Jeremía 27. kafli

Jeremía boðar uppgjöf gagnvart konungi Babýlon. Það er engin önnur leið fær en að sættast við tapið. Jeremía fordæmir enn á ný spámennina sem halda að aðrar leiðir séu færar. Framtíðin felst í að gangast undir öflugasta konungsveldið á svæðinu.

Fyrst að ég hef velt fyrir mér meintum tengingum við Matteus hér í síðustu köflum, þá má velta fyrir sér hvort að Mt 22.15-22 og sér í lagi orðin

Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er,

kallist ekki á við 27. kafla Jeremía. Maður spyr sig.

Grace

I have been contemplating a lot on grace in the last few days, and especially in the context of universal salvation. A part of my thought has been around Bonhoeffer’s notion of cheap grace.

Cheap grace is the preaching of forgiveness without requiring repentance, baptism without church discipline. Communion without confession. Cheap grace is grace without discipleship, grace without the cross, grace without Jesus Christ. Continue reading Grace

Jeremía 26. kafli

Fræðimenn í Gamla testamentisfræðum hafa löngum bent á tengslin milli Jesús og Jeremía í þessum kafla. Þannig sé bein samsvörun á milli 15. versins hér og hins umdeilda texta í Matteus 27.25.

Jeremía segir sannleikann og viðbrögðin eru þau að fjarlægja hann. Ögrunin er einfaldlega of mikil. Það er auðveldara að lifa í blekkingu en að takast á við vandann. Jeremía segir frá Úría spámanni sem var myrtur fyrir varnaðarorðin, en svo er sagt að Jeremía sjálfur hafi notið verndar Ahíkams Safanssonar, annars hefði hann verið framseldur múgnum til lífláts (líkt og Jesús síðar).

 

Jeremía 25. kafli

Ég vísa stundum til Gamla testamentisfræðinga í skrifum mínum. Það er ekki tilraun til að gefa hugsunum mínum sterkara vægi heldur einfaldlega til að leggja áherslu á að það sem ég skrifa hér er ekki endilega ferskar hugsanir og tengingar sem ég er að uppgötva, heldur hef ég nálganirnar frá öðrum. Eru þær réttar og viðeigandi? Ég veit það ekki, en þær hjálpa stundum að tengja textann eða öllu heldur tengjast textanum. Ein af þessum hugsunum er tenging milli bikars reiðinnar í þessum kafla og kaleik Jesús í bæninni í Getsemane í Matteus 26.39.

Það þarf ekki að vera umdeilt að höfundur Matteusarguðspjalls leitar í hefð og smiðju Jeremía í skrifum sínum á guðspjallinu, um það eru fjölmörg dæmi. En hvort að bikar reiðinnar og kaleikur Jesús í Getsemanebæninni séu tengdir er ekki ljóst, þó e.t.v. sé hún áhugaverð.

Jeremía 23. kafli

Sjá, þeir dagar koma, segir Drottinn, að ég mun láta réttlátan kvist vaxa af ætt Davíðs. Hann mun ríkja sem konungur, breyta viturlega og iðka rétt og réttlæti í landinu. Um hans daga verður Júda bjargað og Ísrael mun búa óhultur. Þetta er nafnið sem honum verður gefið: „Drottinn er réttlæti vort.“

Það glittir í von hjá Jeremía, þrátt fyrir að þjóðin hafi verið send í útlegð, þá er von. Drottinn hefur ekki yfirgefið sitt fólk. Það verður nýtt upphaf.

Enn á sama tíma varar Jeremía við svikulum spámönnum sem spá gegn greiðslu, spinna upp sögur, styðja við illvirkja með orðum sínum.

Er ég aðeins Guð í nánd? segir Drottinn,
en ekki Guð í fjarlægð?

Þessi texti Jeremía er stórkostlega mikilvægur, enda minnir hann á stórbrotna og fjölþætta Guðsmynd Ísraelsþjóðarinnar. Drottinn (YHWH) er ekki einvörðungu Guð sem gengur í kvöldsvalanum, heldur og sá sem svífur yfir vötnunum og skapar.

U-ið

Ég vinn fyrir æskulýðshreyfingu, sem er viðeigandi enda á ég ennþá nokkra mánuði í fertugt. Á vettvangi vinnunnar minnar glími ég oft við hvað það merkir að vera hluti af KFUM og KFUK hreyfingunni, hvað skammstöfunin merki í raun.

