Hverfa inn í sig

Ég hef verið við nokkrar hjónavígslur um ævina en hef þú ekki enn upplifað prestinn í hlutverki trúðsins, eins og biskup sá ástæðu til að vara við nýverið. Síðasta sumar upplifði ég þann gleðilega atburð að ræða prestsins var meira en sæt orð til vígsluþega og upplestur á margnotuðum textum.

Presturinn lagði út af ummyndunarfrásögninni á fjallinu og kallaði okkur til að dveljast ekki of lengi í vímu gleðinnar heldur halda til starfa. Mér kom þessi prédikun í hug þegar ég heyrði orð biskups um mikilvægi þess að standa vörð um hjónavígsluna, í athöfninni var nefnilega enginn sálmur sunginn, aðeins popplög – samt sem áður var vægi hins kristilega allt um kring og prédikunin gerði athöfnina að glæsilegri og sigrandi trúarathöfn (svo ég noti upphafið orðalag).
Þegar ég svo las prédikun Gunnars Kristjánssonar frá upphafsmessu Kirkjuþings, …

Hætta þjóðkirkjunnar hins vegar, nú eins og endranær – og fyrir það hefur hún iðulega verið gagnrýnd með réttu – er endurhvarf inn í sjálfa sig eða Regression, sem var eitt uppáhaldshugtak feðra sálfræðinnar fyrir einni öld.

… þá varð mér aftur hugsað til prédikunarinnar, bæði vegna samhljómsins í prédikun Gunnars við orð prestsins við hjónavígsluna og ekki síður vegna ákallsins um að vera “relevant” en hverfa ekki inn í öryggið.

One thought on “Hverfa inn í sig”

  1. Já, mönnum er tíðrætt um trú og efa þessa daganna. Hér áður fyrr var þessu öðruvísi farið. Þá töluðu menn um trú og breytni. Nú er eins og breytnin skipti engu máli, allt er á þessum tilvistarlega grunni. Kannski ekki að furða. Tíminn fyrir síðari heimstyrjöld er aftur upp runninn þar sem allt var og er afstætt og fasisminn átti og á því greiða leið. Þá var ekki spurt hvað okkur beri að gera (hvert lögmálið sé) og ekki heldur nú. Annars er spurning prófastanna skemmtilega írónísk: hvers vegna Lúther hafi aldrei orðið prófastur. Eins mættu biskuparnir spyrja sig: Hvers vegna varð Lúther aldrei biskup?

Comments are closed.