Skapaði Guð illgresið?

Innlegg á KSS fundi 2004. Textinn hefur verið lítillega lagfærður með tilliti til málfars og þroska.

Drottinn Guð kallaði á manninn og sagði við hann: Hvar ertu?
Hann svaraði: Ég heyrði til þín í aldingarðinum og varð hræddur, af því að ég er nakinn, og ég faldi mig.
En Guð mælti: Hver hefir sagt þér, að þú værir nakinn? Hefir þú etið af trénu, sem ég bannaði þér að eta af?
Þá svaraði maðurinn: Konan, sem þú gafst mér til sambúðar, hún gaf mér af trénu, og ég át.
Þá sagði Drottinn Guð við konuna: Hvað hefir þú gjört?
Og konan svaraði: Höggormurinn tældi mig, svo að ég át.

Continue reading Skapaði Guð illgresið?

1. Mósebók 3. kafli

Adam var ekki lengi í Paradís. Tími sakleysisins entist ekki lengi, frásagan sem hefst í 2. kaflanum kynnir til sögunnar blygðun og skömm, vitneskjuna um gott og illt. Guð er hér eins og í síðasta kafla í nánu samneyti við mannkyn. Tilraun Guðs til að vernda mannkyn frá veruleikanum mistekst, og e.t.v. kallast sagan á við söguna um Búdda og tilraunir föður hans til að halda honum frá eymdinni og óréttlætinu. Continue reading 1. Mósebók 3. kafli

1. Mósebók 2. kafli

(Frá 5. versi)

Sköpunarsaga annars kaflans segir frá Guði sem er virkur þátttakandi. Sköpunarverkinu er fundin staður í Frjósama hálfmánanum. Lífið í aldingarðinum er ljúft líf, maðurinn virðist lifa í sátt við sköpunarverkið. Textanum virðist ætlað að réttlæta mismunandi stöðu karla og kvenna, með tilvísun til þess að maðurinn kom fyrst og konunni var fyrst og fremst sköpuð sem meðhjálpari. Misvægi milli karla og kvenna er þó ekki algjört í textanum, þar sem það virðist gert ráð fyrir að karlar yfirgefi sína fjölskyldu og gangi til liðs við fjölskyldu konu sinnar við giftingu. Þannig er það stórfjölskylda konunnar sem er ráðandi en ekki karlsins. Þessa nálgun á ráðandi þætti fjölskyldu konunnar má sjá í samskiptum Bóasar við Rut og Naómi í Rutarbók, þó hún sé ekki til staðar í fyrri hluta þeirrar bókar.

Í lok 2. kaflans lesum við að í heimi aldingarðsins hafi blygðun ekki verið til. Allt var gott og fallegt.

Óbadía

Óbadía er sár og reiður. Edómitar notfærðu sér varnarleysi íbúa Júdeu. Ekki nóg með að þeir létu hjá líða að koma til aðstoðar, þeir mættu á staðinn og rændu því sem eftir stóð. Sýn Óbadía fordæmir siðleysið, minnir á að jafnvel í stríði milli þjóða þurfi að gilda ákveðnar reglur. Þannig sé herfang ekki meira en sigurvegarinn þarfnast, það sé skylda sigurvegarans að eftirláta eitthvað til viðurværis þess sigraða. Continue reading Óbadía

Jóhannesarguðspjall 18. kafli

Pétur fær svolítið harkalega útreið í Jóhannesarguðspjalli. Hann gengur ekki í takt, virðist óstöðugur og framkvæmir áður en hann hugsar. Ég velti fyrir mér hvert samband höfundar Jóhannesarguðspjalls var við Pétur. Ef til vill er skorturinn á einingunni sem talað er um í 17. kaflanum sjáanleg í spennunni milli þeirra tveggja. Continue reading Jóhannesarguðspjall 18. kafli

Hvað er sannleikur?

Prédikun upphaflega flutt í Hjallakirkju í Kópavogi í september 1998.

Lokum augunum og reynum að sjá fyrir okkar lítið myndbrot. það er snemma morguns, við stöndum í stórum, tignarlegum salarkynnum þar sem ekkert virðist hafa verið sparað til að gera allt sem glæsilegast. Continue reading Hvað er sannleikur?

Jóhannesarguðspjall 16. kafli

Þau okkar sem taka Biblíulestur alvarlega þurfum að spyrja okkur spurninga um markmið höfundarins með skrifum sínum. Af hverju er textinn skrifaður, textinn sem við lesum og skiljum sem birtingarmynd á orði Guðs og fyrir hvaða lesendahóp er skrifað? Continue reading Jóhannesarguðspjall 16. kafli

Jóhannesarguðspjall 15. kafli

Jesús kallar lærisveina sína til að breiða út fagnaðarerindið. Hann gengur út frá því við lærisveina sína að ef Guð er ekki miðlægur í fagnaðarerindinu sé það marklaust, gagnslaust. Sá sem boðar fagnaðarerindið án Guðs, visnar upp og verður eldinum að bráð. Sumir vilja túlka þetta sem helvítishótun. Það er oftúlkun, byggir á þörfinni til að aðgreina, til að senda þá sem eru öðruvísi til andskotans. Continue reading Jóhannesarguðspjall 15. kafli

