Heimur karlveldisins er kynntur áfram. Eiginkonur eru metnar eftir fjölda barna. Okkur er sagt frá hvernig ambáttir systranna eru notaðar til að ala Jakobi börn, sem systurnar síðan eigna sér. Við sjáum tilraunir systranna til að hafa vægi í heimi þar sem karlar ráða. Óréttlætið og misréttið umlykja þessa sögu. Continue reading 1. Mósebók 30. kafli
Tag: family
1. Mósebók 29. kafli
Hvort sem ástæðan er flótti undan bróður sínum eða hlýðni við föður sinn um að eignast konu af réttum ættum, þá lesum við hér um för Jakobs til austurs. Kaflinn rekur samskipti Jakobs við Laban tengdaföður sinn. Blekking Labans gagnvart Jakobi minnir um sumt á þegar Jakob og Rebekka blekktu Ísak. Við lesum um spennu á milli tveggja systra sem báðar eru gefnar sama manninum, við erum kynnt fyrir heimi þar sem óréttlæti og misrétti, kúgun og blekkingar koma við sögu. Við lesum um ófrjósemi og sjálfsmyndarkrísur í hörðum heimi karlaveldisins.
1. Mósebók 28. kafli
Hér lesum við aftur að Ísak blessaði Jakob en ekki Esaú. Að þessu sinni er ekkert sagt frá blekkingum og lygum, hér er ekki sagt frá því að Rebekka hafi lagt á ráðin um að svíkja frumburðinn, heldur virðist sem Ísak ákveði að taka Jakob framyfir Esaú, þar sem Esaú hafði tekið sér konu úr hópi kanverja (sjá 27. kafla, vers 46). Continue reading 1. Mósebók 28. kafli
1. Mósebók 27. kafli
Persónur Gamla testamentisins minna um sumt á norræn goð eða gríska guði. Það er stundum sagt að fólk hafi ánægju af sápuóperum um ríka fólkið, nú eða slúðurfréttum um þeim frægu, fyrst og fremst vegna þarfarinnar fyrir að við séum öll í sama bát. Þegar Victoria Beckham segir strákunum sínum að “steinhalda kjafti og fylgjast með á fótboltavellinum,” þá vitum við að hún er mannleg eins og við. Continue reading 1. Mósebók 27. kafli
1. Mósebók 26. kafli
Nú kemur “trikster” sagan í þriðja sinn. Að þessu sinni er það Ísak sem fer til Gerar og segir konunginum þar að Rebekka sé systir sín. Líkt og í fyrri sögunni frá Gerar, þá er tekið fram að enginn hafi sofið hjá Rebekku þrátt fyrir “trikkið” og við lesum að Ísak og Rebekka hafi hagnast mjög á veru sinni í landinu. Continue reading 1. Mósebók 26. kafli
1. Mósebók 25. kafli
Gamli karlinn er ekki dauður úr öllum æðum og tekur sér nýja konu eftir að Ísak gengur að eiga Rebekku. Hann eignast nokkurn slatta af drengjum með nýju konunni en svo virðist sem að þeir hafi verið að mestu réttlausir. Það er áhugavert að nýja konan er nefnd á nafn en síðan tekið fram að Abraham hafi einnig átt börn með hjákonum sínum. Öllum þessum börnum var haldið frá ættarauðnum sem rann óskiptur til Ísaks. Continue reading 1. Mósebók 25. kafli
1. Mósebók 24. kafli
Abraham leggur áherslu á að blóð sitt blandist ekki við blóð íbúa Kanaanslands en jafnframt vill hann tryggja að Ísak dvelji þar áfram. Frásagan hér lýsir ferð þjóna Abrahams til ættlandsins í leit að kvonfangi. Sagan af því þegar þjónninn sér Rebekku við brunninn og ávarpar hana, kallast rétt sem snöggvast á við söguna af samversku konunni í Jóhannes 9. En bara rétt sem snöggvast, eða hvað? Continue reading 1. Mósebók 24. kafli
1. Mósebók 23. kafli
Þrátt fyrir 120 ára aldursmarkið varð Sara 127 ára og er hún lést frá Abraham var hann væntanlega orðin 136 ára. 23. kaflinn fjallar um að Abraham fær til eignar land til að greftra Söru og festir þannig enn sterkari rætur í Kanaanslandi, að þessu sinni Hebron, og styrkir þannig kröfu afkomenda sinna til fyrirheitna landsins. Þessi texti kallast þannig á við 21. kaflann, þar sem réttur Abrahams til Beerseba er útskýrður.
