Í heiminum eru 49 lönd þar sem meira en 50% íbúa teljast vera múslimar skv. Pew Research Center. Af þessum löndum eru lög sem virðast banna kirkjur í þremur þeirra, auk þess sem eitt land til viðbótar setur trúarbrögðum almennt miklar skorður á forsendum stjórnmálahugmynda. Continue reading Islömsk lönd
Tag: crap
2. Mósebók 15. kafli
Textinn um flóttann úr Egyptalandi, Exodus, er fyrst og fremst helgihaldstexti og hafi einhver efast þá er 15. kaflinn sálmur til að flytja í helgihaldinu. Inntak sálmsins er einfalt. Ef Guð er með mér, hver er þá á móti mér. Continue reading 2. Mósebók 15. kafli
2. Mósebók 14. kafli
Forherðing faraós er áfram til staðar. Jafnskjót og faraó áttar sig á að Ísraelsþjóðin er flúin, kallar hann saman herinn til að elta uppi flóttafólkið. Hann nær Ísraelsmönnum sem bregðast við hræddir. Continue reading 2. Mósebók 14. kafli
2. Mósebók 11. kafli
Það er augljóst að 11. kaflinn er samsettur úr fleiri en einni heimild. Megininntakið er þó boðun tíundu plágunnar. Dauði allra frumburða í Egyptalandi er sagður yfirvofandi og kallast sú plága á við boð faraó í fyrsta kafla bókarinnar um að myrða skuli öll sveinbörn Ísraelsmanna.
Ísraelsmenn eru hvattir til að kalla til sín allar eigur, enda sé uppgjörið í nánd.
2. Mósebók 8. kafli
Það er enda svo að fúla vatnið og froskarnir eru töfrabrögð sem spáprestar Egyptalands eru sagðir geta framkvæmt ekki síður en YHWH gerir fyrir hönd Ísraelsmannanna tveggja. Samt sem áður lofar Faraó þeim bræðrum að ef þeir fjarlægi froskana, fái Ísraelsmenn fararleyfi, en jafnskjótt og froskarnir drepast eru gleymir Faraó loforði sínu.
2. Mósebók 7. kafli
Faraó er Guð, svo krafan um að Ísraelsþjóðin eigi fyrst og fremst að lúta YHWH og fylgja fulltrúa YHWH, Móse verður augljóslega hafnað. Ef til vill má horfa á þetta líkt og Spielberg gerði, sem baráttu tveggja manna sem ólust upp í konungshöllinni og báðir gera kröfu um guðlega stöðu. Continue reading 2. Mósebók 7. kafli
2. Mósebók 5. kafli
Réttindabarátta Móse og Arons virðist ekki bera mikinn árangur. Afleiðingar þess að þeir bræður óska eftir réttindum til handa Ísraelsmönnum er mætt af fullkomnu tillitsleysi. Faraó kannast ekki við YHWH og sér enga sérstaka ástæðu til að taka tillit til guðs sem er honum ókunnur. Continue reading 2. Mósebók 5. kafli
2. Mósebók 1. kafli
Hræðslan við hina er ekki ný. Hina sem kannski stela á endanum landinu okkar. Árlega er skrifað um endalok hvítra Bandaríkja, nú eða fjallað um spár um mannfjöldaþróun sem benda til þess að hinir verði bráðum fleiri en við. Markmiðið er ekki alltaf neikvætt með slíkum fréttaflutningi, en rasíski undirtóninn er óumflýjanlegur. Continue reading 2. Mósebók 1. kafli
Esterarbók 10. kafli
Sögunni um Ester lýkur á lofræðu um Mordekaí, því við þurfum að muna að það sem mestu skiptir og allt miðast við er frami og virðing sem karlmenn hljóta. 🙂
Esterarbók 8. kafli
Þrátt fyrir að Haman hafi verið líflátinn og 8. kafli hefjist á að Mordekaí fái uppreisn æru og eignist fyrri eigur Haman, þá er tilskipunin um eyðingu gyðinga enn í gildi. Continue reading Esterarbók 8. kafli
