Djáknar með kosningarétt

Ég hef áður glaðst yfir breytingum á lögum og starfsreglum um kirkjuþing, m.a. hér og hér. Sú ánægja er óbreytt þrátt fyrir vonbrigðin með tilnefningarnar. Annað sem hlýtur að kalla á umræður og vangaveltur er að þrátt fyrir að 28 djáknar hafi verið vígðir til starfa hér á landi síðan 1995, eru aðeins 8 þeirra með kosningarétt í kosningum til Kirkjuþings, hugsanlega reyndar 9.

Continue reading Djáknar með kosningarétt

Dómur fallinn

Í máli Kristins Jens gegn Prestsetrasjóði hlýtur neðangreind niðurstaða að teljast sú mikilvægasta:

Tilkoma sumarbústaðabyggðar felur án nokkurs vafa í sér varanlega breytingu á prestssetri, umhverfi þess og ásýnd og eru viðbætur við það. Er að mati dómsins engum vafa undirorpið að til þurfi atbeina stefnda til að sumarbústaðabyggð verði komið á fót í landi prestssetursins. Stefndi hefur fullyrt að stefnandi hafi ekki fengið leyfi stefnda til þess og hefur stefnanda ekki tekist sönnun um hið gagnstæða.

Á það sér í lagi við af tveimur ástæðum. Annars vegar að presti er ekki heimilt að nytja jörð þá sem hann hefur til umráða að vild án atbeina Prestsetrasjóðs. Hitt er að sögusögnum um að formaður prestsetrasjóðs og e.t.v. fleiri hafi jánkað sumarbústaðabyggð í landinu er hafnað sem ósönnuðum. Þessi niðurstaða er gleðifrétt fyrir Skógarmenn KFUM í Vatnaskógi, en kallar væntanlega á áfrýjun til Hæstaréttar.

Ríkiskirkja

Sá óvænti atburður gerðist í Keflavík að valnefnd vegna ráðningar prests komst EKKI að einróma niðurstöðu í Keflavík. Meirihluti vildi fá annálaritarann ágæta Skúla Sigurð Ólafsson, en minnihlutinn ákvað að láta reyna á biskup og vísuðu málinu til hans.
Fram kemur í fréttatilkynningu frá Biskupsstofu að biskup muni leggja til við ráðherra að sr. Skúli verði skipaður sóknarprestur í Keflavík.

Continue reading Ríkiskirkja

Constantine Era

The Universal-Church faces an interesting question, about the consept of Constantine Era. Is it only now on the 20th and 21st century that the church has escaped from the grip of Constantine’s empire in the third century? And escape is probably not the right word, the states have practicly had to throw the church in Scandinavia out in the cold.

God and Politics

In the minds of many Americans the commitment to Christ is measured in how strongly they fight against gay-marriages and abortions. Even thou Jesus never spoke about those issues. Those who measure up as the most Christian, sometimes have no agenda or at least vague about poverty. That seems strange in the light of the fact that poverty and the importance of fighting it is mentioned almost 2000 times in the Bible. Continue reading God and Politics

Montanism and the pentecostal movement

It would be interesting to compare the Montanist movement that appeared in the 3rd century in North Africa to the pentacostal movement from Asuza street on the 20th century. Are there similarities in the ideas of the Endtimes, pouring of the spirit, prophesies, isolation and rightous living? Are we going to see a theologian in the pentecostal movement, that will be as important for the whole church as Tertullian was?

Frábær áminning

Í Morgunblaðinu í dag skrifar Unnur Halldórsdóttir:

NÝLEGA var ég viðstödd mjög fjölmenna jarðarför í Reykjavík. Aðstandendur buðu til erfidrykkju sem var svo óvenjuleg að ég má til með að koma hugmyndinni á framfæri.
Í safnaðarheimili kirkjunnar biðu okkar uppdúkuð borð með kaffikönnum, konfektskál og vænum diski af kleinum og upprúlluðum pönnukökum. Afar gott og handhægt, engar biðraðir og gamla fólkið slapp við að bera meðlætið skjálfandi hendi að sæti sínu. Við systkinin sem sjaldan hittumst áttum þarna gæðastund saman og gátum einnig heilsað upp á ættingja sem sátu afslappaðir viðnæstu borð. Kleinurnar komu glænýjar frá Ömmubakstri og pönnsurnar voru bakaðar af vinum og vandmönnum svo allt var þetta mjög viðráðanlegt og áhyggjulaust. Ef fleiri taka upp þennan ágæta sið auðveldar það fólki að bjóða í kaffi eftir útförina en hugsanlega eru margir sem velja útför í kyrrþey vegna kostnaðar við erfidrykkjur. Þær hafa að mínu mati mikilvægu hlutverki að gegna að styrkja vináttu og ættarbönd í annríki dagsins og mega ekki leggjast af.

