Ef gengið gengur ekki til baka

Það virðist ljóst að ef lækkun krónunnar gengur ekki til baka á næstu 6 mánuðum, þá hefur fjölskyldan mín hagnast þónokkuð á síðustu gengisviðskiptum mínum, þeirri ákvörðun að flytja til BNA mun hærri upphæðir en áður. Reyndar virðist líklegt að lækkunin haldi áfram ef litið er til spámanna hins illa hjá Den Danske Bank, greiningardeildar Glitnis eða annarra sem hafa ofurvit á gengisþróun. Þannig að hagnaðurinn gæti aukist verulega. Ég reiknaði út áðan að hagnaður minn á gjaldeyrisviðskiptum í síðustu viku nemur verði á 8GB iPhone, eða svo við tölum í raunhæfari kostnaðarliðum, 40 máltíðum fyrir fjölskylduna á hinum virðulega skoska veitingastað McDonalds.

Annars reiknaði ég út fyrir nokkrum dögum að gengisþróun íslensku krónunnar og réttar ákvarðanir í tengslum við millifærslu fjármuna er spurning fyrir bókhald fjölskyldunnar um 20% af heildarveltu. Gengisþróun, vaxtastig á Íslandi og BNA, útborgunardagur námslána, greiðsludagur skólagjalda og ýmislegt fleira spila rullu í þessu happdrætti öllu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.