Ágætur samnemandi minn, hún Deb, spjallaði við mig og Nick í gær, þar sem við vorum að hvetja Trinity nema til að skrá sig í Flag-Football íþróttaprógramið við skólann. Deb sem starfar í UCC kirkju hér í Columbus, átti við sérkennilegt vandamál að glíma. Continue reading Mörk
Sérfræðingur
Ég sá á heimasíðu Healthy Congregations að starfstitill minn er sérfræðingur. Það lítur ekki illa út á ferilskránni að hafa verið Project Specialist hjá Healthy Congregations.
Rétt er að taka fram að ég ber ekki ábyrgð á hljóðinu sem heyrist á heimasíðunni. Ég hef reynt að nota áhrif mín hjá fyrirtækinu til að fjarlægja hljóðvídusana, en var borinn ofurliði af jákvæðum viðbrögðum viðskiptavina.
Fátækt í tölum
Fátæktarmörk í BNA eru $20.444 á hverja fjögurra manna fjölskyldu eða rétt um $1.700 á mánuði. Það kostar mig og konuna mína sem lifum tiltölulega sparlega með tvö börn, erum í mjög ódýru húsnæði, með niðurgreitt barnaheimilispláss, ókeypis sjúkratryggingu, höfum borgað bílinn og höfum ekki kapal rétt um $4.000 á mánuði að búa hérna. Þannig að vera undir fátæktarmörkum í BNA merkir fyrir fjögurra manna fjölskyldu að hafa $2.300 minna á milli handanna en þú þarft til að geta lifað af mánuðinn. Continue reading Fátækt í tölum
Að vera sviptur von
Það virðist sumum erfitt þegar bent er á brotalamir í fyrirheitna landinu. Einhverjir vilja fara í rökræður um hugtakanotkun, hvað er fátækt, hvernig skilgreinum við hugtakið. Aðrir benda á að meðaltal laun fari hækkandi og það sé eina rétta viðmið um árangur þjóðar. Continue reading Að vera sviptur von
Launakröfur
Salaries as a social accepted way to complain!
Í umræðum í tíma í Organizational Behavior í kvöld var umræða um launamál og starfsánægju. Þar kom m.a. fram að há laun eru að jafnaði ekki líkleg til að auka starfsánægju en geta verið liður í að draga úr óánægju í starfi. Kennarinn benti á að þegar til staðar er vanlíðan í starfi þá séu kvartanir vegna lágra launa félagslega samþykkt leið til að fá útrás fyrir vanlíðan.
Mér þótti þetta sérstaklega áhugavert í ljósi þeirrar launaumræðu sem ég hef tekið þátt í.
kiva.org
Baldurkr.blog.is bendir á starfsemi kiva.org á vefsíðu sinni í dag.
Vantrú Theresu
TIME birtir á vefsíðu sinni í dag langa grein um trúarkrísu Móðir Teresu. En við rannsóknir á því hvort hún sé verð þess að vera dýrðlingur hafa komið fram bréf sem hún skrifaði handleiðurum sínum, þar sem hún lýsir vantrú sinni á kærleik Krists og tilvist Guðs.
Invading a smaller country
Obama var hjá Jóni Stefáns í gær og það verður að segjast að maðurinn er ótrúlega flottur. Innleggið um utanríkisreynsluna sem BNA-stjórnmálamenn monta sig af á kostnað Obama er ekki síður góður inngangur.
Hvað þurfum við að hafa
Hvernig metum við kirkjustarf, hvað verður að vera til staðar ef safnaðarstarf á að þróast og þroskast. Ég velti þessu fyrir mér í maí og henti þessum lista niður en hef ekki náð að þróa það frekar. Continue reading Hvað þurfum við að hafa
Hugmyndir og hugsanir um kirkjustarf
Á síðasta ári hef ég nótað hjá mér hinar og þessar hugsanir sem þarfnast úrvinnslu og áminningar. Vandamálið er hins vegar að sjaldnast (aldrei) gefst tími til að vinna úr þessum þönkum. Continue reading Hugmyndir og hugsanir um kirkjustarf
Aðgreiningin styrkt / Tímabundin lausn?
