Eftir frásögnina af fyrsta fundi bræðranna með Faraó, er ítrekað að verk Móse er viðbrögð við kalli Guðs. Við lesum um viðbrögð Ísraelsmanna við köllun Móse. Continue reading 2. Mósebók 6. kafli
Tag: politics
2. Mósebók 1. kafli
Hræðslan við hina er ekki ný. Hina sem kannski stela á endanum landinu okkar. Árlega er skrifað um endalok hvítra Bandaríkja, nú eða fjallað um spár um mannfjöldaþróun sem benda til þess að hinir verði bráðum fleiri en við. Markmiðið er ekki alltaf neikvætt með slíkum fréttaflutningi, en rasíski undirtóninn er óumflýjanlegur. Continue reading 2. Mósebók 1. kafli
Esterarbók 6. kafli
Nóttina fyrir veisluna liggur konungur andvaka og lætur lesa fyrir sig frásögn um tilræðið við sig. Þar er skráð að það hafi í raun verið Mordekaí sem kom upp um tilræðismennina, en hafi ekki fengið neitt að launum. Continue reading Esterarbók 6. kafli
Esterarbók 4. kafli
Viðbrögð Mordekaí við tilskipuninni voru viðbrögð iðrunar og afturhvarfs, ekki þó sjálfum sér til handa heldur borginni eða öllu heldur ríkinu. Á sama hátt brugðust aðrir gyðingar í ríkinu við. Continue reading Esterarbók 4. kafli
Framsókn
Þetta fólk vinnur með hag framtíðarinnar fyrir augum og er í fremstu röð þeirra landsmanna, sem eru að skapa íslendingasögu tuttugustu aldarinnar.
Síðan íslendingar hurfu frá landbúnaði og dreifbýli að stórum meirihluta og tóku sér bólfestu í þéttbýli, hafa þeir fundið sér nýja guði í dægurlagasöngvurum, kvikmyndaleikurum og íþróttafólki og dægurdvöl í sorpritum, kvikmyndahúsum og fleiri ónáttúrlegum hlutum. Hinum nýju hálfguðum er þröngvað upp á þjóðina með allri hugsanlegri nútímatækni. En löngu eftir að þeir eru allir og gleymdir vitna störf manna eins og Ketils á Finnastöðum um karlmennsku og framsýni, og þá verða menn þakklátir öllum þeim, sem gengu í lið með vorinu og gróandanum og gerðu landið betra en það áður var.(http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2653752)
Unemployment
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=pLmmJxr41gM]
UNEMPLOYED er heimildamynd eftir Önnu Halldórsdóttur og Claire Zhu.
UNEMPLOYED is a documentary by Anna Halldorsdottir and Claire Zhu.
Bréf Jeremía
I 29. kafla Jeremía kemur fram að um sé að ræða bréf
sem Jeremía spámaður sendi frá Jerúsalem til þeirra sem eftir voru af öldungum útlaganna, til prestanna, spámannanna og alls fólksins sem Nebúkadnesar hafði flutt í útlegð frá Jerúsalem til Babýlonar. Continue reading Bréf Jeremía
Jeremía 52. kafli
Lokakafli Jeremía er sagður vera viðauki, en þar er farið stuttlega yfir sögu herleiðingarinnar, fyrst innrásarinnar 597 f.Kr. og síðan 587 f.Kr. Continue reading Jeremía 52. kafli
Jeremía 51. kafli
Eyðing Babýlon er Jeremía enn hugleikinn. Ósigur Babýlon er afleiðing þeirra níðingsverka sem íbúar Babýlon og Kaldeu unnu gegn þjóð Drottins. Guðsmyndir Babyloníumanna eru enda blekking eins og segir í textanum: Continue reading Jeremía 51. kafli
Jeremía 50. kafli
Ekki einu sinni Babýlon er óhult. Jafnvel stórveldið sem engu hlífir verður óvinum að bráð. Þegar Babýlon verður lögð í eyði, fá Júda- og Ísraelsmenn tækifæri til að halda heim á ný. Eyðing Babýlon kemur úr norðri, hersveitir á hestum með bjúgsverð og boga leggja borgina í rúst. Continue reading Jeremía 50. kafli
Jeremía 49. kafli
Jeremía birtir spádóma um Ammóníta, um Edóm, um Damaskus, um Kefar, um konungsríki Hasórs og um Elam. Continue reading Jeremía 49. kafli
Jeremía 47. kafli
Líkt og 46. kafli og næstu fimm kaflar er þessi að mestu leiti í bundnu máli. Einkenni þessara kafla er að þeir lýsa spádómum Jeremía um einstaka hópa eða ættbálka fyrir botni Miðjarðarhafs. Síðasti kafli lýsti þannig afdrifum Egypta, en þessi fjallar um endalok filistea þegar Babýloníukonungur mun leggja landið í eyði.
