Nálgun mín að Daníelsbók byggir á því að bókin sé fyrst og fremst sem verk skrifara sem leitast við að túlka fortíðina og stöðu þjóðar sinnar í kringum 167 f.Kr. Aðferðin sem skrifari notar er að túlka söguna í gegnum „framtíðarsýn“ Ísraelsmannsins Daníels sem upplifði herleiðinguna til Babýlón 400 árum. Með framtíðarsýn Daníels að vopni fjallar ritari á mjög gagnrýnin hátt um hátterni, hegðan og persónu konungsins sem hefur Jerúsalem á valdi sínu. Continue reading Daníelsbók 11. kafli
Tag: storytelling
Daníelsbók 9. kafli
Eg hef ekki áður nefnt hlutverk Gabríels í Daníelsbók sem sendiboða Guðs, en hann er nefndur á nokkrum stöðum í ritinu. Í mínum huga er Gabríel nátengdur fæðingarfrásögn Jesú og því gaman að stinga því hér inn, sem ég gleymdi fyrr í skrifunum, að ég hef alltaf verið fremur svag fyrir vitringunum sem Daníel verndaði í öðrum kafla, og hef haft tilhneigingu til að tengja þá við vitringana frá austurlöndum sem vitjuðu jötunnar. Continue reading Daníelsbók 9. kafli
Daníelsbók 8. kafli
„Framtíðarsýnir“ Daníels halda áfram. Söguskilningur ritara á valdabaráttu, uppbyggingu og falls stórvelda fyrir botni Miðjarðarhafs á árunum 597 f.Kr.-167 f.Kr. eru settar fram í draumi Daníels, ríki þenjast út og dragast saman, klofna og hverfa. Continue reading Daníelsbók 8. kafli
Daníelsbók 6. kafli
Nýr konungur tók við völdum í Babýlon. Að þessu sinni Daríus frá Medíu. Hann setti upp kerfi héraðshöfðingja og af þeim bar Daníel af. Þetta leiddi til afbrýðissemi og öfundar, enda er óþolandi að vinna með fólki sem er öflugt og duglegt og lætur alla aðra líta illa út. Veikleiki Daníels var átrúnaðurinn, hann neitaði að biðja til konungsins. Continue reading Daníelsbók 6. kafli
Daníelsbók 5. kafli
Sonur Nebúkadnesar, Belassar, tók við völdum af föður sínum og virðing hans fyrir gyðinglegum hefðum er verulega minni en föðurins. Textinn segir okkur frá því að hann hafi vanvirt musterisgripina frá Jerúsalem sem gæti verið vísun til vanvirðingar hrakmennisins Antíokkusar Epífanesar (sjá 1Makk 1.10) á musterinu í kringum 167 f. Krist. En Belassar og áðurnefnt hrakmenni áttu það sameiginlegt að hafa ekki unnið sér annað til frægðar en að tilheyra réttri ætt. Continue reading Daníelsbók 5. kafli
Daníelsbók 4. kafli
Hrun Babýlóníu er yfirvofandi, þó að ríkið eigi ef til vill afturkvæmt ef það leitar til Guðs hins æðsta. Tilraunir til að sjá í þessum texta tímabundið brotthvarf Nebúkadnesars konungs frá völdum og endurkomu hans í valdastól er fyrst og fremst skemmtilegur misskilningur einstaklingshyggjuhugsuða í kjölfar upplýsingarinnar. Continue reading Daníelsbók 4. kafli
Daníelsbók 3. kafli
Nebúkadnesar gerir kröfu um skilyrðislausa hlýðni og dýrkun, sem hetjurnar okkar Sadrak, Mesak og Abed-Negó geta ekki samþykkt vegna trúar sinnar og samvisku. Continue reading Daníelsbók 3. kafli
Daníelsbók 2. kafli
Nebúkadnesar hefur ekki mikla þolinmæði gagnvart loddurum, hvort sem þeir eru særinga-, galdra- eða spásagnafólk. Fyrst þeir hafa svona góða tengingu við hið yfirnáttúrulega eiga þeir ekki aðeins að ráða drauma, heldur ættu að geta sagt frá því hver draumurinn var upphaflega. Aðeins þannig getur Nebúkadnesar dæmt um raunverulega tengingu miðlanna. Continue reading Daníelsbók 2. kafli
Daníelsbók 1. kafli
Þegar við lesum texta, nálgumst við þá alltaf með einhverjum fyrirframgefnum forsendum. Þannig hefur fyrri lestur eða túlkun einhvers annars á textanum áhrif, nú eða við tengjum einstök orð við minningu eða upplifun. Við erum ekki tómt eða autt blað og textinn sem við lesum er heldur ekki ósnertur áður en við lesum hann.