Nálgun mín gagnvart U-inu er að það gefi skilaboð um að við séum enn að þroskast, við séum að læra og við gerum mistök. Ég hef þannig væntingar gagnvart umhverfinu sem ég vinn í að það sé vettvangur fyrir nýsköpun, tilraunir og klúður. Það er nefnilega trú mín að bara þannig lærum við og þroskumst, færumst nær því að verða fulllorðin, sem þó vonandi gerist aldrei. Continue reading U-ið

Jeremía 22. kafli

Vei þeim sem byggir hús sitt með ranglæti,
sali sína með rangindum
og lætur landa sinn þræla án launa
og greiðir honum ekkert.
Hann segir: „Ég byggi mér stórt hús
og rúmgóðar vistarverur.“

En þú sérð hvorki né hugsar um annað
en eigin gróða,
að úthella saklausu blóði,
kúga og skattpína.

Ég talaði til þín þegar þú varst enn áhyggjulaus
en þú sagðir: „Ég vil ekki hlusta.“

Dómur Drottins yfir Jójakím konungi er harður. Honum bíður að deyja í útlegð, engin niðja hans mun ríkja á ný í Júda.

Jeremía 21. kafli

Ég dreg yður til ábyrgðar fyrir verk yðar,
segir Drottinn,
og legg eld að skóginum.
Hann skal gleypa allt umhverfis sig.

Jeremía sér Drottinn sem geranda alls, allra hluta. Líkt og segir í Jobsbók: „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins.“ Í því ljósi er hefndin, afleiðing óréttlætisins, verk Guðs sjálfs.

Það er Drottinn sjálfur sem sendir hersveitir Nebúkadresar til Jerúsalem til að hneppa þjóð Júda í ánauð. Ekkert er Drottni um megn.

Jeremía er skýr, þeir sem ekki eru teknir og færðir til Babýlon eiga litla framtíð í Jerúsalem, munu verða hungri, sjúkdómum og sverði að bráð. Tími Jerúsalemborgar er ekki núna.

Jeremía 20. kafli

Boðberar vondra tíðinda hafa það víst ekki alltaf gott. Jeremía er húðstrýktur og settur í gapastokk fyrir bölsýni sína. Harmljóð Jeremía lýsir vandanum vel:

Í hvert skipti sem ég tala verð ég að hrópa og verð að kalla: „Ofbeldi og kúgun.“

Réttlætiskennd Jeremía leyfir honum ekki að þegja. Hann upplifir óréttlætið og þrátt fyrir að honum myndi farnast betur í þögninni, þá getur hann ekki lokað munninum. Hann verður að benda á það sem er að.

Jeremía 18. kafli

Þjóð mín hefur gleymt mér,
hún fórnar reykelsi fánýtum goðum
sem hafa leitt hana í hrösun
á gömlu götunum
inn á óruddar slóðir.
Þeir gera land sitt að skelfilegum stað
sem sífellt er hæðst að,
hver sem fer þar um
fyllist hryllingi og hristir höfuðið.

Jeremía varar við því sem framundan er. Kaflinn hefst á líkingunni um leirkerasmiðinn, sem byrjar upp á nýtt þegar leirkerið sem unnið er með skemmist. Orðum Jeremía er ekki mætt af skilningi, Jeremía upplifir hatrið í sinn garð, reiðina vegna spádómsorðanna. Þegar Jeremía hrópar til Guðs:

Má gjalda gott með illu?

Þá er augljóst að Jeremía telur sig vera að gera rétt, gera það sem gott er, þegar hann flytur orð Guðs. Jeremía vonast eftir iðrun og yfirbót þeirra sem heyra orðin, en þess í stað ákveða áheyrendur spádómanna að drepa sendiboðann. Jeremía reiðist og kallar eftir hefnd Guðs.

Það vantar eldri leiðtoga og samkeppni um börnin er mikil

Trúfastir drengir mæta allt af stundvíslega og láta ekkert hindra sig, sem þeir geta ráðið við. Jafnvel skautasvell á tjörninni lokkar ekki hina trúföstu frá að koma. Marga drengi langar auðvitað í „Bio”, en þegar sýningar eru kl. 5 dettur þeim ekki í hug að fara. Því þeir vilja ekki missa af fundinum. Á Y-D-fundum eru allt af um 200 drengir og opt upp í 300. Fundurinn er úti venjulega kl. 5 1/4 – Allir ganga út reglubundið, hver sveit fyrir sig. Aðaldeildarmenn gætu við og við heimsótt Y-D. Þeir mundu hafa gleði af þvi sjálfir og drengirnir gleðjast af góðri heimsókn. (Mánaðarblað KFUM 1. árg. 12. tbl., desember 1926)

Sumt breytist víst seint.

