Lífsgæðarannsókn Sameinuðu þjóðanna

Hér í BNA hef ég á stundum vísað í þessar rannsóknir SÞ, en þær má sjá á http://hdr.undp.org/hdr2006/statistics/. Hér er litið til þátta eins og læsis, hlutfalls þjóðarframleiðslu til menntunar, rannsókna og heilbrigðismála. Það er litið til barnadauða, hverjar eru lífslíkur, þjóðarframleiðslu, misskiptingar í samfélaginu, aðgengis að síma, bifreiðum, hreinu vatni og svo mætti lengi lengi telja.

Vísanir mínar hér í BNA hafa reyndar flestar snúið að heilbrigðismálum, enda er öflug heilbrigðisþjónusta fyrir alla þegna eitt af einkennum landanna efst á listanum ef frá er talið ríkið í 8. sæti.

Áhugasamir geta skoðað einstaka þætti sem horft er til á síðu Sameinuðu þjóðanna. 

Hægt að spyrja mig

Þegar ég ákvað að kaupa nýja stafræna vél í stað 2mp Canon Ixus vélarinnar, þá endaði ég á Lumix vélinni, ekki síst vegna Leica linsunnar. Reyndar var mér bent á að Panasonic væri ekki stórt nafn í myndavélum, en á móti kom að $500 vél með Leica linsu er næstum mótsagnakennt og í trausti þess að Leica legði ekki 80 ára reynslu og ímynd við hvað sem er, ákvað ég að kýla á vélina. Það verður að segjast að sjaldan hef ég gert jafn gáfuleg kaup.

Linsan er frábær, það er auðvelt að stjórna vélinni, rafhlaðan endist ágætlega og miðað við stærð er auðvelt að höndla hana. Reyndar eru myndir við léleg ljósskilyrði ekki neitt svaka góð, en ef ég festi iso á 100 eða 200 og nota flass (það er möguleiki á stærra flassi) þá er það ekki vandamál. 

Sérfræðingur

Ég sá á heimasíðu Healthy Congregations að starfstitill minn er sérfræðingur. Það lítur ekki illa út á ferilskránni að hafa verið Project Specialist hjá Healthy Congregations.

Rétt er að taka fram að ég ber ekki ábyrgð á hljóðinu sem heyrist á heimasíðunni. Ég hef reynt að nota áhrif mín hjá fyrirtækinu til að fjarlægja hljóðvídusana, en var borinn ofurliði af jákvæðum viðbrögðum viðskiptavina.

Fátækt í tölum

Fátæktarmörk í BNA eru $20.444 á hverja fjögurra manna fjölskyldu eða rétt um $1.700 á mánuði. Það kostar mig og konuna mína sem lifum tiltölulega sparlega með tvö börn, erum í mjög ódýru húsnæði, með niðurgreitt barnaheimilispláss, ókeypis sjúkratryggingu, höfum borgað bílinn og höfum ekki kapal rétt um $4.000 á mánuði að búa hérna. Þannig að vera undir fátæktarmörkum í BNA merkir fyrir fjögurra manna fjölskyldu að hafa $2.300 minna á milli handanna en þú þarft til að geta lifað af mánuðinn. Continue reading Fátækt í tölum

Launakröfur

Salaries as a social accepted way to complain! 

Í umræðum í tíma í Organizational Behavior í kvöld var umræða um launamál og starfsánægju. Þar kom m.a. fram að há laun eru að jafnaði ekki líkleg til að auka starfsánægju en geta verið liður í að draga úr óánægju í starfi. Kennarinn benti á að þegar til staðar er vanlíðan í starfi þá séu kvartanir vegna lágra launa félagslega samþykkt leið til að fá útrás fyrir vanlíðan.

Mér þótti þetta sérstaklega áhugavert í ljósi þeirrar launaumræðu sem ég hef tekið þátt í.

Aðgreiningin styrkt / Tímabundin lausn?

Sjá athugasemd Þráins Haraldssonar!

<DEL>Það er sorglegt að sjá þetta stigma í garð geðsjúkra barna og ungmenna. Að í einu af ríkustu ríkjum heims, með besta velferðar- og heilbrigðiskerfi veraldar skuli viðhorf heilbrigðiskerfisins vera að halda þeim geðsjúku frá hinum líkamlega veiku.

