Plúto ekki lengur með

Samkvæmt frétt í The Other hér í mið-Ohio hafa Disneyfræðingar komist að þeirri niðurstöðu að Plútó sé í raun ekki hluti af Mikka Mús hópnum. Þar sé fyrir til staðar hundur, sem auk þess getur gengið á tveimur fótum og talað líkt og aðrir í hópnum, Guffi. Því sé alls ekki viðeigandi að tala um Plútó sem óaðskiljanlega hluta Mikka Mús-hópsins, enda sé hann mállaus og gangi aðeins á fjórum fótum. Ef skilgreina eigi hann sem hluta hópsins þurfi að innlima fjöldann allan af dýrum sem sjást í bakgrunni sagnanna um Mikka s.s. fugla, ketti og býflugur.

Þökk fyrir samveruna, takk fyrir traustið

Það var blendin tilfinning sem fylgdi því fyrir nokkrum dögum að rífa sig frá fjölskyldunni til að vinna sem forstöðumaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Það er nefnilega erfitt að byrja að vinna á ný eftir að hafa haft tækifæri til að vera heima með nýfæddum syni sínum í rúma sex mánuði. Um leið var spennandi að mæta í Vatnaskóg eftir nokkurra ára hlé. Á staðnum beið nýtt samstarfsfólk, nýir strákar, sömu sumarbúðir. Continue reading Þökk fyrir samveruna, takk fyrir traustið

Vantrú.is skv kenningum um jaðarhópa

Fyrr í vor sat ég mjög áhugaverðan fyrirlestur Dr. R. Scott Appleby um samspil trúar og ofbeldis, en þar fjallaði Dr. Appleby um nokkur lykileinkenni bókstafshreyfinga í sjö ólíkum trúarhreyfingum. Dr. Appleby varaði reyndar við bókstafshugtakinu og taldi það henta illa vegna mismunandi eðlis trúarrita í trúarhópunum og væri nær að tala um jaðar- eða öfgahópa. Þar sem öfgar er gildishlaðið og neikvætt orð á íslenku, mun ég hér notast við jaðarhópa.

Continue reading Vantrú.is skv kenningum um jaðarhópa

Gegn hjónabandinu

Stjórnmálin eru öðruvísi hér í BNA. Rétt í þessu var auglýsing á skjánum þar sem kjósendur í Ohio eru varaðir við að kjósa Ted Strickland sem ríkisstjóra. Hann hefði enda barist gegn hjónaböndum. Enda var hann ekki tilbúin til að styðja frumvarp sem skilgreinir hjónabandið einvörðungu sem samband karls og konu. Líklegt er að sú staðreynd muni kosta hann nokkur atkvæði í kosningunum í nóvember.

Óábyrg fréttamennska

Á Vísi.is er frétt í dag um að stjórnvöld hunsi ábendingar um rússneskar þyrlur í stað Super Puma eða Sikorksky. Það sem fylgir ekki er að “MI-172” þyrlurnar frá Kazan Helicopters hafa verið í stöðugri þróun síðustu ár og eru um það bil að fara að fá heimild rússneskra yfirvalda sem viðurkennt farartæki fyrir farþega.

Continue reading Óábyrg fréttamennska

Æskufólk

Þeir hafa gefið fortíðina upp á bátinn. Þeir hafa gert það upp við sig að það skipti engu máli hvort þeir hafi í gær verið ríkir eða fátækir, menntaðir eða fáfróðir, stoltir eða lítillátir, ástfangnir eða tómlátir – ekki frekar en það skiptir máli hvernig gola berst í hári þeirra. Þess háttar fólk horfir beint í augu manns og tekur þétt í hönd manns. Þess háttar fólk er létt á fæti eins og æskumenn.

Úr Draumum Einsteins eftir Alan Lightman
Continue reading Æskufólk

Af hverju hommarnir?

Það hlýtur að vekja upp spurningar í hugum þeirra sem standa utan við hið kirkjulega (kristilega) samhengi hví hommarnir, því það eru jú hommarnir, skuli vekja upp svo sterk viðbrögð hjá þeim sem telja sig sannkristna á Íslandi (en ekki reyndar bara á Íslandi).
Það nefnilega er margt sem hefði getað kallað fram þessi viðbrögð en gerði það ekki.

