Kirkjuskilningur Jóns Magnússonar

Hér ætti að vera bloggfærsla um kirkjuskilninginn sem felst í færslu Jóns Magnússonar frá því fyrr í dag. Í slíkri færslu hefði ég bent á að í fyrsta lagi þá rekur kirkjan á Íslandi öflugt hjálparstarf og kemur að margskonar þjónustu dag hvern við fólk í vanda. Í annan stað myndi ég velta fyrir mér hvernig ætti að veita þessa þjónustu í meira mæli en nú er gert og hvort kirkjan sé í raun og veru þjónustustofnun sem stendur og fellur með þeirri þjónustu sem hún veitir.

Þegar greiningunni væri lokið myndi ég síðan bregða upp sem annarri mynd af samfélagi fólks sem leitast við að benda á Krist. Ég myndi halda því fram að slíkt samfélag sé kirkjan, en ekki þjónustustofnunin sem bendir í sífellu á sjálfa sig. Ástæða þess að færslan er ekki hér, er sú að rétt í þessu bárust mér skilaboð, sem segja að ég fari villur vegar. Kirkjan eigi fyrst og fremst að benda á sjálfa sig og eigið ágæti.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.