Á sama tíma og stefnt er að uppbyggingu glæsilegs sjúkrahús á Hringbrautarsvæðinu, þar sem öll þjónusta er á einum stað – þá á að halda einum hópi sér. Geðsjúk börn og ungmenni eru væntanlega öðruvísi en aðrir eða hvað?</DEL>

Að sjálfsögðu fagna ég endurbótum og bætri húsnæðisaðstöðu fyrir BUGL-ið, <DEL>en um leið harma ég það viðhorf sem ég tel felast í áframhaldandi uppbyggingu á Dalbraut.</DEL>

Athugasemd:
Sæl Elli, það hefur komið fram í umræðunni að það standi til að BUGL verði staðsett við hlið nýs spítala við Hringbraut. Húsnæðisvandi deildarinnar er hins vegar svo mikil að ekki er hægt að bíða eftir nýjum spítala. Væntanlega verður húsnæði BUGL selt þegar kemur að flutningum á Hringbraut, en hvenær það verður, veit nú enginn!
Þráinn Haraldsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 16:05

Skólinn framundan – að finna fínu fötin

Í kvöld verður “orientation” fyrir MBA námið hérna í Capital University en ég verð í einum MBA-kúrsi í haust, sem ber heitið Organisational Behavior. Það þýðir að ég þarf að grafa upp skyrtur og snyrtileg föt, enda MBA nemarnir væntanlega mun fínni í tauinu en guðfræðinemar sem margir klæða sig eins og þeir séu nýkomnir úr sumarbúðum. Annars líður heil vika í viðbót þangað til tímar hefjast í MBA-náminu, og síðan ein vika til þar til Trinity-kúrsarnir hefjast. Námskeiðin í Trinity að þessu sinni eru í fjölbreyttari kantinum. Ég verð í kúrsi um leiðtogahlutverk í safnaðarstarfi, ég sit námskeið hjá James Childs um kynlífssiðfræði, tek kúrs um fermingarstörf og loks mun ég sitja námskeið í Nýja testamentisfræðum.
Þá verð ég í skrifstofuvinnu hjá Healthy Congregations, en þar er boðið upp á fræðsluefni byggt á hagnýtingu Family System Theory í safnaðaruppbyggingu.

(Upphaflega birt á hrafnar.net) 

Afsökunarbeiðni

Ég vil biðja landsmenn afsökunar á því að hafa fjórum sinnum á síðasta mánuði tekið stöðu gegn íslensku krónunni með verulegri sölu á krónum og kaupum á dollurum. Ég er meðvitaður um að ákvarðanir mínar hafa átt þátt í þessari veikingu krónunnar sem á sér stað núna.

Reyndar þykist ég hafa afsakanir fyrir hluta af þessum stöðutökum, bíllinn fór í viðgerð, ég keypti flugmiða heim um jólin fyrir fjölskylduna og þurfti að borga skólagjöldin hérna úti. En hluti af ákvörðunum mínum voru meðvitaðar tilraunir til að hagnast á athæfinu á kostnað náunga míns heima á Íslandi. Ég veit að þetta mun hugsanlega hafa áhrif á verðmæti húsnæðis ykkar sem búið á Íslandi, ég veit þið lendið hugsanlega í vandræðum með að borga af lánunum og þurfið jafnvel að selja hjólhýsið.

En lífið er hart, eins dauði er annars brauð. Hagnaður minn af þessum stöðutökum gerir mér mögulegt að njóta lífsins að fullu í stúdentaíbúðinni í Bexley, dóttir mín fékk nýjar stuttbuxur í gær og hver veit nema að strákurinn fái að fara í klippingu fyrir jólin.

Mennskan

Ég keypti mér um daginn Bowie, This is not America, á iTunes. Það er nefnilega einstaklega skemmtilega ögrandi og undarlegt að hafa lagið í eyrunum þegar keyrt er eftir hraðbrautunum sem skera í sundur miðbæinn hér í Columbus. Því það er sannarlega Ameríka. En Ameríka er meira en hraðbrautir, við fjölskyldan höfum tvívegis mætt á hafnaboltaleik og það er svo sannarlega Ameríka. Þjóðsöngurinn í upphafi, unglingarnir sem hafa nýskráð sig í herinn að fara með eið um að lúta forsetanum frammi fyrir áheyrendum og pallbílarnir á bílastæðinu. Continue reading Mennskan