3. Mósebók 18. kafli

Upptalningin hér í 3. Mósebók er ítarleg. Textinn gerir ráð fyrir fjölkvæni sem veruleika, en megininntakið er skilgreiningar á sifjaspelli. Kynmök tveggja karlmanna eru bönnuð og þá er lagt bann við mökum við dýr í textanum. Forsendur bannsins eru þær að þessi hegðun hafi tíðkast hjá öðrum þjóðum, m.a. í Egyptalandi og Kanaanslandi. Þær þjóðir sem hafi iðkað þessa siði hafi mátt finna fyrir refsingu Guðs, þær hafi misst landið sitt. Brot við þessum lögum kallar því á útlegð. Continue reading 3. Mósebók 18. kafli

3. Mósebók 16. kafli

Þessi texti er fyrst og fremst helgihaldstexti. Árlega,

[á] tíunda deginum í sjöunda mánuðinum skuluð þið fasta og ekki vinna neitt verk, hvorki innfæddir né aðkomumenn sem búa á meðal ykkar, því að á þessum degi er friðþægt fyrir ykkur svo að þið hreinsist. Frammi fyrir Guði verðið þið hreinir af öllum syndum ykkar.  Continue reading 3. Mósebók 16. kafli

3. Mósebók 14. kafli

Umfjöllun um holdsveiki heldur áfram. Nú er áherslan á formlegt ritúal eftir að einstaklingur hefur læknast af veikinni. Eins og áður er gert ráð fyrir að fórnargjafir séu í samræmi við fjárhagslega burði þess sem læknast hefur. Það er líka mikilvægt að skilja að helgihaldinu sem er lýst hér er ekki ætlað að vera töfralækning, heldur einvörðungu formleg staðfesting á að viðkomandi einstaklingur sé orðinn hreinn. Continue reading 3. Mósebók 14. kafli

3. Mósebók 10. kafli

Það er ekki gott að vera fullur í vinnunni og með sítt hár. Hvað þá ef fötin hanga lauslega á þér og vinnan felst í því að undirbúa eld fyrir fórnarathafnir. Kaflinn hér fjallar um reglur fyrir presta, sem fylgja í kjölfarið á dramatískum viðburði þar sem Nadab og Abíhú synir Arons, brenna til bana. Continue reading 3. Mósebók 10. kafli

3. Mósebók 4. kafli

Eftir að hafa fjallað almennt um sekt og synd, heillafórnir og rekstarforsendur altarisþjónustunnar. Þá er komið að almennri löggjöf þar sem musterisþjónar hafa hlutverk löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. Enginn upplýst þrískipting stjórnvalds til staðar í þessu samfélagi. Continue reading 3. Mósebók 4. kafli

3. Mósebók 3. kafli

Áfram er fjallað um fórnargjafir, að þessu sinni heillafórnir. Það virðist vera að þegar um heillafórnir sé að ræða séu það aðeins mörin og innyflin sem séu brennd, blóðið sé látið leka úr dýrinu en ekki er útskýrt hvað verður um afganginn af kjötinu. Það er enda aðeins eitt sem fær okkur til að gefa meira en sektarkennd og skömm. Það er vonin um að öðlast eitthvað gott. Continue reading 3. Mósebók 3. kafli

3. Mósebók 1. kafli

Valdakjarninn við samfundatjaldið heldur áfram að styrkja stöðu sína með orðum Drottins í gegnum Móse. Aðeins það besta er nógu gott fyrir Guð og því ber brennifórnum að vera lýtalaus karldýr, slátrun dýranna fær á sig helgiblæ og Ísraelsmönnum sagt að Drottinn sé ánægður með ilm fórnargjafanna. Continue reading 3. Mósebók 1. kafli

Viðaukar við Daníelsbók

Viðaukar við Daníelsbók er eitt af apókrýfuritum Gamla testamentisins. Ég fjalla e.t.v. seinna um hvaða aprókýfurit eru í íslensku kristnihátíðarþýðingunni af Biblíunni og af hverju, en að þessu sinni mun ég beina sjónum mínum að Viðaukunum við Daníelsbók. Continue reading Viðaukar við Daníelsbók

2. Mósebók 32. kafli

Við erum enn í sögunni um boðorðin frá Guði, nema hvað hér er sagt frá því að fólkið hafi farið að lengja eftir Móse á fjallinu. Guðdómur Móse er gefin í skin, enda kallar fólkið til Arons:

Komdu og búðu til guð handa okkur sem getur farið fyrir okkur því að við vitum ekki hvað varð um þennan Móse, manninn sem leiddi okkur út af Egyptalandi. Continue reading 2. Mósebók 32. kafli

2. Mósebók 27. kafli

Í lítilli og nýlegri kapellu úti á landi er altarisborð úr grjóti. Reyndar er ekki rétt að tala um borð í þessu sambandi. Hlutverk altarisins sem borðs hafði nefnilega gleymst í hönnuninni. Réttara væri að segja að þar sem að öllu jöfnu væri altarisborð í kapellu, sé til staðar risastór grjóthnullungur án nokkur slétts flatar. Tilgangur altarisins týndist í hönnuninni. Continue reading 2. Mósebók 27. kafli

2. Mósebók 26. kafli

Itarlegar útskýringar á hönnun tjaldbúðarinnar halda áfram. Áherslan á glæsilegheitin er algjör. Allt þarf að vera ekki bara einhvern veginn heldur nákvæmlega þannig. Ég man svo sem eftir að hafa þurft að fá fram breytingar á hugmyndum arkitekta á útfærslum í kirkjubyggingum, svo þessi texti rifjar fyrst og fremst upp ljúfsárar minningar.

2. Mósebók 24. kafli

Þessi kafli er annars konar frásögn af komu boðorðanna sem við lásum um í 20. kaflanum. Að þessu sinni er frásögnin lituð af helgihaldi. Til staðar eru merkisteinar til að tákna ættkvíslirnar tólf. Móse og Aron eru ekki einir á ferð, heldur fylgja þeim Nadab og Abíhú og sjötíu aðrir öldungar. Continue reading 2. Mósebók 24. kafli

2. Mósebók 19. kafli

Nú er komið að því að regluverkið verði sett. Undirbúningnum er lýst skilmerkilega. Móse mun ganga ásamt Aroni upp á fjallið og sækja grunnlögin, en fyrst þarf söfnuðurinn að undirbúa sig undir nýja tíma. Undirbúningurinn felst í hreinsun, hreinum klæðnaði og því að halda sig frá kynlífi í nokkra daga. Enginn má ganga á fjallið, né snerta það. Aðeins Móse og Aron geta gengið til móts við Guð á fjallinu. Aðrir sem slíkt reyna verða teknir af lífi. Continue reading 2. Mósebók 19. kafli