Esterarbók 7. kafli
Veislan hefst og konungur heldur áfram að bjóða Ester gull og græna skóga. Ester segir honum frá stöðu þjóðar sinnar og þeirri ákvörðun að henni verði eytt og konungur bregst við af undrun. Hann spyr hver beri ábyrgð á slíkri ákvörðun. Continue reading Esterarbók 7. kafli
Esterarbók 6. kafli
Nóttina fyrir veisluna liggur konungur andvaka og lætur lesa fyrir sig frásögn um tilræðið við sig. Þar er skráð að það hafi í raun verið Mordekaí sem kom upp um tilræðismennina, en hafi ekki fengið neitt að launum. Continue reading Esterarbók 6. kafli
Jónas 4. kafli
Það eru margar Biblíusögur sem kalla á ranga túlkun, vegna þess að innihald þeirra pirrar okkur. Ein af þessum sögum er í Matteusarguðspjalli 20.1-16. Réttlæti Guðs getur nefnilega virkað sem óréttlæti. Það er upplifun Jónasar hér. Continue reading Jónas 4. kafli
Jónas 2. kafli
Eg man þegar mér var í fyrsta sinn bent á að hvalurinn sem gleypti Jónas væri ekki í sögunni, enda hefði Jónas verið gleyptur af risafisk og allir vita sem er að hvalir eru ekki fiskar. Þá var því og haldið fram að ástæða þessa ruglings væri að Gosi (e. Pinocchio) úr sögu Carlo Collodi hefði verið gleyptur af hval og þessar sögur hefðu runnið saman. Continue reading Jónas 2. kafli
Bréf Jeremía
I 29. kafla Jeremía kemur fram að um sé að ræða bréf
sem Jeremía spámaður sendi frá Jerúsalem til þeirra sem eftir voru af öldungum útlaganna, til prestanna, spámannanna og alls fólksins sem Nebúkadnesar hafði flutt í útlegð frá Jerúsalem til Babýlonar. Continue reading Bréf Jeremía
Barúksbók 2. kafli
Barúk lýsir því yfir að alsherjarhrun hafi átt sér stað. Drottinn leyfði ógæfunni að koma yfir þjóð sína, enda hafði þjóðin virt Drottinn að vettugi. En þegar botninum er náð kallar Barúk til Guðs um blessun. Röksemdafærsla Barúks er skemmtileg: Continue reading Barúksbók 2. kafli
Jeremía 51. kafli
Eyðing Babýlon er Jeremía enn hugleikinn. Ósigur Babýlon er afleiðing þeirra níðingsverka sem íbúar Babýlon og Kaldeu unnu gegn þjóð Drottins. Guðsmyndir Babyloníumanna eru enda blekking eins og segir í textanum: Continue reading Jeremía 51. kafli
Jeremía 50. kafli
Ekki einu sinni Babýlon er óhult. Jafnvel stórveldið sem engu hlífir verður óvinum að bráð. Þegar Babýlon verður lögð í eyði, fá Júda- og Ísraelsmenn tækifæri til að halda heim á ný. Eyðing Babýlon kemur úr norðri, hersveitir á hestum með bjúgsverð og boga leggja borgina í rúst. Continue reading Jeremía 50. kafli
Jeremía 49. kafli
Jeremía birtir spádóma um Ammóníta, um Edóm, um Damaskus, um Kefar, um konungsríki Hasórs og um Elam. Continue reading Jeremía 49. kafli
Jeremía 48. kafli
Móab á ekki mikla framtíð. Móab hafði sloppið fram til þessa, búið í friði. Velmegunin og friðsældin leiddi hins vegar til værukærðar og hroka. Hrokinn, drambið og ofmetnaðurinn verður Móab að falli. Þegar erfiðleikarnir banka á brýst á flótti, Móab leysist einfaldlega upp.