Kirkjurnar á Árnesi

Prestakallið á Árnesi var lagt niður um mitt ár 2002 og nú þjónar sóknarpresturinn á Hólmavík öllum 60 íbúum sóknarinnar. Kirkjurnar eru tvær á Árnesi, sú eldri byggð 1850 og sú síðari 1991. Erfitt er að sjá hvers vegna sú síðari var byggð, en frá prédikunarstóli eldri kirkjunnar sem tekur alla íbúa sóknarinnar í sæti blasir nýja guðshúsið við.

Hvað felst í stöðu?

Undanfarin ár hef ég tekið þátt í þroskandi og áhugaverðum vangaveltum um stöðu starfsmanna kirkjunnar sem þiggja laun sín frá sóknarnefndum og eru ráðnar af þeim. Hvaða reglur gilda um kjör og almenn réttindi slíkra starfsmanna, þarf hver og ein sóknarnefnd að semja óháð öðrum og fleiri slíkar spurningar hafa vaknað. Continue reading Hvað felst í stöðu?

Enginn ofantalina

Heimsmenn hvetja landsmenn til að skila auðu í kosningunum 26. júní (sjá). Það minnir skemmtilega á Richard Pryor myndina Brewster’s Millions (1985). Þar er kosningabaráttan “Enginn ofantalina”, ein af leiðunum sem Brewster (Pryor) notaði til að eyða peningum sem hann þarf að losna við.

Fjör í Vatnaskógi

Loksins, loksins er byrjað að berast blogg [1], [2], [3] og [4] úr sumarbúðum KFUM og KFUK. Styrmir Magnússon, sá góði maður, sendir inn færslur úr Vatnaskógi daglega á kfum.is. Ég reyndar efast um að þetta haldi áfram eftir að Styrmir kemur í bæinn. En mjór er mikils vísir.

Reyndar voru gerðar tilraunir með daglegar myndasíður úr Vatnaskógi í nokkrum flokkum sumarið 2001, en burðargeta símalínunnar í Svínadal var ekki fullnægjandi.