1. Mósebók 22. kafli
Frásögnin hér er ein af þessum sem hefur orðið grundvallarfrásögn í öllum Barnabiblíum á 19. og 20. öld og hefur verið notuð af einhverjum óskiljanlegum ástæðum í sunnudagaskólaefni um allan heim. Sagan þegar Abraham fer af stað til að fórna syni sínum. Continue reading 1. Mósebók 22. kafli
1. Mósebók 21. kafli
Enn er hlegið, en nú hlægja þau saman Guð og Sara við fæðingu Ísaks. Gleðin er samt ekki hrein, Sara sér tilvist Hagar og Ísmael sem ögrun við stöðu sína og Ísak og krefst þess að þau séu rekin á burt. Hér er frásagan úr 16. kaflanum endurtekin, að þessu sinni aukin og endurbætt í anda E-hefðarinnar. Continue reading 1. Mósebók 21. kafli
1. Mósebók 20. kafli
Enn á ný lesum við sömu frásögn úr annarri hefð. Að þessu sinni lesum við að Abraham hafi farið til Gerar (hvar sem það er) og haldið því fram að Sara væri systir sín. En eins og við e.t.v. munum gerðist þetta í Egyptalandi skv. J-hefðinni. Þetta virðist sama “trikster”-sagan og áður. Continue reading 1. Mósebók 20. kafli
1. Mósebók 19. kafli
Verurnar tvær, englarnir sem fylgdu Jahve til Abrahams í síðasta kafla, héldu ferð sinni áfram til Sódómu. Þar mæta þeir Lot sem krefst þess að þeir gisti í húsi sínu í stað þess að leggjast til hvílu á borgartorginu. Continue reading 1. Mósebók 19. kafli
1. Mósebók 18. kafli
Sagan úr síðasta kafla er endurtekin hér. Hér er Guð reyndar, Guð kvöldsvalans, sá sem gengur um meðal fólksins síns, Guð J-hefðarinnar, Jahve. Jahve mætir að tjaldi Abrahams í fylgd tveggja manna, Abraham virðist þekkja hann og býr til veislu, biður Söru um að baka flatkökur, lætur slátra kálfi og býður upp á mjólk og skyr (skv. íslensku þýðingunni alla vega). Jahve vill ekki bara ræða við Abraham líkt og El áður, hann vill að Sara heyri einnig erindið. Nú, er það Sara sem hlær og meðan hlátur Abrahams í 17. kaflanum var vegna þess að hann efaðist um að 100 ára karlmenn gætu getið börn og níræð kona alið það, þá hlær Sara fyrst og fremst að tilhugsuninni að sofa hjá gamla karlinum. Continue reading 1. Mósebók 18. kafli
1. Mósebók 14. kafli
Við lesum hér um átök milli mismunandi ættflokka við botn Miðjarðarhafs. Við lærum að borgirnar Sódóma og Gómorra hafi verið rændar og íbúar hnepptir í þrældóm, m.a. Lot frændi Abram. Þegar Abram heyrir tíðindin safnar hann liði og ræðst að sigurvegurunum að næturþeli, bjargar Lot og endurheimtir eigur fólksins (konungana sem töpuðu orustunni í upphafi). Continue reading 1. Mósebók 14. kafli
1. Mósebók 12. kafli
Frásagnirnar af Abram og Saraí eru um margt óþægilegar. Textinn í 1. Mósebók er eins og oft áður ofinn saman úr tveimur mismunandi heimildum, þannig virðast atburðir endurtaka sig, þegar farið er frá einni frásagnarhefðinni til annarrar. Jafnframt neyðir lestur textans mig til að takast á við stöðu Hagar og sonar hennar Ísmael. Síðast en ekki síst kallar textinn okkur til að velta fyrir okkur hvað það merkir að njóta sérstakrar blessunar Guðs. Hvort að mér takist gera þessu góð skil þegar ég skrifa mig í gegnum næstu 11-12 kafla verður síðan að koma í ljós.
