Prédikunin í kirkjum landsins

Það eru fleiri áhugaverðir punktar í ræðu biskups en ég nefndi í síðustu færslu:

Dægurmálaumræðan er oft fyrirferðamikil á prédikunarstólunum, með smá skvettu af kristilegu kærleikshjali í bland. En ef okkur tekst ekki að lyfta upp nafni, mætti og dýrð frelsarans Krists í orði og verki, þá höfum við í raun ekki annað fram að færa en það sem heimurinn nú þegar veit, þá erum við aðeins bergmál angurs eða umhyggju, reiði eða vona mannshjartans. Það er út af fyrir sig góðra gjalda vert, en Kristur dó ekki og reis af gröf til þess.

Við þetta er engu að bæta!

2 thoughts on “Prédikunin í kirkjum landsins”

Comments are closed.