Jeremía 43. kafli
Viðbrögðin eru fyrirsjáanleg við boðum Jeremía. Það er ekki hlustað fremur en áður. Barúk ritari Jeremía er sakaður um að æsa Jeremía upp, þeir félagar séu að blekkja íbúa Júda svo Babýloníukonungur geti ráðist á þá aftur. Continue reading Jeremía 43. kafli
Jeremía 42. kafli
Hópurinn hyggst flýja til Egyptalands en áður en af því verður leita leiðtogar hópsins til Jeremía. Svar Guðs í gegnum Jeremía er skýrt, verið kyrr, óttist ekki. Byggið upp landið sem Guð hefur valið ykkur. Continue reading Jeremía 42. kafli
Jeremía 41. kafli
Gedalja hefði betur trúað því að einhver vildi ráða honum bana, því Ísmael Netanjason, drap Gedalja þar sem þeir snæddu saman kvöldverð. Ísmael lét sér ekki nægja að drepa Gedalja einan en myrti einnig hermenn frá Kaldeu sem þar voru og íbúa Mispa þar sem Gedalja var myrtur. Continue reading Jeremía 41. kafli
Jeremía 36. kafli
Jeremía kallaði nú Barúk Neríason til starfa sem ritara sinn. Barúk skráði samviskusamlega spádóma Jeremía. Barúk fór síðan fyrir hönd Jeremía og las fyrir söfnuðinn það sem skráð hafði verið. Jeremía hélt sig hins vegar til hlés, enda virtist hann ekki lengur velkominn í musterið. Continue reading Jeremía 36. kafli
Jeremía 31. kafli
Þannig er sátmálinn sem ég mun gera við Ísraelsmenn þegar þessir dagar eru liðnir, segir Drottinn: Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra. Ég verð Guð þeirra og þeir verða lýður minn. Enginn mun framar þurfa að kenna landa sínum og bróður og segja: Þekkið Drottin. Allir munu þekkja mig, bæði stórir og smáir, segir Drottinn. Ég mun fyrirgefa þeim sekt þeirra og minnist ekki framar syndar þeirra.
Framtíðarsýn Jeremía felst í endurkomu þjóðar Guðs til borgar Drottins. Fyrirheitna landið mun að lokum standa undir nafni. Þegar ég les lýsingarnar rifjast upp nálgun mín á kvikmyndinni Munich sem ég skrifaði fyrir margt löngu. Framtíð Jeremía hefur ekki ræst í huga allra.
Jeremía 27. kafli
Jeremía boðar uppgjöf gagnvart konungi Babýlon. Það er engin önnur leið fær en að sættast við tapið. Jeremía fordæmir enn á ný spámennina sem halda að aðrar leiðir séu færar. Framtíðin felst í að gangast undir öflugasta konungsveldið á svæðinu.
Fyrst að ég hef velt fyrir mér meintum tengingum við Matteus hér í síðustu köflum, þá má velta fyrir sér hvort að Mt 22.15-22 og sér í lagi orðin
Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er,
kallist ekki á við 27. kafla Jeremía. Maður spyr sig.
Jeremía 24. kafli
Sýn Jeremía á góðar og vondar fíkjur er einföld. Framtíð Jerúsalem liggur ekki í þeim sem eftir sitja, heldur í þeim sem send voru í útlegð. Í útlegðinni mun sjálfsmynd þjóðarinnar styrkjast og þegar útlagarnir koma aftur mun á ný verða uppbygging í Júda.
Jeremía 19. kafli
Jeremía er reiður enda hlustar fólkið ekki. Hann boðar að þjóðin muni splundrast eins og leirker. Hjáguðadýrkun og höfnun YHWH átrúnaðar leiði eymd yfir þjóðina, enda þekki hún ekki sjálfa sig, sögu sína, Guð sinn og stöðu sína.