Christian Evangelicals Plot to Remake America In Their Own Image

“What they don’t know — what even most conservative Christians who voted for Bush don’t know — is that ‘Christian nation’ means something else entirely to these Dominionist leaders. This movement is no more about following the example of Christ than Bush’s Clean Water Act is about clean water.”

via Christian Evangelicals Plot to Remake America In Their Own Image.

The Change

Status of Þjóðkirkjan is changing from being “protector of peace (pax Romana)” to “sustainer of inequality”. It seems clear that the thousand y-old idea of “one sidur” is becoming impossible to enforce, and it is inevitable that new rituals and new ways of gathering will come to being. However, the society still has to find alternative ways to ritualize their moments of significance (with or without Þjóðkirkjan).

Vision and Mission for Þjóðkirkjan

The Icelandic Church went through an interesting process, creating a vision and mission document for the years 2004-2010. It was both interesting to see who participated in the creation of this overall document and who did not.

I have not spent a lot of time in Iceland since this document was formed and I wonder about its impact, but in 2010 it will be re-assessed and hopefully in an honest way.

Website in Icelandic about the Document.

The official document.

Reactive or Proactive

When addressing leadership model, I have to come to the issue of reactive vs. proactive again and again. It is especially important when it comes to the question of the Icelandic Church and how it is going to respond to the question of separation of church and state.

Does that call for a reaction, trying to slow the pace of the discussion, or are we going to be proactive and take over the discussion.

The Financial Collapse in Iceland and the church

“Looking back we might say we failed… the prophetic voice of the church was not loud enough” – Karl Sigurbjornsson, the Bishop of Iceland on the failure of the country’s state religion to have any impact on the financial disaster which has devastated Iceland.

BBC – BBC World Service Programmes – Heart and Soul, 04/04/2009.

Kirkjuskilningur Jóns Magnússonar

Hér ætti að vera bloggfærsla um kirkjuskilninginn sem felst í færslu Jóns Magnússonar frá því fyrr í dag. Í slíkri færslu hefði ég bent á að í fyrsta lagi þá rekur kirkjan á Íslandi öflugt hjálparstarf og kemur að margskonar þjónustu dag hvern við fólk í vanda. Í annan stað myndi ég velta fyrir mér hvernig ætti að veita þessa þjónustu í meira mæli en nú er gert og hvort kirkjan sé í raun og veru þjónustustofnun sem stendur og fellur með þeirri þjónustu sem hún veitir.

Þegar greiningunni væri lokið myndi ég síðan bregða upp sem annarri mynd af samfélagi fólks sem leitast við að benda á Krist. Ég myndi halda því fram að slíkt samfélag sé kirkjan, en ekki þjónustustofnunin sem bendir í sífellu á sjálfa sig. Ástæða þess að færslan er ekki hér, er sú að rétt í þessu bárust mér skilaboð, sem segja að ég fari villur vegar. Kirkjan eigi fyrst og fremst að benda á sjálfa sig og eigið ágæti.

A national symbol

Gunnlaugur A Jónsson blogs about Göran Persson’s autobiography. According to Gunnlaugur, Mr. Persson thinks the separation between Church and State in Sweden might have been a mistake. His thoughts are worth looking at. It seems according to Gunnlaugur, that the separation was a mistake because the church was a national symbol and as such uniting force.

gunnlaugur.annáll.is – » Aðskilnaður ríkis og kirkju voru mistök, segir Persson.