Jóhannesarguðspjall 11. kafli

Mér finnst erfitt að glíma við kraftaverkasögur eins og Lasarus. Frásagnir sem ganga gegn öllu sem ég veit og skil um heiminn. Ég get vissulega nálgast hana út frá vangaveltum um hvort Lasarus hafi verið lærisveinninn sem Jesús elskaði. Einnig gæti ég velt upp hugmyndum um að Lasarus hafi verið aðalhöfundur Jóhannesarguðspjalls. Þannig gæti ég týnt mér í nútímavæddum akademískum pælingum um höfund guðspjallsins og sleppt upprisufrásögninni. Continue reading Jóhannesarguðspjall 11. kafli

Jóhannesarguðspjall 9. kafli

Það er auðvelt að festast í því sem skiptir ekki máli, sérstaklega ef það er erfitt að horfast í augu við aðalatriðin. Þannig hef ég oft lesið þessa frásögn og einblínt á kraftaverkið, hvernig Jesús breytti lífi blinda mannsins og hversu frábært það er að Jesús læknar. Á sama hátt þekki ég góða menn sem gera lítið úr frásögninni og benda í því sambandi á hversu ógeðslegt það sé að blanda saman munnvatni og drullu til að maka í augu einhvers. Continue reading Jóhannesarguðspjall 9. kafli

Jóhannesarguðspjall 6. kafli

Þung er þessi ræða. Hver getur hlustað á hana?

Jesús er ekki allra, það er ljóst í 6. kaflanum. Lærisveinar komu og fóru, sumum þeirra mislíkaði boðskapurinn og kannski helst það að enginn megnar að koma til Guðs fyrir eigin verðleika. Það er Guð sem kemur til okkar. Það getur líka hafa reynt á suma og sér í lagi trúarleiðtogana að heyra að vilji Guðs væri að allir yrðu hólpnir, ekki aðeins þeir sem uppfylltu skilyrðin sem sett voru í skjóli musterisins. Continue reading Jóhannesarguðspjall 6. kafli

Jóhannesarguðspjall 4. kafli

Höfundi Jóhannesarguðspjalls er umhugað um að það komi greinilega fram að Jesús hélt sig fjarri “VIP” partýjum trúarleiðtoganna. Þegar leiðtogarnir veita honum of mikla athygli, er komin tími til að leggja land undir fót og hanga með almúganum. Það eru engir “Lilju og Hildar Lífar” komplexar hjá Jesú.
Continue reading Jóhannesarguðspjall 4. kafli

Frelsi fyrir aðra

Hugleiðing á æskulýðsdaginn 1999, flutt í Háteigskirkju. Lítillega lagfærð með tilliti til málfars og þroska.

Narcissus var eitt af goðum grísku goðafræðinnar og fallegasta vera sem nokkurn tímann hafði lifað. Goðið Echo varð ástfangið af Narcissusi og og gerði allt til að vinna ástir hans. Echo var hins vegar svo ólánsöm að á hana höfðu verið lögð álög. Það eina sem hún gat sagt var bergmál þess sem hún heyrði. Þegar Echo ætlaði að tjá Narcissusi ást sína, var það eina sem hún gat gert að endurtaka orð Narcissusar. Narcissus datt ekki í hug að eitthvað væri að hjá Echo, hélt að hún væri að gera att í sér með því að endurtaka allt sem hann sagði og gekk í burtu. Continue reading Frelsi fyrir aðra

Júdasarbréf

Þegar ég les Júdasarbréf rifjast upp fyrir mér þegar ég tók kúrs í “Organizational Behavior” sem er kenndur sem hluti MBA námsins við Capital University. Kennslustundin fjallaði um hvers kyns “borderline” hegðun og narcissisma. Kennarinn listaði upp nokkur mismunandi einkenni slíks atferlis og spurði hversu mörg okkar hefðu verið í verulegum samskiptum, nánu samstarfi eða unnið með a.m.k. einum einstaklingi sem sýndi fleiri en eitt þessara einkenna yfir lengri tíma. Continue reading Júdasarbréf

Icesave í samhengi

Guðmundur Andri Thorsson (Vísir – Hengiflugið eða vegurinn) útskýrir um hvað Icesave snýst á mjög einfaldan og skiljanlegan hátt. Ég tek reyndar ekki undir hræðslu hans um dómstólaleiðina, enda helvítishótanir alltaf leiðinlegar. Þá sleppir hann því að stjórnvöld sem við kusum höfðu yfir að skipa eftirlitsstofnun sem hafði það hlutverk að fylgjast með hegðun bankanna og gaf þeim grænt ljós á innrásina í Bretland og Holland. Ekki nefnir hann heldur ferðalög ráðherrana okkar um Evrópu vorið 2008, til að sannfæra stjórnvöld á meginlandinu um að allt væri í lagi. En hann bendir á þetta: Continue reading Icesave í samhengi