<DEL>Það er sorglegt að sjá þetta stigma í garð geðsjúkra barna og ungmenna. Að í einu af ríkustu ríkjum heims, með besta velferðar- og heilbrigðiskerfi veraldar skuli viðhorf heilbrigðiskerfisins vera að halda þeim geðsjúku frá hinum líkamlega veiku.
Á sama tíma og stefnt er að uppbyggingu glæsilegs sjúkrahús á Hringbrautarsvæðinu, þar sem öll þjónusta er á einum stað – þá á að halda einum hópi sér. Geðsjúk börn og ungmenni eru væntanlega öðruvísi en aðrir eða hvað?</DEL>
Að sjálfsögðu fagna ég endurbótum og bætri húsnæðisaðstöðu fyrir BUGL-ið, <DEL>en um leið harma ég það viðhorf sem ég tel felast í áframhaldandi uppbyggingu á Dalbraut.</DEL>
—
Athugasemd:
Sæl Elli, það hefur komið fram í umræðunni að það standi til að BUGL verði staðsett við hlið nýs spítala við Hringbraut. Húsnæðisvandi deildarinnar er hins vegar svo mikil að ekki er hægt að bíða eftir nýjum spítala. Væntanlega verður húsnæði BUGL selt þegar kemur að flutningum á Hringbraut, en hvenær það verður, veit nú enginn!
Þráinn Haraldsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 16:05
Skólinn framundan – að finna fínu fötin
Í kvöld verður “orientation” fyrir MBA námið hérna í Capital University en ég verð í einum MBA-kúrsi í haust, sem ber heitið Organisational Behavior. Það þýðir að ég þarf að grafa upp skyrtur og snyrtileg föt, enda MBA nemarnir væntanlega mun fínni í tauinu en guðfræðinemar sem margir klæða sig eins og þeir séu nýkomnir úr sumarbúðum. Annars líður heil vika í viðbót þangað til tímar hefjast í MBA-náminu, og síðan ein vika til þar til Trinity-kúrsarnir hefjast. Námskeiðin í Trinity að þessu sinni eru í fjölbreyttari kantinum. Ég verð í kúrsi um leiðtogahlutverk í safnaðarstarfi, ég sit námskeið hjá James Childs um kynlífssiðfræði, tek kúrs um fermingarstörf og loks mun ég sitja námskeið í Nýja testamentisfræðum.
Þá verð ég í skrifstofuvinnu hjá Healthy Congregations, en þar er boðið upp á fræðsluefni byggt á hagnýtingu Family System Theory í safnaðaruppbyggingu.
Trúarbragðapróf
Ég held áfram að herma eftir Pétri Björgvini. Nema niðurstöðurnar eru öðruvísi.
You scored as Protestant, You follow Martin Luther’s teachings well, and believe that you dont have to be a catholic to get into heaven.
Protestant |
|
100% | |
Catholic |
|
50% | |
Buddah |
|
42% | |
islamic |
|
42% | |
Atheist |
|
33% | |
agnostic |
|
25% | |
jew |
|
17% | |
Hindu |
|
8% | |
Born again |
|
0% |
what religon do you belong to
created with QuizFarm.com
Heimsótt lönd
Pétur heimsækir lönd og ég get ekki verið minni maður. Reyndar er nýja metnaðarmálið mitt ríki BNA, svo það er hér líka.
Hægt er að gera eigið kort hér.
Löndin eru hins vegar hér.
Afsökunarbeiðni
Ég vil biðja landsmenn afsökunar á því að hafa fjórum sinnum á síðasta mánuði tekið stöðu gegn íslensku krónunni með verulegri sölu á krónum og kaupum á dollurum. Ég er meðvitaður um að ákvarðanir mínar hafa átt þátt í þessari veikingu krónunnar sem á sér stað núna.
