Trúarlegt stef í Frjálslynda flokknum

Eitt af þekktari stefjum trúarbragðasögunnar tengist réttbornum erfingja. Hver leiðir hjörðina þegar ætthöfðinginn fellur frá? Sagan af Sál, Davíð og Jónatan er þekkt, Jakob og Esaú er annað. Við gætum bent á syni Abrahams, Ísak og Ísmael. Í Postulasögunni má sjá Jakob bróður Jesú og Jerúsalemkirkjuna etja kappi við Pál og félaga í gríska arminum, deilur um réttan arftaka Múhammeðs, sem leiddi til klofnings múslima í Shita og Súnnita er enn eitt dæmið.

Trúarbragðasagan og frásagnir Biblíunnar sýna okkur að blóðerfinginn, sá sem er réttborinn erfingi lýtur ávallt í lægra haldi fyrir leiðtoganum sem er kallaður til verksins, vegna karisma. Þannig er það Davíð sem verður konungur eftir Sál, en ekki Jónatan. Jakob hlýtur arfinn, Esaú er svikinn. Ísak, yngri sonurinn er ætthöfðingi Ísraels, Ísmael lifir í eyðimörkinni. Jerúsalemkirkjan lýtur í lægra haldi fyrir Páli.

Það virðist því næsta ljóst ef litið er til trúarbragðasögunnar að tími Margrétar sé liðinn í Frjálslynda flokknum.

Upphaflega birt á halldorelias.blog.is sem viðbrögð við “Margrét segir eðlilegt að sækjast eftir embætti varaformanns.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.