Í vor sat ég áhugaverða fyrirlestraröð um kirkju, samfélag og ungt fólk á vegum Center for Educational Ministry in the Parish (CEMP) en setrið er staðsett hér í Trinity Lutheran Seminary. Einn fyrirlesarinn, Dr Cheryl M Peterson, sem hefur kennt mér trúfræði hér við skólann, fjallaði á áhugaverðan hátt um guðfræðilega umræðu meðal ungs fólks með áherslu á endatímapælingar. Continue reading Dauðasíðan mín
Ferðalangurinn farinn
Það hefur ekki gengið vel að festast yfir sjónvarpsseríum hér í BNA, ég man sjaldnast hvaða daga þættir eru og stóru stöðvarnar brjóta seríurnar upp með endursýningum, beinum útsendingum og extended úrslitaþáttum í endalausum raunveruleikaþáttum. Reyndar vorum við hjónin orðin fastir áhorfendur Jon Stewart þegar við ákváðum að segja upp kaplinum. En þættirnir hans Jon eru birtir á netinu innan 12 tíma eftir sýningu þannig að það var svo sem ekki vandamál. Continue reading Ferðalangurinn farinn
Kenýa kallar
Heitasti staðurinn í janúar 2008, er án nokkurs vafa Kenýa. Reglulega berast mér fréttir af undibúningi fyrir ferðir þangað, ýmist frá Prestley United sem verður þar í keppnisferð 14.-30. janúar eða frá skólanum mínum sem býður upp á kúrs í Austur afrískri guðfræði dagana 4.-20. janúar.
Ég er reyndar ekki mjög fyrir heita staði og býð því spenntur eftir hvort Wartburg Seminary bjóði upp á Íslandskúrs í janúar 2008. Það væri aldrei að vita nema það gæti verið spennandi.
Sveiflukennd króna
Þegar við bjuggum í Danmörku fyrir 7 árum voru tekjur mínar að mestu í íslenskum krónum og því fékk ég nokkurn áhuga á gjaldeyrisviðskiptum, enda gerðist það á þessum tíma að greiðslu seinkaði frá einum viðskiptavini mínum og þegar hún loksins barst, 1 og 1/2 mánuði of seint hafði kaupmáttur hennar í Kaupmannahöfn rýrnað um rúm 20%. Þetta var enda á þeim tíma sem $1 fór úr 75 krónum í 110 krónur á nokkrum mánuðum. Óstöðugleiki gengisins gerði okkur erfitt fyrir og fór svo að við fluttum heim í dýrtíðina og ég hætti gjaldeyrispælingum. Continue reading Sveiflukennd króna
Hvert fóru Actavis milljarðarnir?
Þar sem ég er áhugamaður um gengisþróun íslensku krónunnar gagnvart dollaranum, kalla þessar fréttir úr Kauphöllinni á faglegar útskýringar.
- Er það rétt skilið hjá mér að viðtakendur Actavis milljarðanna hafi ákveðið að fjárfesta ekki á Íslandi og markaðurinn sé að leiðrétta væntingar um kaup sem brugðust.
- Í tengslum við það hlýt ég líka að spyrja hvort það sé rétt hjá mér að gengi krónunnar sé að aðlagast þessum veruleika sem útskýri 5% lækkun krónunnar gagnvart dollaranum síðustu vikuna.
- Eitthvað hef ég heyrt um erfitt aðgengi að erlendum lánum, er það áhrifavaldur í þessari þróun núna, eða á það eftir að koma fram?
- Eða er eitthvað annað í gangi?
Vandamál heilbrigðiskerfa
Í gærkvöldi meðan konan kláraði að pakka fyrir Samstöðufund Tölfræðinga í Salt Lake City, tókst mér að ganga frá og skila ritgerð í lífsiðfræði sem ég hafði planað að skila í lok júní. En ritgerðin fjallar um dreifingu gæða í heilbrigðiskerfinu. Continue reading Vandamál heilbrigðiskerfa
Foreldrafræðslubækur
Eins hrifnæmur og ég er, þá þótti mér upphaf greinar í Newsweek þegar ég var að fljúga heim frá Íslandi fyrir tæpum tveimur vikum skemmtilegt.
Parenting books are the most useless and irresistible kind of literature. Designed to prey on parents’ insecurities, they draw you in with expert claims and then disappoint with their know-it-all tone and their failure to solve even a single one of the profound struggles of family life. Same with atheism books: the authors are supersmart and their arguments engaging, but they don’t ultimately resolve doubt and you are left with the feeling of having failed to get with the program. The kids are wide awake at 10 p.m. and you’re still not so sure you can rule God out completely.
Bilun
Insanity: doing the same thing over and over again and expecting different results.
Eins og bent var á í ummælum hér fyrr er ég víst fremur hrifnæmur. Þannig þótti mér vísun í meint orð Albert Einstein, þegar rætt var um stöðu kirkjunnar í Vestur-Evrópu áhugaverð og skemmtileg.
Trúarstökk
Gunnar J Briem bendir á áhugaverða grein í LA Times.
Clearly, I saw now that belief in God, no matter how grounded, requires at some point a leap of faith. Either you have the gift of faith or you don’t. It’s not a choice. It can’t be willed into existence. And there’s no faking it if you’re honest about the state of your soul.