Skírnarkostnaður

Í umfjöllun um kirkjuna og rekstrarkostnað í námskeiði um breytingar á ásýnd kirkjunnar var varpað fram áhugaverðri nálgun á kostnað við kirkjustarf. En ein breytan sem notuð var er kostnaður á skírn. Hér er í sjálfu sér gengið út frá mjög áhugaverðri hugsun um kirkjuna, þ.e. að skírn sé markmiðið og annað starf sé stuðningur við skírnina. Ég tók mig til og reiknaði kostnaðinn út fyrir þjóðkirkjuna á Íslandi byggt á tölum í fjárlögum, en bendi á að velta kirkjunnar er ekki að fullu skrásett þar. Óhætt er að álykta að þjóðkirkjan velti allt að 35% meira fé en hún fær í gegnum skattkerfið. Ég er þó ekki viss um að nákvæm tala sé til. Þá er ekki ólíklegt að rekstrarkostnaður sumra kristinna söfnuða á Íslandi sé hærri á hvern skírðan einstakling en í þjóðkirkjunni, vegna samskota og ýmiskonar hliðartekna. En alla vega kostnaður á hvern nýskírðan einstakling í þjóðkirkjunni er eins og hér segir:

Sóknargjöld – 2.026.750.824
Jöfnunarsj. – 340.107.710
Kirkjumálasj. – 262.894.067
Laun presta og fleira – 1.458.000.000

Kostnaður er c.a. 4.1 milljarður króna eða 54 milljónir dollara. Ef 4000 börn eru skírð á ári, kostar hver nýskírður einstaklingur $13.500 eða rétt rúmar 1.025.000 krónur. Ef við bætum við 35% sem er jafn gott gisk og hvað annað fáum við 1,4 milljónir sem kostnað á hvern skírðan.

Þetta er í sjálfu sér mun eðlilegri leið til að reikna út kostnað hvers og eins skírðs einstaklings en að reikna út sóknargjöld og hliðargreiðslur, margfalda með ævilíkum og fá þannig út tölu, sem yrði eitthvað lægri en kostnaður á hvern nýskírðan.

Sjálfsagt hafa einhverjir áhuga á hvort mér finnist upphæðin há eða lág. Ef kirkjan hefði raunverulegt vægi í samfélaginu og léti sig varða líf þessara nýskírðu einstaklinga og berðist fyrir betra lífi allra, þá væri þetta mjög lág upphæð. Ef kirkjan hins vegar væri sjálfhverf stofnun sem teldi að steindir gluggar séu besta leiðin til að heiðra börn og unglinga og teldi að ábyrg hegðun þegar kemur að fjármálum sé minna virði en risaorgel þá er upphæðin mjög há. Að mínu hógværa mati liggur veruleiki þjóðkirkjunnar einhvers staðar þarna á milli, svo …

(Enn einn “stickies”-miðinn, farinn af skjáborðinu)

Orgelsmíði

Það er sagt að munurinn á Íslendingi og Dana sem báðir vinna 2 milljónir í Lottó-i, sé að Íslendingurinn fari samstundis í B&L og kaupi BMW jeppa og taki 6 milljón króna lán fyrir mismuninum. Daninn hins vegar kaupi sér notaðan Toyota Corolla á 500 þúsund, noti það sem eftir stendur til að greiða niður af húsnæðisláninu og ef eitthvað sé eftir að því loknu sé það lagt á sparnaðarreikning til mögru áranna.

Stefnumótun kirkjunnar

Mér varð hugsað til þess rétt í þessu að í stefnumótun íslensku þjóðkirkjunnar til ársins 2010 er hvergi gert ráð fyrir því að á Íslandi búi fleiri en þeir sem eru fæddir og uppaldir á eyjunni. Þannig er áherslan í menningarkaflanum á íslenskan menningararf eingöngu, í fræðslukaflanum og kærleiksþjónustukaflanum er ekkert um íbúa landsins sem fæddir eru erlendis, en reyndar er mjög undarleg setning í boðunarhlutanum þar sem segir: “Við viljum eiga frumkvæði að því að nýta tækifæri varðandi fjölmenningarsamfélagið”. Þannig virðist íslenska þjóðkirkjan skilgreina sjálfa sig sem íslenska á mjög afgerandi hátt og setur þjóðerni ofar öðrum þáttum kirkjulífsins.

