Skókassajól í New Orleans

Síðasta sólarhringinn okkar í New Orleans, gafst tækifæri til að hjálpa Peace Lutheran Church í Slidell við að koma út jólapökkum, sem hafa streymt þangað í skókössum síðustu vikur. En kassarnir koma frá kirkjum vítt og breitt í Bandaríkjunum sem hafa það sem hefð að útbúa jólagjafir handa börnum sem búa við erfiðar aðstæður og hefðu að öðrum kosti ekki tækifæri til að fá gjafir þessi jól. Við tókum skókassana til Common Ground Relief í Lower Ninth Ward, en á því svæði var fátæktin hvað mest fyrir Katrínu og ástandið er síst skárra í dag. Þar var kössunum, fatapokum og þrifefnum fagnað mjög, og vonandi að þeim gangi vel að deila út pökkunum til skjólstæðinga sinna.

Hann kom (og fór)

Hún er hvít, miðaldra lögfræðingur í góðu starfi. Hún slapp úr húsinu sínu, á sundi, vatn upp í handarkrika. Vegna sjúkdóms gat hún ekki keyrt burtu. Á laugardeginum þegar hún áttaði sig á umfangi veðursins, byrjaði að hringja í kunningja til að snapa sér far. Það tókst ekki. Hún hélt til heima hjá sér en áttaði sig á því á þriðjudagsmorgni snemma, deginum eftir storminn sjálfan, að vatnið var byrjað að hækka ískyggilega. Continue reading Hann kom (og fór)

Shit!

Þau voru búin að vera par í 3-4 ár, keyptu sér hús í byrjun árs 2005. Gerðu það upp, settu barborð í stofuna á móti arninum, endurgerðu timbrið í kringum hurðir, settu nýja útidyrahurð, nýtt teppi í stofuna. Einbýlishúsið þeirra í hverfinu þar sem hann ólst upp var geggjað. Reyndar ekki sundlaug í garðinum eins og hjá nágrannanum, en samt. Þrjú svefnherbergi, einfaldur bílskúr, flott sjónvarp. Continue reading Shit!

Trúarlegt stef í Frjálslynda flokknum

Eitt af þekktari stefjum trúarbragðasögunnar tengist réttbornum erfingja. Hver leiðir hjörðina þegar ætthöfðinginn fellur frá? Sagan af Sál, Davíð og Jónatan er þekkt, Jakob og Esaú er annað. Við gætum bent á syni Abrahams, Ísak og Ísmael. Í Postulasögunni má sjá Jakob bróður Jesú og Jerúsalemkirkjuna etja kappi við Pál og félaga í gríska arminum, deilur um réttan arftaka Múhammeðs, sem leiddi til klofnings múslima í Shita og Súnnita er enn eitt dæmið.

Trúarbragðasagan og frásagnir Biblíunnar sýna okkur að blóðerfinginn, sá sem er réttborinn erfingi lýtur ávallt í lægra haldi fyrir leiðtoganum sem er kallaður til verksins, vegna karisma. Þannig er það Davíð sem verður konungur eftir Sál, en ekki Jónatan. Jakob hlýtur arfinn, Esaú er svikinn. Ísak, yngri sonurinn er ætthöfðingi Ísraels, Ísmael lifir í eyðimörkinni. Jerúsalemkirkjan lýtur í lægra haldi fyrir Páli.

Það virðist því næsta ljóst ef litið er til trúarbragðasögunnar að tími Margrétar sé liðinn í Frjálslynda flokknum.

Upphaflega birt á halldorelias.blog.is sem viðbrögð við “Margrét segir eðlilegt að sækjast eftir embætti varaformanns.”

Missti allt

þad er otrulegt ad koma hingad til New Orleans og sja ad þratt fyrir ad ymislegt hafi verid lagad, þa er eydileggingin synileg alls stadar, aud hverfi, onyt hus og hruninn auglysingaskilti nu 460 dogum eftir Katrinu. Vid forum i dag til Missisippi en tar for midja Katrinar yfir. þegar vid keyrdum eftir strondinni vantadi um fjorar eda fimm husradir naest sjonum, allt farid, nema reyndar eitt og eitt hus an framhlidar og þaks sem standa eins og til ad syna hversu stor einbylishusin voru. Finu draumahus ellilifeyristeganna ekki olik husunum i Bexley ad staerd, horfin. Continue reading Missti allt

Vonum á West Ham!

Ég sé að 365 sýningunni er að ljúka. Er það rétt skilið hjá mér að Avion aka HF Eimskipafélagið, standi ekki vel? Er Decode ævintýrið endanlega að “feida út”? Gengu Sterling hugmyndir FL-Group ekki upp? Hvað þýðir þetta fyrir stöðu íslensku bankanna? Er e.t.v. eina vonin fólgin í West Ham?

Upphaflega birt á halldorelias.blog.is

Ég vildi að ég hefði haft rangt fyrir mér

Ég hef nokkrum sinnum skrifað færslur hér á vefnum, sem ég hef séð eftir en líklega er óhætt að segja að fáar hafi verið jafn erfiðar og sú sem innihélt þessar línur.