Framtíðin
Meðal dagskrárliða á Global Mission Event, var svokallaður Global University, en hann byggði á 80 fræðsluerindum sem hvert var 1 klst, og var flutt tvisvar. Mest var hægt að sitja 6 erindi og reyndi ég eftir mætti að velja fyrirlestra/kynningar/erindi sem tengdust safnaðaruppbyggingu í víðri merkingu þess orðs, en lét vera að hlusta á erindi um starf ELCA á erlendri grundu. Ég reyndar sleppti alfarið kynningunni á Healthy Congregations verkefninu enda orðin sumarstarfsmaður þar, en hins vegar hlustaði ég á umfjöllun um Natural Church Development (NCD), Rekindling, Transformation Ministry og Global Mission Education. Continue reading Framtíðin
66 milljónir Lúterana skipta máli
Síðustu daga hef ég tekið þátt í Global Mission Event hjá ELCA, en það er umræðuvettvangur, atburður þar sem fjallað er um kristniboð í víðum skilningi og ábyrgð lútersku kirkjunnar á umhverfinu og náunganum. Continue reading 66 milljónir Lúterana skipta máli
Umhverfisvæni vatnsiðnaðurinn
ELCA og Lúterska heimssambandið (LWF) varpa fram spurningum um flöskuvatn (átappað vatn) í umræðum og í rituðu máli um þessar mundir. Þannig eru einstaklingar hvattir til að notast við kranavatn og endurnýtanlega vatnsbrúsa en hafna flöskuvatninu. Ástæður þessa áróðurs eru fjölmargar og áhugavert að nefna nokkrar hér. Continue reading Umhverfisvæni vatnsiðnaðurinn
Máltíðarsamfélag
Eins og ég skrifaði í færslu í maí, langaði mig að gera tilraun með máltíð, með kvöldmáltíðarsakramentinu sem ramma utan um samfélagið. Ég fékk ungan prest með mér í verkefnið í gær og við nutum þess rétt um 15 saman að neyta máltíðar Drottins sem mettaði ekki aðeins andlega heldur myndaði um leið umgjörð um líkamlega mettun. Þessi samvera tókst vonum framar, við nutum samverunnar og samfélagsins og meðtókum náð Guðs. Reyndar velti ég fyrir mér hvort umgjörðin hafi e.t.v. verið aðeins of mikið “theater”. En ungi presturinn sem kýs að láta ekki nafns síns getið, leysti stundina af hólmi með glæsibrag, virðingu og nánd sem hæfði stundinni.
En alltaf gaman að geta upplifað inntak helgihaldsins á nýjan hátt, í nýju umhverfi.
ÉgSíminn
Ég heyrði gagnrýni blaðamanns frá NYT á NPR í dag, þegar ég keyrði Tómas í leikskólann. Hann hefur útbúið myndband til að skýra mál sitt.
Dhimmi
Torfi kemur með áhugaverða fullyrðingu í ummælum hjá Pétri Björgvini, þar sem hann bregst við viðbrögðum Péturs við ritgerð minni um múslima í Evrópu. Í ummælunum bendir hann réttilega á ógætilega notkun á orðinu Evrópa, þegar e.t.v. væri nær að segja Vestur Evrópa. Ábendingin er réttmæt og mikilvæg. En fullyrðing hans í lok ummælanna eru að mínu mati sínu áhugaverðari. Continue reading Dhimmi
BARA kenning
Nú er rétt um vika síðan ég heimsótti Sköpunarfræðisafnið í Kentucky. Safnið er í nánum tengslum við áhrifamikinn hóp sköpunarsinna, Answers in Genesis og er ætlað að mynda mótvægi við það sem aðstandendur telja ofuráherslu á “villukenningar” Darwins. Continue reading BARA kenning
Samkvæmt þörf
Ég ákvað að nýta tækifærið í kvöld þar sem Sicko var forsýnd hér í bænum og skellti mér á þessa umdeildu mynd Michael Moore enda alltaf gaman að sjá ýkta framsetningu á veruleikanum. En framsetningin reyndist ekki svo ýkt. Myndin er hrikalega raunsönn, auðvitað fyndinn og pínulítið stílfærð á köflum, en eftir eitt ár í BNA á mín fjölskylda sögu um ömurleg samskipti við handónýtt heilbrigðiskerfi í þessu landi og því í sjálfu ekki óvænt að heyra sögurnar um gallana í kerfinu, galla sem ég hef séð. Það sama átti við um aðra í salnum, sögurnar virtust kunnuglegar fyrir fólki. Continue reading Samkvæmt þörf
Veikindi
Það fara fljótlega að safnast upp vísar að bloggfærslum á skjáborðinu mínu, þannig bíða nú þegar punktar um Sköpunarsafnið og þar sem ég er búin að kaupa mér miða á Sicko í kvöld bætast væntanlega vísar að færslum um heilbrigðiskerfið við á morgun. Sér í lagi þar sem ég mun eyða næstu viku í að skrifa ritgerð í Bioethics, sem ber vinnuheitið “How to prioritize?” En samspil þess sem ég mun lesa og þess sem ég mun sjá í kvöld má ætla að kalli fram nokkur skrif hér. En ekki núna, væntanlega seinna!
War – What is it Good for?
Frankie Goes to Hollywood ómaði í höfðinu á mér, þar sem ég gekk um legstað fallina hermanna í Crafton í Vestur Virginíufylki. Því sem næst allir steinarnir voru nafnlausir.
Paul Watson fái fálkaorðuna
Í anda ákvörðunar Elísabetar II, legg ég til að Paul Watson, stofnandi og forsvarsmaður Sea Sheperd fái fálkaorðuna. Vissulega hefur hann sært og meitt fjölmarga en hann hefur ekki síður barist fyrir náttúruvernd sem er sérstakt áhugamál forsetans okkar.