur.
  • Ég mun notast við Blackboard síður Capital og Trinity Lutheran Seminary eins og þarf til að uppfylla kröfur námsins. Það á eins við um síðu kennsluskrár Trinity.
  • Ef dóttir mín óskar þess mun ég aðstoða hana í WebKinz eða öðrum veftengdum búnaði sem hún notar.
  • Ef konan óskar mun ég setja inn fjölskyldumyndir inn á hrafnar.net.

Það reyndi takmarkað á þetta.

  • Ég mun ef kennarinn í námskeiðinu “Urban Ministry in Detroit” óskar eftir því, taka þátt í að skrifa námstengt blogg á tímabilinu 12.-22. janúar 2008. Að öðru leiti mun ég ekki skrifa færslur, svara ummælum eða skrifa ummæli á vefsíðum á þessum tíma.

Við notuðum ekki bloggsvæði í námskeiðinu og ég skrifaði ekki neinar færslur eða ummæli á tímabilinu ef frá er talið færsla í gærdag með vísun í Jim Wallis og birting prédikunar úr Grensáskirkju.

  • Ég mun nota vefinn til að fá upplýsingar um sýningartíma kvikmynda og ef þarf upplýsingar um sjónvarpsdagskrá.

Hér gleymdi ég að setja inn veðurvefi sem ég nota töluvert. En annars reyndi lítið á þetta.

  • Ég mun nota gCal til að samræma dagatal fjölskyldumeðlima, þó hyggst ég takmarka þá notkun og notast ef kostur er við útprentun.

Ég notaðist einnig við dagatal í símanum mínum sem ég “sync-aði” við gCal.

  • Ég mun nota vefinn til að kaupa jólagjafir á Amazon.com ef nauðsyn krefur.

Ég gerði það nokkuð.

  • Ég mun nota Skype til að hafa samskipti við Ísland. Eðli málsins vegna verður þó að öllu jöfnu ekki kveikt á Skype nema þegar ég þarf að hafa samband. Þeir sem þurfa að ná á mig, geta samt sem áður hringt með hugbúnaðinum og símtalið færist þá sjálfvirkt í farsímann minn.

Ég gerði það.

  • Ég mun hins vegar ekki lesa fréttamiðla á vefnum, blogg-síður eða almenna vefi. Þetta felur í sér að ég mun ekki notast við Google-Reader-inn minn eða notast við video-vefi líkt og google video, youtube.com eða ESPN360.

Ég stóð við þetta fram í janúarbyrjun, að mestu leiti. Meðan ég var í Detroit fylgdist ég nokkuð með fréttum í gegnum símann minn. Eins hreinsaði ég nokkrum sinnum Google Reader-inn minn.

  • Ég mun ekki setja inn ný Application á FaceBook, ekki svara athugasemdum á veggjum, skrifa á síðuna eða bæta við efni á þessum tíma. Ég mun hins vegar samþykkja/synja vinabeiðnum sem ég fæ tilkynningar um í tölvupósti.

Stóð við þetta með einni undantekningu sem ég man ekki lengur hver var.

  • Ég mun að öllu jöfnu einungis athuga rafpósthólfið mitt tvisvar á dag, í kringum kl. 10 að Austurstrandartíma, kl. 15 á Íslandi og um kl. 15 hér í Ohio, eða kl. 20 á Íslandi. Ég mun ekki notast við gMail notification en sækja þess í stað allan póst með Mail þegar þess er kostur, sem ég hef stillt þannig að póstur er einungis sóttur þegar ég óska eftir því.

Þetta gekk ágætlega að standa við.

2 thoughts on “Veffríi lýkur”

  1. Það er gaman að heyra af þessu Elli. Tvær spurningar: Hverju fannst þér þetta breyta fyrir þig? Aukin afköst, meiri tími? Er þetta eitthvað sem þú myndir mæla með fyrir aðra?

  2. Ástæða þess að ég ákvað að marka mér reglur um netnotkun á þennan hátt var að mér fannst sem netnotkun mín væri farin að sýna ýmis merki fíknar, þörfin fyrir að vera “in-the-know” og tilfinningaviðbrögð við því sem ég las voru byrjuð að hafa of mikil áhrif á daglega rútínu mína. Ég hef gert þetta einu sinni áður og ég held að það sé hverjum manni hollt að staldra við og endurskipuleggja rútínuna sína.

    Á sama hátt og það er “inn” að setja reglur um netnotkun barna, held ég að margir hafi þörf á að setja sjálfum sér ramma.

Comments are closed.