Máltíðarsamfélag

Eins og ég skrifaði í færslu í maí, langaði mig að gera tilraun með máltíð, með kvöldmáltíðarsakramentinu sem ramma utan um samfélagið. Ég fékk ungan prest með mér í verkefnið í gær og við nutum þess rétt um 15 saman að neyta máltíðar Drottins sem mettaði ekki aðeins andlega heldur myndaði um leið umgjörð um líkamlega mettun. Þessi samvera tókst vonum framar, við nutum samverunnar og samfélagsins og meðtókum náð Guðs. Reyndar velti ég fyrir mér hvort umgjörðin hafi e.t.v. verið aðeins of mikið “theater”. En ungi presturinn sem kýs að láta ekki nafns síns getið, leysti stundina af hólmi með glæsibrag, virðingu og nánd sem hæfði stundinni.

En alltaf gaman að geta upplifað inntak helgihaldsins á nýjan hátt, í nýju umhverfi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.