Ef við erum gagnrýnin á kirkjuna, mætti segja að stefnumótunin sé því óbein yfirlýsing um að kirkjan sé ekki lengur í þjónustu við alla sem búa á landinu. Fullyrðing sem hefur reyndar heyrst víðar. Ef þessi fullyrðing er réttmæt og kirkjan sjái einstaklinga sem eru fæddir utan landssteina ekki sem viðfang sitt og ef prédikanir í kirkjunni í auknum mæli tala um ákveðna hópa í samfélaginu sem siðlausa skv. skilgreiningu, verðum við að spyrja okkur hvort kirkjan geti og eigi að leita skjóls í stjórnarskránni.

Íslenska þjóðkirkjan er í dag stofnun hinnar ríkjandi stéttar samfélagsins og við verðum að spyrja gagnrýnið hvort og hvernig það á samhljóm í deilum gyðingkristinna og grísk kristinna á Postulafundinum 48 og í gagnrýni Jesús á ríkjandi trúarstofnanir síns tíma. Spurningin sem hljómaði í tíma í MTSO í gær var: Ef Jesús kæmi í messu í söfnuðinum þínum, væri hann ánægður með það sem fram færi?

Ég hafði rangt fyrir mér

Ég verð að viðurkenna að dómsorð í Hæstaréttardómi 109/2007 vekja hjá mér takmarkaða gleði. Ég hef ekki lesið rökstuðning dómaranna, en renndi hratt yfir sératkvæði Hjördísar Hákonardóttur. Þessi dómur kemur til með í framtíðinni að verða eitt af grundvallarskjölum í umræðunni um aðskilnað ríkis og kirkju og því mikilvægt að hafa vísun í hann hér.

Fyrir þau/þá sem hafa viljað nota hugtakið ríkiskirkja um stöðu Þjóðkirkjunnar á Íslandi þrátt fyrir mótmæli mín. Dómur Hæstarétts er fallinn, ég hafði rangt fyrir mér. Eftir allt erum við ríkiskirkja og spurning hvort að ég noti ekki tækifærið og geri kröfu á kirkjuna um leiðrétt lífeyrisréttindi.

Kirkjan uppfærð í samræmi við gildandi lög

Ákvörðun Kirkjuþings um málefni samkynhneigðra færir kirkjuna á par við núgildandi lög í landinu. Kirkjan gengur inn í það fyrirkomulag sem ríkir um staðfesta samvist og “óskar” eftir heimild fyrir þá sem eru vígslumenn að lögum til að staðfesta samvist. Jafnframt stendur kirkjuþing áfram við hefðbundin skilning á hjónabandinu sem sáttmála karls og konu.

Allt orðalag og sér í lagi framsetning á tillögunum hefur verið milduð. Þannig er ekki lengur talað um ályktun um hjónabandið líkt og þegar málið var lagt fram. Eins hefur hugtakið vígslumenn verið sett inn í tillöguna til að mynda hugrenningatengsl við vígslu staðfestrar samvistar þó það sé ekki sagt berum orðum.  Þá er áherslan á heimildarákvæði veikari enn áður, ekki er talað um samviskufrelsi presta til að neita um athöfn en á móti lögð áhersla á að frelsi presta sé virt.

Vangaveltur sem vakna við lestur þessara breytinga og við þessa samþykkt eru nokkrar:

  • Ef frumvarp VG um ein hjúskaparlög nær fram að ganga, er ljóst að málið þarf að fara aftur fyrir Kirkjuþing vegna orðalagsins í þessari samþykkt.
  • Það virðist augljóst að hugtakið vígslumenn er sett inn til að mynda hugrenningatengsl við vígslu. Hvernig tókst fylgismönnum réttinda samkynhneigðra að fá kirkjuþingsmenn til að samþykkja það?
  • Hvers vegna er ekkert um form helgihalds samþykkt, en það var hluti af 15. máli. Nú þegar ný helgisiðahandbók er væntanleg má ekki seinna vænna að ganga frá formi fyrir athafnir, ef ekki á einfaldlega að notast við hjónavígsluformið.
  • Hvaða hugmyndir eru uppi um hvernig virða á frelsi presta? Þetta er augljóslega gert til að friða presta sem vilja ekkert með samkynhneigða hafa, en hefur þetta einhverja raunverulega merkingu. Hafa prestar frelsi til að neyta einhverjum um fyrirbæn?
  • Hér má segja að skrefið sé stigið til fulls guðfræðilega til jafnrar stöðu gagn- og samkynhneigðra innan kirkjunnar. Boltanum er rúllað yfir til löggjafans að stíga næsta skref, veita vígslumönnum rétt til staðfestingar samvistar og hugsanlega kalla eftir einum hjúskaparlögum.
  • Hvernig tekst kirkjunni að spila úr þessari ákvörðun? Ég verð að viðurkenna að ég efast um að það takist vel. Kirkjan tapaði fyrir löngu síðan allri PR-vinnu vegna þessara mála og ég fæ ekki séð að það breytist núna. En hver veit?

Bilun

Insanity: doing the same thing over and over again and expecting different results.

Eins og bent var á í ummælum hér fyrr er ég víst fremur hrifnæmur. Þannig þótti mér vísun í meint orð Albert Einstein, þegar rætt var um stöðu kirkjunnar í Vestur-Evrópu áhugaverð og skemmtileg.

Fermingartollurinn

Ég er stundum svolítið lengi að tengja. En þar sem ég var að taka til í glósunum mínum áðan, flaug mér í hug umræða sem ég rak augun í skýrslu af aðalfundi Prestafélags Íslands, þar sem rætt var um fermingartollinn og hugmyndir um að greiða hann beint til presta úr Héraðssjóði.  Hugmynd sem er hreint afleit og fáránleg í alla staði. Ég ætla svo sem ekki að útskýra að öllu leiti hvers vegna hugmyndin er vitlaus, en velta aðeins fyrir mér vandamálinu eða öllu heldur vandamálunum sem eru tvíþætt. Continue reading Fermingartollurinn

Algjörlega til fyrirmyndar

Það er gleðilegt að þessi yngsti söfnuður landsins, í Þúsaldarsókn, skuli beita nútímaaðferðum við útboð og framkvæmd kirkjubyggingarinnar. Þessi vinnubrögð eru til eftirbreytni og gaman að heyra af þessari leið.

Upphaflega birt á halldorelias.blog.is sem viðbrögð við frétt á mbl.is.

Þjónustustofnun, kirkja eða eitthvað allt annað

Það er áhugavert að velta fyrir sér þessu máli í Digraneskirkju. Hér er nefnilega snert á grundvallarskilningi þjóðkirkjunnar á sjálfri sér. Hver er staða og hlutverk kirkjunnar? Það má segja að við getum greint tvo meginstrauma í þessu máli. Continue reading Þjónustustofnun, kirkja eða eitthvað allt annað

Fjöldi í þjóðkirkjunni

Á trú.is er spurt um fjölda í þjóðkirkjunni nýlega. Ég verð að viðurkenna að mér brá þó nokkuð að hlutfallstalan sé komin undir 85%. Þar sem ég hef gaman af tölum og mér þykir þetta merkilega hröð (en eðlileg þróun). Þá ákvað ég að líta á aðra þætti varðandi trúfélagafjölda.
Continue reading Fjöldi í þjóðkirkjunni

Ríkiskirkja!?!!

Ég trúi að ef kirkjan vill lifa heilbrigðu lífi þurfi hún að ná sem mestri fjarlægð frá ríkisvaldinu. Margvíslegur árangur hefur náðst, þó alltaf megi gera betur. Ástandið í Noregi er hins vegar dæmi um óheilbrigt umhverfi hvað þetta varðar. Er staðan virkilega sú að ríkisstjórnarsamstarf er í hættu vegna biskupskosninga og afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðra?