Jeremía 17. kafli

Sá sem aðeins treystir mönnum, en hafnar Guði missir af því góða sem framhjá fer. Afleiðing þess að virða einskis boð Guðs, líta framhjá Drottni leiðir til skorts og vanlíðunar samkvæmt orðum Jeremía, það líf sem lítur framhjá skaparanum einkennist af skortstilfinningu en ekki gnægð, svo ég noti Biblíulegt orðalag.

Enn á ný sjáum við í skrifum Jeremía tilvísun til 139. sálms Davíðs í versi 10. Enn það sem mikilvægara er við lærum að þó traust til Guðs leiði til þess að við horfum öðruvísi á stöðu okkar, merkir það alls ekki að lífið sé áhyggjulaust. Líf Jeremía er síður en svo laust við vandamál og erfiðleika. Jeremía þjáist vegna boðunar sinnar og hrópar á Guð um að snúa hag sínum og andstæðinga sinna.

Hann kallar íbúa Jerúsalem til að taka sinnaskiptum og virða boð Guðs og reglur samfélagsins, en hví að staldra við þegar við getum unnið og grætt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.