Reyndar þykist ég hafa afsakanir fyrir hluta af þessum stöðutökum, bíllinn fór í viðgerð, ég keypti flugmiða heim um jólin fyrir fjölskylduna og þurfti að borga skólagjöldin hérna úti. En hluti af ákvörðunum mínum voru meðvitaðar tilraunir til að hagnast á athæfinu á kostnað náunga míns heima á Íslandi. Ég veit að þetta mun hugsanlega hafa áhrif á verðmæti húsnæðis ykkar sem búið á Íslandi, ég veit þið lendið hugsanlega í vandræðum með að borga af lánunum og þurfið jafnvel að selja hjólhýsið.
En lífið er hart, eins dauði er annars brauð. Hagnaður minn af þessum stöðutökum gerir mér mögulegt að njóta lífsins að fullu í stúdentaíbúðinni í Bexley, dóttir mín fékk nýjar stuttbuxur í gær og hver veit nema að strákurinn fái að fara í klippingu fyrir jólin.
Verkefnum lokið
Í dag sendi ég greinargerð um forstöðumennsku í Vatnaskógi og aðra um Global Mission Event á vegum ELCA til umsjónarkennarans míns. Þar með líkur sumarmisserinu í skólanum formlega hjá mér. Continue reading Verkefnum lokið
Mennskan
Ég keypti mér um daginn Bowie, This is not America, á iTunes. Það er nefnilega einstaklega skemmtilega ögrandi og undarlegt að hafa lagið í eyrunum þegar keyrt er eftir hraðbrautunum sem skera í sundur miðbæinn hér í Columbus. Því það er sannarlega Ameríka. En Ameríka er meira en hraðbrautir, við fjölskyldan höfum tvívegis mætt á hafnaboltaleik og það er svo sannarlega Ameríka. Þjóðsöngurinn í upphafi, unglingarnir sem hafa nýskráð sig í herinn að fara með eið um að lúta forsetanum frammi fyrir áheyrendum og pallbílarnir á bílastæðinu. Continue reading Mennskan
Áður ókunn orðasambönd
Við lestur greinar um Hillsong-kirkjuna í Sydney, Ástralíu hef ég lært tvö orðasambönd sem eru notuð í stórkirkjuheiminum (mega church). Ég ákvað að færa þau hér til annáls. Continue reading Áður ókunn orðasambönd
Ef gengið gengur ekki til baka
Það virðist ljóst að ef lækkun krónunnar gengur ekki til baka á næstu 6 mánuðum, þá hefur fjölskyldan mín hagnast þónokkuð á síðustu gengisviðskiptum mínum, þeirri ákvörðun að flytja til BNA mun hærri upphæðir en áður. Reyndar virðist líklegt að lækkunin haldi áfram ef litið er til spámanna hins illa hjá Den Danske Bank, greiningardeildar Glitnis eða annarra sem hafa ofurvit á gengisþróun. Þannig að hagnaðurinn gæti aukist verulega. Ég reiknaði út áðan að hagnaður minn á gjaldeyrisviðskiptum í síðustu viku nemur verði á 8GB iPhone, eða svo við tölum í raunhæfari kostnaðarliðum, 40 máltíðum fyrir fjölskylduna á hinum virðulega skoska veitingastað McDonalds.
Annars reiknaði ég út fyrir nokkrum dögum að gengisþróun íslensku krónunnar og réttar ákvarðanir í tengslum við millifærslu fjármuna er spurning fyrir bókhald fjölskyldunnar um 20% af heildarveltu. Gengisþróun, vaxtastig á Íslandi og BNA, útborgunardagur námslána, greiðsludagur skólagjalda og ýmislegt fleira spila rullu í þessu happdrætti öllu.
ÉgSíminn II
Í síðustu viku kom ég mér loksins til að kíkja á iPhone upp í Apple-búðinni í Easton. Þar eru þeir í röðum á borðum svo hugsanlegir kaupendur geti snert og prófað dýrgripinn. Ég lenti reyndar í vandræðum fyrst í stað, þar sem ég festist í YouTube hluta símans og gat ómögulega komist í aðalvalmyndina. Ég vissi að einhvers staðar átti að vera hnappur sem bjargaði mér til baka, en það tók mig nokkurn tíma að finna hann, sem reyndar minnir á hversu hönnunin er stílhrein. Continue reading ÉgSíminn II