Jeremía 17. kafli

Sá sem aðeins treystir mönnum, en hafnar Guði missir af því góða sem framhjá fer. Afleiðing þess að virða einskis boð Guðs, líta framhjá Drottni leiðir til skorts og vanlíðunar samkvæmt orðum Jeremía, það líf sem lítur framhjá skaparanum einkennist af skortstilfinningu en ekki gnægð, svo ég noti Biblíulegt orðalag.

Enn á ný sjáum við í skrifum Jeremía tilvísun til 139. sálms Davíðs í versi 10. Enn það sem mikilvægara er við lærum að þó traust til Guðs leiði til þess að við horfum öðruvísi á stöðu okkar, merkir það alls ekki að lífið sé áhyggjulaust. Líf Jeremía er síður en svo laust við vandamál og erfiðleika. Jeremía þjáist vegna boðunar sinnar og hrópar á Guð um að snúa hag sínum og andstæðinga sinna.

Hann kallar íbúa Jerúsalem til að taka sinnaskiptum og virða boð Guðs og reglur samfélagsins, en hví að staldra við þegar við getum unnið og grætt.

Jeremía 16. kafli

Getur maðurinn gert sér guði?
Það væru engir guðir.

Orð Jeremía eru hörð og köld. Framtíð samfélagsins er engin, samkennd og meðaumkun eru ekki lengur til staðar. Jeremía varar við að Guð muni grípa inn í skeytingar- og lögleysið. Afleiðing lífsháttana verði samfélagshrun og fólksflutningar, en Exodus muni þó á endanum endurtaka sig, en að þessu sinni verði það Exodus allra þjóða.

Jeremía lítur svo á að Drottinn (YHWH) sé Guð allra þjóða frá endimörkum jarðarinnar. Allir muni játa að nafn Guðs sé Drottinn (YHWH).

Samræming á orði og verki

Undanfarnar vikur og mánuði hef ég skoðað ítarlega margvíslega þætti Facebook-notkunar sér í lagi hjá börnum og unglingum. Einn vinkillinn sem ég hef velt fyrir mér er samskipti og samspil leiðtoga í félagsstarfi og þátttakenda í starfinu. Þetta er sér í lagi áhugavert hvað mig varðar persónulega þegar um er að ræða aðstoðarleiðtoga eða ungleiðtoga á aldrinum 15-18 ára, sem hafa margvíslegar skyldur og einhverja ábyrgð en eru um leið börn skv. lögum. Continue reading Samræming á orði og verki

Jeremía 15. kafli

Hlutskipti Jeremía er ekki eftirsóknarvert:

Vei mér, móðir, að þú fæddir mig,
mann sem á í málaferlum og deilum við alla landsmenn.
Ég hef engum lánað og enginn hefur lánað mér,
samt formæla mér allir.

Hann varar við því sem framundan er, í miðri gleðinni, í partýlátunum stendur Jeremía á mittisskýlunni og varar við að partýið endi í eymd, dauða og samfélagshruni. Hann kvartar undan móttökunum við Guð, hann upplifir sig berjast nær vonlausri baráttu, en treystir á fyrirheitið:

Ég geri þig að rammbyggðum eirvegg
til að verjast þessu fólki.
Þeir munu ráðast á þig en ekki sigra þig
því að ég er með þér,
ég hjálpa þér og frelsa þig, segir Drottinn.
Ég bjarga þér úr höndum vondra manna
og frelsa þig úr greipum ofbeldismanna.

Jeremía 14. kafli

Æ, herra Drottinn! Spámennirnir segja við þá: Þér munuð ekki sjá sverð og ekkert hungur steðjar að því að ég mun veita yður varanlega heill á þessum stað.

Velmegunarguðfræðingarnir fá að heyra það í orðum Jeremía. Við getum ekki talað okkur út úr vandanum. Guð er með okkur í gegnum erfiðleikanna, en lífið felst ekki í því að lifa á bleiku skýi þar sem allt er alltaf gott. Þurrkar koma, ofbeldið er til staðar, sorgin mun knýja á. Sá sem heldur öðru fram lifir í blekkingu og svíkur þá sem hann leiðbeinir. Svarið sem Jeremía boðar er ekki lausn frá eymd, heldur vonin um nýja framtíð.

Nei eða já, af eða á

Það er margt sagt um stöðu kirkju og kristni á Íslandi, en líklega er fátt eins sorglegt og þegar vígðir þjónar kirkjunnar halda því fram að forsenda þess að kirkjan sinni starfsemi á landinu öllu sé að kirkjan sé þjóðkirkja og/eða nefnd sérstaklega í Stjórnarskrá. Continue reading Nei eða já, af eða á