Þessu heldur hann á lofti á sama tíma og embættið hans er í kæruferli fyrir brot á jafnréttislögum, þar sem karl var tekin fram yfir konu, þrátt fyrir meiri menntun og reynslu konunnar.

Í dag féll dómurinn í Hæstarétti. Ég vildi óska þess að ég hefði haft rangt fyrir mér og þessi færsla væri formleg afsökunarbeiðni, en því miður reyndust orðin í upphaflegu færslunni rétt.

Fjöldi í þjóðkirkjunni

Á trú.is er spurt um fjölda í þjóðkirkjunni nýlega. Ég verð að viðurkenna að mér brá þó nokkuð að hlutfallstalan sé komin undir 85%. Þar sem ég hef gaman af tölum og mér þykir þetta merkilega hröð (en eðlileg þróun). Þá ákvað ég að líta á aðra þætti varðandi trúfélagafjölda.
Continue reading Fjöldi í þjóðkirkjunni

Sigur í LutherBowl

Nú um helgina fór fram hið árlega flag-football mót guðfræðiskóla á austurströnd Bandaríkjanna, Luther Bowl, en mótið er haldið árlega í Gettysburg, Pennsylvania. Að þessu sinni mættu átta skólar til leiks, fjórir lútherskir, tveir með tengsl við ensku biskupakirkjuna, einn kalvínskur auk Wesley Theological Seminary (WTS). Er óhætt að segja að mótið hafi þannig endurspeglað framtíð “mainline” kirkjudeilda í BNA, eða alla vega leiðtoga þeirra. Hvert lið spilaði þrjá leiki eftir ákveðnu kerfi, sem leiddi til þess að eina liðið sem sigraði alla sína leiki stóð uppi sem sigurvegari.

Continue reading Sigur í LutherBowl

Stjórnarskrárbreytingar

Þrátt fyrir að demókratar hafi sótt mjög á í dag, er ekki víst að dregið hafi úr krafti “hinna sannkristnu” hér í “fyrirheitna” landinu. Líklega er hægt að halda því fram repúblikarnir hafi brugðist hinum “kristnu” fremur en að líberalisminn hafi haldið innreið sína. Þetta má sjá m.a. í því að íbúar sjö ríkja samþykktu að breyta stjórnarskrá sinni í dag og skilgreina nú hjónaband sem samband karls og konu (og ekkert annað). Reyndar virðast Arizonabúar hafa felt breytinguna í áttunda ríkinu þar sem breytingin var lögð fyrir.
Continue reading Stjórnarskrárbreytingar

Kosningahvatinn

Kosningaþátttaka í BNA er mjög merkilegt fyrirbæri. Í landi lýðræðisins fer þátttakan vart upp fyrir 50%. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður. Ein er sú að flæði fólks um landið er mikið. Þrátt fyrir þá mýtu að Bandaríkjamenn ferðist ekki út fyrir fylkið sitt, þá flytur það fram og tilbaka. Þannig var Kevin kunningi minn ekki viss um hvort hann nennti á kjörstað í dag, nýfluttur yfir landið þvert og síðustu mánuðir hafa farið í annað en að velta fyrir sér muninum á SmokeLessOhio og SmokeFreeOhio.

Continue reading Kosningahvatinn

Stutt í kosningar

Það þarf ekki að rýna lengi í síðustu kannanir fyrir kosningarnar á þriðjudaginn hér í OHIO til að sjá að Bandaríkjamönnum er nóg boðið. Ríkið sem færði Bush forsetaembættið 2004, virðist hafa breytt um stefnu svo um munar. Þannig leiðir fulltrúi demókrata til Ríkisstjóra, kapphlaupið með 36% mun skv. nýjustu könnun Dispatch.

Continue reading Stutt í kosningar

Áhugavert innlegg og nokkur ekki

Svanur Sigurbjörnsson skrifar ágæta umfjöllun um Vinaleiðina á Vantrú.is þar sem hann einangrar umræðuna við spurninguna hvort trúarlegt starf eigi heima í grunnskólum. Þar sem ég persónulega tel mjög mikilvægt að þessi umræða eigi sér stað (bý í BNA), þá hrósaði ég honum fyrir að losa umræðuna undan trúboðsdeilum og fullyrðingum um almennt vanhæfi presta og djákna. Það verður hins vegar að segjast að viðbrögð sumra ummælamanna Vantrúar hafi komið óþægilega á óvart.

Continue reading Áhugavert innlegg og nokkur ekki

Trúarhugmyndir sem “static” eða “dynamic”

Ég er yfir mig hrifinn af stimplunum. Ég lít svo á að með því að búa til flokka og skipta fólki niður sé ég að gera mér lífið auðveldara. Eina vandamálið er að stimplanir eru fremur flóknar í framkvæmd. Sér í lagi þar sem einstaklingar eru iðulega ósáttir við stimplanna sem þeim eru gefnir og síðan hitt að hugtökin sem notuð eru við stimplunina eru oft á tíðum gildishlaðin. Þannig er stimplunarárátta mín algjörlega ónothæf í öllum samskiptum, því fæstir samþykkja flokkun mína og auk þess veldur hún því að ég nálgast fólk út frá stimplunum sem ég gef þeim og rekst þannig stundum á veggi.
Continue reading Trúarhugmyndir sem “static” eða “dynamic”