Continue reading 1. Mósebók 12. kafli
Gospel of John – Chapter 9
As a response to Pastor Al’s sermon this morning I decided to translate one section of my Bible blog. The chapter I have chosen is naturally chapter 9 of John’s Gospel, the gospel reading for today. The idea with the Bible blog is to write down thoughts and speculations that arise when I read through the whole Bible, publishing a chapter a day here on iSpeculate.net. I hope my translation is slightly more accurate than Google Translate would be. Continue reading Gospel of John – Chapter 9
1. Mósebók 6. kafli
Það er erfitt að fullyrða um gamla texta, en þegar ég les fyrsta hlutann hér í 6. kafla velti ég fyrir mér, hvort hér sé um einhvers konar tilraun skrifara til að tengja ýmsar guðshugmyndir fornaldar inn í heildarmynd YHWH, þannig séu vísanir í glæsilega guðasyni og risa hugsanlega tilvísanir til goðsagna Grikkja. Þannig séu þessi vers einhvers konar “spin” á handriti kvikmyndarinnar Thor sem er væntanleg í kvikmyndahús nú í sumar. Nú veit ég ekki, en minnir að það hafi verið einhverjar aðrar skýringar nærtækari þegar ég stúderaði textann. En hvað um það. Continue reading 1. Mósebók 6. kafli
1. Mósebók 2. kafli
(Frá 5. versi)
Sköpunarsaga annars kaflans segir frá Guði sem er virkur þátttakandi. Sköpunarverkinu er fundin staður í Frjósama hálfmánanum. Lífið í aldingarðinum er ljúft líf, maðurinn virðist lifa í sátt við sköpunarverkið. Textanum virðist ætlað að réttlæta mismunandi stöðu karla og kvenna, með tilvísun til þess að maðurinn kom fyrst og konunni var fyrst og fremst sköpuð sem meðhjálpari. Misvægi milli karla og kvenna er þó ekki algjört í textanum, þar sem það virðist gert ráð fyrir að karlar yfirgefi sína fjölskyldu og gangi til liðs við fjölskyldu konu sinnar við giftingu. Þannig er það stórfjölskylda konunnar sem er ráðandi en ekki karlsins. Þessa nálgun á ráðandi þætti fjölskyldu konunnar má sjá í samskiptum Bóasar við Rut og Naómi í Rutarbók, þó hún sé ekki til staðar í fyrri hluta þeirrar bókar.
Í lok 2. kaflans lesum við að í heimi aldingarðsins hafi blygðun ekki verið til. Allt var gott og fallegt.
Hver er trú mín?
Á tölvunni minni hefur núna í marga mánuði verið skjal sem ég rakst á einhvers staðar, en virðist verið upprunið í fermingarfræðslu lúthersks safnaðar í Humboldt, Iowa. Continue reading Hver er trú mín?
Jóhannesarguðspjall 12. kafli
Lasarus sagan virðist hafa vakið mikla athygli. Skyndilega er Lasarus líka orðin vandamál fyrir trúarleiðtoganna. Ef við gefum okkur í stutta stund að lærisveinninn sem Jesús elskaði, Lasarus og höfundur Jóhannesarguðspjalls séu einn og sami maðurinn, þá er óendanlega mikið skemmtilegra og mannlegra að lesa fyrri hluta 12. kaflans. Continue reading Jóhannesarguðspjall 12. kafli