Jónas 2. kafli

Eg man þegar mér var í fyrsta sinn bent á að hvalurinn sem gleypti Jónas væri ekki í sögunni, enda hefði Jónas verið gleyptur af risafisk og allir vita sem er að hvalir eru ekki fiskar. Þá var því og haldið fram að ástæða þessa ruglings væri að Gosi (e. Pinocchio) úr sögu Carlo Collodi hefði verið gleyptur af hval og þessar sögur hefðu runnið saman. Continue reading Jónas 2. kafli

Barúksbók 1. kafli

I upphafi Barúksbókar er Barúk kynntur til sögunnar, en Barúk tók að sér að vera ritari Jeremía, eins og sagt er frá í Jeremía, 36. kafla. Við lestur þessa fyrsta kafla Barúksbókar fáum við mynd af manneskju sem virðist hafa haldið til Babýlon í fyrri herleiðingunni 597 f.Kr. en 36. kafli Jeremía gefur til kynna að hann hafi haldið til baka til Jerúsalem áður en síðari herleiðingin 587 f.Kr. á sér stað.

Continue reading Barúksbók 1. kafli

Bjartsýni á vettvangi kirkjunnar

Fyrir hið margumtalaða hrun hafði þjóðkirkjan þanist út líkt og margt annað á landinu. Auðveldast er að benda á skuldastöðu og framkvæmdagleði því til stuðnings, en einnig væri hægt að benda á að fjöldi kirkna réð til starfa starfsfólk í fastar stöður (oft fagfólk) á sviði æskulýðsmála og safnaðarstarfs (framkvæmdastjóra). Continue reading Bjartsýni á vettvangi kirkjunnar

Jeremía 40. kafli

Jeremía er fyrir mistök hlekkjaður ásamt þeim sem Babýloníukonungur hyggst flytja til Jerúsalem. Þegar foringi lífvarðar Babýloníukonungs finnur Jeremía í hópi þeirra sem hlekkjaðir eru, þá er Jeremía látinn laus og gefið sjálfsvald um hvert hann vill fara og hvað hann vill gera. Continue reading Jeremía 40. kafli

Jeremía 38. kafli

Boðskapur Jeremía fer ekki vel í alla. Höfðingjarnir í Jerúsalem benda á að:

Það verður að taka þennan mann af lífi. Hann dregur úr hugrekki þeirra hermanna sem eftir eru í borginni og hugrekki alls fólksins með því að flytja þennan boðskap. Því að þessi maður stuðlar ekki að velfarnaði þessa fólks heldur ófarnaði. Continue reading Jeremía 38. kafli