Continue reading Af hverju hommarnir?

Fá vegabréf

Í Dispatch í dag kemur fram sú merkilega staðreynd að innan við 70 milljónir Bandaríkjamanna hafa vegabréf, en þjóðin telur rétt um 300 milljónir íbúa. Reyndar er á það bent að fram til þessa hefur ekki þurft vegabréf til Kanada og karabíska hafsins. Það er hins vegar að breytast um næstu áramót og allt eins búist við mikilli aukningu á útgáfu slíkra bréfa í kjölfarið.

Mikilvægi umræðunnar

Umræðan um aðkomu kirkjunnar að opinberum grunnskólum hefur nú um skeið verið leidd af vantrúarmönnum hér á vefnum sem hafa gagnrýnt þá aðkomu harkalega eins og vænta má. Ég velti hins vegar fyrir mér hvort ekki sé nauðsynlegt að taka umræðuna alvarlega upp innan kirkjunnar. Það þarf að svara hvað felst í hugmyndum um nánara samstarf og leitast við að fylgja eftir þeim samþykktum sem gerðar hafa verið.

Continue reading Mikilvægi umræðunnar

Annall.is

Þetta leyfi ég mér að skrifa því ég lít á annálinn sem opinberan umræðuvettvang, ekki persónulegt einkablogg þess sem hér á bloggsíðu.

Þessi fullyrðing Torfa Hjaltalín um annall.is vakti nokkra athygli mína þegar ég las yfir valin ummæli í dag. Torfa til upplýsingar og annarra sem hafa persónulegar hugmyndir um stöðu og eðli annáls þá er annállinn minn, elli.annall.is, ekki opinber umræðuvettvangur heldur þvert á móti persónulegt einkablogg mitt. Continue reading Annall.is

Kirkja kapítalismans

En kannski er Kringlan við hæfi. Er ekki verslunarmiðstöðin einhvers konar kirkja markaðssamfélagsins? Hof markaðshyggjunnar? Þangað förum við snemma á sunnudagsmorgnum. Messan er útsala. Fyrir framan afgreiðslukassann bíðum við í röð eins og í kapítalískri altarisgöngu. Líkami Krists eru Diesel-buxur og Nike-skór; pulsa og kók. Fyrirgefning syndanna, hugarró sóknarbarnsins. Ég er neytandi og kirkjan mín er Kringlan. (Af Múrnum, 8. júlí 2006)

Prestur sjálfs sín

Ég lendi í því alltaf öðru hvoru að vera bendlaður við prestsverk. Þetta gerist oft á þann veg að einhver nákominn kvarti undan því að ég hafi ekki gengið alla leið og orðið prestur. Fyrir utan þann misskilning sem þetta lýsir á eðli djáknaembættisins í lúterskri hefð og ekki síður óviljandi vanvirðingu í garð þeirrar köllunar sem ég hef til starfa í kirkjunni, þá varpar þetta í mínum huga fram vangaveltum um það að vera prestur sjálfs sín.
Continue reading Prestur sjálfs sín

Gengið á glötunarvegi

Það má segja að það sé meira en lítið hallærislegt að skrifa bloggfærslu um Framsóknarflokkinn, en þar sem málið er mér skylt finnst mér ég þurfa að leggja orð í belg. Allt frá barnæsku hefur mér þótt Framsóknarflokkurinn standa fyrir skemmtilegan raunveruleika í íslenskri pólítík, tengsl hans við landsbyggðina þar sem einn hjálpar öðrum við að koma kindum í hús, kallast skemmtilega á við lög- og hagfræðimenntuðu frjálshyggjumennina í Sjálfstæðisflokknum og sjálfhverfa akademíska liðið sem hefur rænt baráttunni fyrir jöfnum rétti allra og hringsnýst um gáfur sjálfs sín og ást sína á umhverfinu og landinu sem það hefur aldrei séð.

Continue reading Gengið á glötunarvegi