Út er komin bók

Þeir eru fjölmargir sem hafa dvalið hjá mér í sumarbúðum í gegnum árin. Fyrst kemur mér að sjálfsögðu í hug læknaneminn sem tók á móti Tómasi Inga. Nú, ekki má gleyma stjórnarmanninum í Vantrú.is, eða stjórnarmanninum í Heimdalli sem leikur í auglýsingum fyrir Glitni (nema hann sé hættur í Heimdalli). Síðan er það píanóstillingamaðurinn, sem hjólar um allt og notar hjálm. Körfuboltagengið úr Laugarnesinu er að sjálfsögðu minnisstæður hópur og svo mætti telja lengi. Enda er fjöldi drengjanna og stúlknanna sem hafa dvalið í Vatnaskógi eða Kaldárseli á sama tíma og ég líklega 10-15 þúsund ef ég tek með fermingarnámskeið sem ég hef starfað á. En hvað um það.
Einn af ágætum Vatnaskógardrengjum fortíðarinnar og IKEA starfsmönnum síðari ára (hann er víst hættur kappinn) var að spamma ummælakerfið mitt með bókaauglýsingu. Ég að sjálfsögðu eyddi spamminu en fyrir þá sem áhuga hafa þá var Arngrímur Vídalín, Laugarnesingur að gefa út bók.

Nánari upplýsingar um bókina eru á blogginu hans: http://kaninka.net/arngrimurv/2006/11/19/ut-er-komin-bok/

4 thoughts on “Út er komin bók”

  1. Þú mátt svo ekki gleyma því nýjasta… kosningastjóra Guðlaugs sjálfstæðismanns, hann var í skóginum líka 🙂

Comments are closed.