3 thoughts on “Djúpavík”

  1. Flott mynd. Báturinn (einkum skær litur hans andspænis svart-hvítum eyðihúsunum) dregur fram aðskilnaðinn milli okkar og þess heims sem áður var. Og við siglum burt á honum eftir að hafa vitjað gamalla slóða. Hver er svona listrænn ljósmyndari?

  2. Djúpavík er mjög svo fallegur staður að mér fannst þegar ég fór þangað fyrir einum 12 árum síðan. Mig langar að fara þangað aftur þegar tími gefst til. Þessi tími á Íslandi var einnig hér í Otaru og má segja að Otaru hafi fenginn mikinn auð á síldarævintýrinu sem var hér rétt áður en það byrjaði heima. Við sjáum sömu tækni, sömu netin og allt eins þrátt fyrir að vera á öðrum hluta hnattarins. Síld er góð! 🙂

Comments are closed.