Markúsarguðspjall 16. kafli
Lærisveinarnir eru hvergi í fyrri hluta þessa kafla. Það eru konurnar sem hafa ekki yfirgefið Jesú, þó þær hafi upplifað hann tekin frá þeim. Þegar þær vitja grafarinnar þá sjá þær að steininum hefur verið velt frá. Inni í gröfinni sjá þær ungan mann. Continue reading Markúsarguðspjall 16. kafli
Markúsarguðspjall 12. kafli
Dæmisaga Jesú í 12. kaflanum er harkaleg og kallast á við frásögu Fjodor Dostojevski í The Grand Inquisitor í Karamasov bræðrunum. Guð fól þjóð sinni allt, þegar spámennirnir komu og kölluðu eftir réttlæti og friði, voru þeir svívirtir, sbr. Jeremía og fleiri. Continue reading Markúsarguðspjall 12. kafli
Markúsarguðspjall 7. kafli
Orð Jesú um helgihaldið er í anda spámannanna sem gagnrýndu áhersluna á rétt helgihald á kostnað réttlætis og miskunnsemi. Gagnrýnin á þann sem gefur til musterisins í stað þess að styðja við foreldra sína kallast á við orðin í Amos 5, sem ég hef svo sem vísað í áður. Continue reading Markúsarguðspjall 7. kafli
Bicycle Co-Op
In my search for a decent bike for Tomas, I visited Ohio City Bicycle Co-Op today. It was not easy to get there. The Google Map app in my iPhone came in handy, as the bridge on Columbus Road to get around Cleveland’s Flats, is no more. Continue reading Bicycle Co-Op
Fuglarnir í garðinum
https://www.youtube.com/watch?v=duYdco_ibeQ
Markúsarguðspjall 5. kafli
Hér ágerist stefið um hættulegu breytingarnar. Þegar Jesús stígur úr bátnum mætir honum sinnisveikur maður (haldinn illum öndum). Veikindi hans eru vel þekkt. Hann ræður ekki við sig, hann hrópar og stundar sjálfsmeiðingar. Þegar veiki maðurinn sér Jesús óttast hann að nú séu breytingar framundan. Continue reading Markúsarguðspjall 5. kafli
Markúsarguðspjall 4. kafli
Jesús er meðvitaður um að orð hans falla ekki alls staðar í góðan farveg. Hann leitast við að nota dæmisögur og líkingamál en meira að segja lærisveinarnir eiga í erfiðleikum með að skilja hvert hann er að fara með orðum sínum. Continue reading Markúsarguðspjall 4. kafli
2. Mósebók 39. kafli
Ég velti fyrir mér í tengslum við 37. kafla hvort að allt væri fullkomlega í samræmi við boð YHWH úr fyrri köflum. Continue reading 2. Mósebók 39. kafli
2. Mósebók 37. kafli
Það væri sjálfsagt áhugavert að bera saman smíði tjaldbúðarinnar eins og henni er lýst hér og kröfu YHWH um gjörð tjaldbúðarinnar í textanum í kjölfar 25. kaflans. Þannig gæti ég fundið út hvort skarpönnurnar og ljósasöxin áttu að vera úr skíru gulli eða ekki. Continue reading 2. Mósebók 37. kafli
2. Mósebók 35. kafli
Þessi texti er um margt eins og textinn í 25. kaflanum, enda er greinilega verið að fjalla um sama viðburðinn. Í 25. kaflanum er YHWH að tilkynna Móse hvers hann óskar, en að þessu sinni er Móse að flytja boðin áfram til Ísraelsþjóðarinnar. Continue reading 2. Mósebók 35. kafli
2. Mósebók 33. kafli
YHWH stendur við orð sín um að leiða þau til landsins sem hann hafði áður gefið Abraham, Ísak og Jakobi. En YHWH segir jafnframt að hann muni ekki fylgja fólkinu sínu inn í landið. Continue reading 2. Mósebók 33. kafli