Eldri sonurinn

En eldri sonur hans var á akri. Þegar hann kom og nálgaðist húsið, heyrði hann hljóðfæraslátt og dans. Hann kallaði á einn piltanna og spurði, hvað um væri að vera.
Hann svaraði: Bróðir þinn er kominn, og faðir þinn hefur slátrað alikálfinum, af því að hann heimti hann heilan heim.
Þá reiddist hann og vildi ekki fara inn. En faðir hans fór út og bað hann koma.
En hann svaraði föður sínum: Nú er ég búinn að þjóna þér öll þessi ár og hef aldrei breytt út af boðum þínum, og mér hefur þú aldrei gefið kiðling, að ég gæti glatt mig með vinum mínum.
En þegar hann kemur, þessi sonur þinn, sem hefur sóað eigum þínum með skækjum, þá slátrar þú alikálfinum fyrir hann.
Hann sagði þá við hann: Barnið mitt, þú ert alltaf hjá mér, og allt mitt er þitt. En nú varð að halda hátíð og fagna, því hann bróðir þinn, sem var dauður, er lifnaður aftur, hann var týndur og er fundinn.
Continue reading Eldri sonurinn

Náðin

Þar sem ég reyni eftir mestum mætti að sinna verkefnum mínum í fæðingarorlofi og njóta þess sem BNA bíður upp á gefst mér ekki mikill tími til að blogga. Hins vegar hef ég í morgun lesið mér til gleði og ánægju hina stórkostlegu “The Lutheran Handbook” sem er hluti af “Here We Stand” fræðsluefni ELCA, sem ég hef fjallað um áður. Kaflinn um náðina er einfaldur en útskýrandi.
Continue reading Náðin

Vegið að Vatnaskógi

Enn á ný birtast á prenti hugmyndir staðarhaldara á Saurbæ um að breyta hluta sumarbúðanna í Vatnaskógi í frístundabyggð. Þessar hugmyndir komu fyrst fram á aðalskipulagi fyrir 2-3 árum og var strax mótmælt harðlega af Skógarmönnum KFUM. Nú eru hugmyndirnar faldar í texta um breytingar á skipulagi frá 2014. Þannig er jarðvegurinn undirbúin fyrir aðra atlögu að því starfi sem unnið er í Vatnaskógi.

Continue reading Vegið að Vatnaskógi

Nýtt landslag fyrir starfsfólk kirkjunnar

Starfsréttindi og kjör annarra stétta en presta hefur löngum verið vandamál í þjóðkirkjunni. Þannig hafa organistar, djáknar, kirkjuverðir og æskulýðsleiðtogar, svo einhverjir séu nefndir, þurft að berjast fyrir launum sínum hver í sinni sókn. Af þessum sökum hefur staða og starfsöryggi viðkomandi starfsmanna verið lítið. Continue reading Nýtt landslag fyrir starfsfólk kirkjunnar

Djáknar á kirkjuþing

Eitt af stóru málunum á Kirkjuþingi var um breytingar á starfsháttum þingsins. Fjölgað er á þinginu og auk þess er nú búið að opna fyrir setu djákna á Kirkjuþingi. Þetta er einhvert mikilvægasta skrefið sem stigið hefur verið til að viðurkenna stöðu djákna innan kirkjunnar.

Þjónandi prestar og djáknar hvers kjördæmis, kjósa úr sínum hópi einn kirkjuþingsmann fyrir kjördæmið og tvo til vara. Í 1., 2. og 3. kjördæmi skal þó kjósa tvo vígða menn og tvo til vara. Prestur sem settur er til þjónustu nýtur ekki kosningarréttar. Þó skal prestur sem settur er í embætti, þar sem ekki er skipaður prestur fyrir, hafa kosningarrétt í því kjördæmi sem hann þjónar í. Prestur, sem sinnir aukaþjónustu, getur ekki greitt atkvæði fyrir það embætti. Prestur í launalausu leyfi eitt ár eða lengur, nýtur ekki kosningarréttar.

Prédikunin í kirkjum landsins

Það eru fleiri áhugaverðir punktar í ræðu biskups en ég nefndi í síðustu færslu:

Dægurmálaumræðan er oft fyrirferðamikil á prédikunarstólunum, með smá skvettu af kristilegu kærleikshjali í bland. En ef okkur tekst ekki að lyfta upp nafni, mætti og dýrð frelsarans Krists í orði og verki, þá höfum við í raun ekki annað fram að færa en það sem heimurinn nú þegar veit, þá erum við aðeins bergmál angurs eða umhyggju, reiði eða vona mannshjartans. Það er út af fyrir sig góðra gjalda vert, en Kristur dó ekki og reis af gröf til þess.

Við þetta er engu að bæta!

Að gefa sig að fátækum og þurfandi

Ræða Biskups í upphafi Kirkjuþings er spennandi og vel samin. Sérstaklega fannst mér áhugaverð tilvísun hans til greinar í The Guardian.

Hattersley bendir á að nærfellt allir þeir sem standa að þess háttar hjálparstarfi séu á vegum trúarsafnaða eða kirkjustofnana. Og hann bætir við, „áberandi er að hvergi sjást hjálparteymi vantrúarfélaga, fríhyggjusamtaka, guðleysingjaflokka, – þess háttar fólks sem ekki einasta gerir lítið úr þeim sannindum sem trúarbrögðin standa fyrir, heldur telur þau standa gegn framförum og jafnvel vera undirrót ills.

Continue reading Að gefa sig að fátækum og þurfandi