Um skemmtiefni á árshátíð

Þar sem ummæli á færslunni Vantrú.is skv kenningum um jaðarhópa fór strax inn á umræðu um skemmtiefni á árshátíð Vantrúar og umræðan virtist stefna í aðra átt en færslan, þá hef ég ákveðið að færa umræðuna um gæði færslunnar hingað.

13 thoughts on “Um skemmtiefni á árshátíð”

  1. Þakka þér fyrir Halldór. Þessi afar slaki pistill (að mínu hógværa mati) verður notaður sem skemmtiefni á árshátíð Vantrúar næsta laugardag.

  2. Þá ber að skilja ofbeldishugtakið sem líkamlega árás, en það að uppnefna, niðurlægja eða hóta barsmíðum er ekki skilið sem ofbeldi.

  3. Vá, þetta hlýtur að vera nýtt met, aldrei fyrr hafa menn stokkið jafn hratt yfir í sönnun 216. Annars sé ég ekki tilgang í því að kommenta á hina færsluna svo ég segi alveg eins og er. Ég mæli með því að þú lesir hana sjálfur Halldór, skoðir það efni sem þú vísar í og veltir fyrir þér hvort vinnubrögð þín eru heiðarleg. Ég tel svo ekki vera og get fært góð rök fyrir því. Meira um það síðar á öðrum vettvangi. En fyrst verður hlegið á árshátíð Vantrúar.

  4. Röksemdafærsla Matta, pistillinn er slakur og nýtist sem skemmtiefni er einhver allra aumasta athugasemdin sem hann hefur skráð við færslu hjá mér og henni var einvörðungu ætlað að gera lítið úr mér en fjallaði á engan hátt um efni pistilsins. Aðferðafræði sem Matti hefur gagnrýnt sjálfur mjög harkalega. Varðandi spurningu Matta um heiðarleika, þá tel ég mig heiðarlegan í framsetningu á upprunalegu færslunni, en hvort ég fari villur vegar í greiningu minni það verða aðrir að dæma um.

  5. Röksemdafærsla Matta…

    Þetta var ekki röksemdarfærsla Halldór, hvaða vitleysa er þetta eiginlega. Þetta var framsetning á skoðun, mér finnst þetta lélegur pistill. Gera lítið úr þér ! Djísus kræst, hvílíkt kjaftæði.

  6. Pistillinn er ekki gallalaus, enda æfing í aðferð. Hinsvegar er hann rökstuddur, og, merkilegt nokk (eða ekki) hefur Matti til þessa ekkert nema tilfinningarök og lítilsvirðingar á móti. Ófær að horfa í eigin barm og viðurkenna að stundum er eitthvað að málflutningi hans eða sinna manna?

  7. Blessaður Matti, það er rétt að þetta voru ekki rök, en það er vanvirðing fólgin í að segja pistilinn aðhlátursefni. Varðandi vísunina í sönnun 216, var það mjög óviðeigandi. Enda forðast ég ekki innihaldsgagnrýni á upprunalega pistilinn, enda er sjálfsagt ýmislegt að, líkt og Carlos ýjar að.

  8. Það er vanvirðing að halda því fram að Vantrú sé cult. Trúðu mér Halldór, þessi arfaslaki pistill (eða æfing ef þú vilt svo kalla) verður afgreiddur vandlega á næstunni. Það liggur svosem ekkert á en þegar er búið að taka saman heilmikið efni. Ég hef lesið yfir allt sem þú vísaðir á og í öllum tilvikum er túlkun þín á því sem þar stendur afar umdeilanleg svo ég orði það pent.

  9. Jæja, það stendur þá ósvarað hér að ég sé ófær um að líta í eigin barm. Þannig skal það þá vera. Bless.

Comments are closed.