Móse er hebrei, alinn upp við egypsku hirðina og endar sem fjárhirðir hjá tengdaföður sínum sem er prestur í Mídían. Það þarf ekki mikla þekkingu í sjálfsmyndarfræðum að sjá hvernig persóna Móse er teiknuð upp sem manneskja í leit að merkingu. Continue reading 2. Mósebók 3. kafli
Tag: leadership
Esterarbók 10. kafli
Sögunni um Ester lýkur á lofræðu um Mordekaí, því við þurfum að muna að það sem mestu skiptir og allt miðast við er frami og virðing sem karlmenn hljóta. 🙂
Esterarbók 8. kafli
Þrátt fyrir að Haman hafi verið líflátinn og 8. kafli hefjist á að Mordekaí fái uppreisn æru og eignist fyrri eigur Haman, þá er tilskipunin um eyðingu gyðinga enn í gildi. Continue reading Esterarbók 8. kafli
Esterarbók 7. kafli
Veislan hefst og konungur heldur áfram að bjóða Ester gull og græna skóga. Ester segir honum frá stöðu þjóðar sinnar og þeirri ákvörðun að henni verði eytt og konungur bregst við af undrun. Hann spyr hver beri ábyrgð á slíkri ákvörðun. Continue reading Esterarbók 7. kafli
Esterarbók 5. kafli
Ester er greinilega glæsileg kona, því þegar konungur sér hana gefur hann henni merki um að koma. Einfeldni konungs er tvítekin þar sem hann, uppnuminn af fegurð drottningar sinnar segist myndi veita henni hálft konungsríkið, ef hún bara bæði um það. Continue reading Esterarbók 5. kafli
Esterarbók 3. kafli
Ester kemur upp um tilræði við Xerxes, svo að sjálfsögðu fær Haman, sonur Hamdata stöðuhækkun. Það segir sig eiginlega alveg sjálft, eða… Continue reading Esterarbók 3. kafli
Jónas 2. kafli
Eg man þegar mér var í fyrsta sinn bent á að hvalurinn sem gleypti Jónas væri ekki í sögunni, enda hefði Jónas verið gleyptur af risafisk og allir vita sem er að hvalir eru ekki fiskar. Þá var því og haldið fram að ástæða þessa ruglings væri að Gosi (e. Pinocchio) úr sögu Carlo Collodi hefði verið gleyptur af hval og þessar sögur hefðu runnið saman. Continue reading Jónas 2. kafli
Hebreabréfið 12. kafli
Túlkun mín á frásögunni um Jakob og Esaú í 27. kafla 1. Mósebókar er öðruvísi en höfunda(r) Hebreabréfsins. Að mati höfunda(r) var það skammsýni Esaú sem svipti hann frumburðarréttinum.
Hebreabréfið 11. kafli
Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá.
Trúarhugtakið er viðfang 11. kaflans. Trúin er hreyfiafl skv. textanum. Trúin er fullvissa um von og sannfæring um hið hulda, en ekki bara það. Continue reading Hebreabréfið 11. kafli
Hebreabréfið 8. kafli
Koma Jesús felur í sér nýjan sáttmála. Sá sáttmáli byggir ekki á Torah, hinu ritaða lögmáli. Hið nýja lögmál er ritað í hjarta og huga þeirra sem trúa og treysta á Guð. Hinn nýi sáttmáli verður auk þess án skilmála af hendi Guðs, Continue reading Hebreabréfið 8. kafli
Hebreabréfið 6. kafli
Enda er bréfið ekki „byrjendafræðsla“ heldur fyrir lengra komna. Það er ekki fyrir hvern sem er að vera hluti af hópnum og þeir sem einu sinni falla frá eiga ekki mikinn séns. Það
er ógerlegt að láta þá snúa við og iðrast. Continue reading Hebreabréfið 6. kafli
Hebreabréfið 5. kafli
Guðdómur Jesú er í þessum kafla tengdur við iðrunarskírn Jesú af hendi Jóhannesar. En orðin í 5. versinu:
Þú ert sonur minn, í dag hef ég fætt þig. Continue reading Hebreabréfið 5. kafli
Barúksbók 1. kafli
I upphafi Barúksbókar er Barúk kynntur til sögunnar, en Barúk tók að sér að vera ritari Jeremía, eins og sagt er frá í Jeremía, 36. kafla. Við lestur þessa fyrsta kafla Barúksbókar fáum við mynd af manneskju sem virðist hafa haldið til Babýlon í fyrri herleiðingunni 597 f.Kr. en 36. kafli Jeremía gefur til kynna að hann hafi haldið til baka til Jerúsalem áður en síðari herleiðingin 587 f.Kr. á sér stað.
Jeremía 51. kafli
Eyðing Babýlon er Jeremía enn hugleikinn. Ósigur Babýlon er afleiðing þeirra níðingsverka sem íbúar Babýlon og Kaldeu unnu gegn þjóð Drottins. Guðsmyndir Babyloníumanna eru enda blekking eins og segir í textanum: Continue reading Jeremía 51. kafli
Jeremía 49. kafli
Jeremía birtir spádóma um Ammóníta, um Edóm, um Damaskus, um Kefar, um konungsríki Hasórs og um Elam. Continue reading Jeremía 49. kafli
Bjartsýni á vettvangi kirkjunnar
Fyrir hið margumtalaða hrun hafði þjóðkirkjan þanist út líkt og margt annað á landinu. Auðveldast er að benda á skuldastöðu og framkvæmdagleði því til stuðnings, en einnig væri hægt að benda á að fjöldi kirkna réð til starfa starfsfólk í fastar stöður (oft fagfólk) á sviði æskulýðsmála og safnaðarstarfs (framkvæmdastjóra). Continue reading Bjartsýni á vettvangi kirkjunnar
Jeremía 42. kafli
Hópurinn hyggst flýja til Egyptalands en áður en af því verður leita leiðtogar hópsins til Jeremía. Svar Guðs í gegnum Jeremía er skýrt, verið kyrr, óttist ekki. Byggið upp landið sem Guð hefur valið ykkur. Continue reading Jeremía 42. kafli
Jeremía 40. kafli
Jeremía er fyrir mistök hlekkjaður ásamt þeim sem Babýloníukonungur hyggst flytja til Jerúsalem. Þegar foringi lífvarðar Babýloníukonungs finnur Jeremía í hópi þeirra sem hlekkjaðir eru, þá er Jeremía látinn laus og gefið sjálfsvald um hvert hann vill fara og hvað hann vill gera. Continue reading Jeremía 40. kafli
Jeremía 38. kafli
Boðskapur Jeremía fer ekki vel í alla. Höfðingjarnir í Jerúsalem benda á að:
Það verður að taka þennan mann af lífi. Hann dregur úr hugrekki þeirra hermanna sem eftir eru í borginni og hugrekki alls fólksins með því að flytja þennan boðskap. Því að þessi maður stuðlar ekki að velfarnaði þessa fólks heldur ófarnaði. Continue reading Jeremía 38. kafli
Jeremía 37. kafli
Jeremía gengur enn laus, Nebúkadresar Babýlonkonungur hefur kallað nýjan konung yfir Júda og Egyptar stefna á Jerúsalem. Kaldear sem hafa setið um borgina hörfa og bíða átekta. Continue reading Jeremía 37. kafli